Fyrsti „showrunner“ Íslands Freyr Bjarnason skrifar 28. október 2014 09:00 Sigurjón Kjartansson hefur yfirumsjón með framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð. Hér er hann ásamt bróður sínum, kvikmyndagerðarmanninum Sindra. Fréttablaðið/Anton „Við tókum þessa ákvörðun að fara á næsta stig með þetta,“ segir Sigurjón Kjartansson. Hann er svokallaður „showrunner“ sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð sem verður frumsýnd á næsta ári. Það þýðir að hann hefur yfirumsjón með framleiðslu þáttaraðarinnar, þar á meðal handritsvinnunni. „Mitt hlutverk er að vera límið, frá handritsstiginu upp í tökustigið. Ég þarf að vera á staðnum og vera dálítið maðurinn með svörin þegar á hólminn er komið og hrista hópinn saman þannig að allir stefni í sömu átt,“ segir Sigurjón. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á hér á landi, sem er kannski ekki skrítið því kostnaðurinn við Ófærð er um milljarður króna og er þáttaröðin þar með sú dýrasta í Íslandssögunni. RVK Studios, sem er í eigu Baltasars Kormáks, framleiðir. Fyrirmyndin er fengin að utan en í Bandaríkjunum hefur „showrunner“ haft yfirumsjón með þáttaröðum á borð við House of Cards og Breaking Bad. Danir hafa tekið þetta upp eftir Bandaríkjamönnum eins og þættirnir Forbrydelsen og Borgen bera vott um. Ófærð, eða Trapped, eru drungalegir sakamálaþættir sem gerast á Seyðisfirði og verða sýndir á RÚV á næsta ári. Sigurjón er þessa dagana staddur í Lundarreykjadal þar sem hann lýkur við handrit síðustu tveggja þáttanna í samstarfi með Bretanum Clive Bradley, Klaus Zimmerman, sem hefur framleitt þáttaraðir á borð við Borgia og Transporter, og franska handritsráðgjafanum Soniu Moyerson. „Ég hef alltaf haft mjög góða reynslu af hópvinnu, alveg síðan við vorum í Fóstbræðrum í gamla daga,“ segir Sigurjón, sem byrjaði að skrifa handritið fyrir tveimur árum með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni. Eftir að þeir sneru sér að öðrum verkefnum hóf hann samstarf með erlenda hópnum. Handritsvinnunni lýkur formlega um áramótin. „Við förum líklega í tökur án þess að nokkur viti hver morðinginn er, nema við. Maður þurfti að vera dálítið með pókerfésið í framan þegar leikararnir voru að spyrja mig. Þeir mega ekkert vita. Þetta er á „need to know basis“ eins og sagt er.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Við tókum þessa ákvörðun að fara á næsta stig með þetta,“ segir Sigurjón Kjartansson. Hann er svokallaður „showrunner“ sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð sem verður frumsýnd á næsta ári. Það þýðir að hann hefur yfirumsjón með framleiðslu þáttaraðarinnar, þar á meðal handritsvinnunni. „Mitt hlutverk er að vera límið, frá handritsstiginu upp í tökustigið. Ég þarf að vera á staðnum og vera dálítið maðurinn með svörin þegar á hólminn er komið og hrista hópinn saman þannig að allir stefni í sömu átt,“ segir Sigurjón. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á hér á landi, sem er kannski ekki skrítið því kostnaðurinn við Ófærð er um milljarður króna og er þáttaröðin þar með sú dýrasta í Íslandssögunni. RVK Studios, sem er í eigu Baltasars Kormáks, framleiðir. Fyrirmyndin er fengin að utan en í Bandaríkjunum hefur „showrunner“ haft yfirumsjón með þáttaröðum á borð við House of Cards og Breaking Bad. Danir hafa tekið þetta upp eftir Bandaríkjamönnum eins og þættirnir Forbrydelsen og Borgen bera vott um. Ófærð, eða Trapped, eru drungalegir sakamálaþættir sem gerast á Seyðisfirði og verða sýndir á RÚV á næsta ári. Sigurjón er þessa dagana staddur í Lundarreykjadal þar sem hann lýkur við handrit síðustu tveggja þáttanna í samstarfi með Bretanum Clive Bradley, Klaus Zimmerman, sem hefur framleitt þáttaraðir á borð við Borgia og Transporter, og franska handritsráðgjafanum Soniu Moyerson. „Ég hef alltaf haft mjög góða reynslu af hópvinnu, alveg síðan við vorum í Fóstbræðrum í gamla daga,“ segir Sigurjón, sem byrjaði að skrifa handritið fyrir tveimur árum með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni. Eftir að þeir sneru sér að öðrum verkefnum hóf hann samstarf með erlenda hópnum. Handritsvinnunni lýkur formlega um áramótin. „Við förum líklega í tökur án þess að nokkur viti hver morðinginn er, nema við. Maður þurfti að vera dálítið með pókerfésið í framan þegar leikararnir voru að spyrja mig. Þeir mega ekkert vita. Þetta er á „need to know basis“ eins og sagt er.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira