Grátkór Landspítala Lýður Árnason skrifar 27. október 2014 07:00 Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun