Fyrsti „showrunner“ Íslands Freyr Bjarnason skrifar 28. október 2014 09:00 Sigurjón Kjartansson hefur yfirumsjón með framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð. Hér er hann ásamt bróður sínum, kvikmyndagerðarmanninum Sindra. Fréttablaðið/Anton „Við tókum þessa ákvörðun að fara á næsta stig með þetta,“ segir Sigurjón Kjartansson. Hann er svokallaður „showrunner“ sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð sem verður frumsýnd á næsta ári. Það þýðir að hann hefur yfirumsjón með framleiðslu þáttaraðarinnar, þar á meðal handritsvinnunni. „Mitt hlutverk er að vera límið, frá handritsstiginu upp í tökustigið. Ég þarf að vera á staðnum og vera dálítið maðurinn með svörin þegar á hólminn er komið og hrista hópinn saman þannig að allir stefni í sömu átt,“ segir Sigurjón. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á hér á landi, sem er kannski ekki skrítið því kostnaðurinn við Ófærð er um milljarður króna og er þáttaröðin þar með sú dýrasta í Íslandssögunni. RVK Studios, sem er í eigu Baltasars Kormáks, framleiðir. Fyrirmyndin er fengin að utan en í Bandaríkjunum hefur „showrunner“ haft yfirumsjón með þáttaröðum á borð við House of Cards og Breaking Bad. Danir hafa tekið þetta upp eftir Bandaríkjamönnum eins og þættirnir Forbrydelsen og Borgen bera vott um. Ófærð, eða Trapped, eru drungalegir sakamálaþættir sem gerast á Seyðisfirði og verða sýndir á RÚV á næsta ári. Sigurjón er þessa dagana staddur í Lundarreykjadal þar sem hann lýkur við handrit síðustu tveggja þáttanna í samstarfi með Bretanum Clive Bradley, Klaus Zimmerman, sem hefur framleitt þáttaraðir á borð við Borgia og Transporter, og franska handritsráðgjafanum Soniu Moyerson. „Ég hef alltaf haft mjög góða reynslu af hópvinnu, alveg síðan við vorum í Fóstbræðrum í gamla daga,“ segir Sigurjón, sem byrjaði að skrifa handritið fyrir tveimur árum með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni. Eftir að þeir sneru sér að öðrum verkefnum hóf hann samstarf með erlenda hópnum. Handritsvinnunni lýkur formlega um áramótin. „Við förum líklega í tökur án þess að nokkur viti hver morðinginn er, nema við. Maður þurfti að vera dálítið með pókerfésið í framan þegar leikararnir voru að spyrja mig. Þeir mega ekkert vita. Þetta er á „need to know basis“ eins og sagt er.“ Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
„Við tókum þessa ákvörðun að fara á næsta stig með þetta,“ segir Sigurjón Kjartansson. Hann er svokallaður „showrunner“ sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð sem verður frumsýnd á næsta ári. Það þýðir að hann hefur yfirumsjón með framleiðslu þáttaraðarinnar, þar á meðal handritsvinnunni. „Mitt hlutverk er að vera límið, frá handritsstiginu upp í tökustigið. Ég þarf að vera á staðnum og vera dálítið maðurinn með svörin þegar á hólminn er komið og hrista hópinn saman þannig að allir stefni í sömu átt,“ segir Sigurjón. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á hér á landi, sem er kannski ekki skrítið því kostnaðurinn við Ófærð er um milljarður króna og er þáttaröðin þar með sú dýrasta í Íslandssögunni. RVK Studios, sem er í eigu Baltasars Kormáks, framleiðir. Fyrirmyndin er fengin að utan en í Bandaríkjunum hefur „showrunner“ haft yfirumsjón með þáttaröðum á borð við House of Cards og Breaking Bad. Danir hafa tekið þetta upp eftir Bandaríkjamönnum eins og þættirnir Forbrydelsen og Borgen bera vott um. Ófærð, eða Trapped, eru drungalegir sakamálaþættir sem gerast á Seyðisfirði og verða sýndir á RÚV á næsta ári. Sigurjón er þessa dagana staddur í Lundarreykjadal þar sem hann lýkur við handrit síðustu tveggja þáttanna í samstarfi með Bretanum Clive Bradley, Klaus Zimmerman, sem hefur framleitt þáttaraðir á borð við Borgia og Transporter, og franska handritsráðgjafanum Soniu Moyerson. „Ég hef alltaf haft mjög góða reynslu af hópvinnu, alveg síðan við vorum í Fóstbræðrum í gamla daga,“ segir Sigurjón, sem byrjaði að skrifa handritið fyrir tveimur árum með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni. Eftir að þeir sneru sér að öðrum verkefnum hóf hann samstarf með erlenda hópnum. Handritsvinnunni lýkur formlega um áramótin. „Við förum líklega í tökur án þess að nokkur viti hver morðinginn er, nema við. Maður þurfti að vera dálítið með pókerfésið í framan þegar leikararnir voru að spyrja mig. Þeir mega ekkert vita. Þetta er á „need to know basis“ eins og sagt er.“
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein