Lostafullar verur á fögrum felustað Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2014 10:00 Meadow er fyrsta verk Brians sem hann vinnur með Íslenska dansflokknum. Hann segist þó njóta þess enn betur að dansa en að semja eigin verk, enda sé hann fullkomlega í núinu uppi á sviði. vísir/vilhelm Verk Brians Gerke, Meadow, er fyrsta dansverkið sem hann semur einn síns liðs fyrir Íslenska dansflokkinn og verður það frumsýnt í kvöld á sýningunni Emotional. Gleðin var helsti innblástur Brians. „Þegar ég samdi verkið var ég á þeim stað í lífi mínu að ég þurfti virkilega á því að halda að muna eftir gleðinni, skynjun líkama míns, svita og svo framvegis. Ég hafði upplifað erfiðan tíma og mér fannst ég þurfa að vera meðvitaður um að muna eftir því góða og fallega í lífi mínu,“ segir Brian, sem flutti til Íslands fyrir sjö árum. Þegar hann fór í heimsókn til foreldra sinna á æskuslóðirnar í Montana í Bandaríkjunum fékk hann innblástur fyrir verkið. „Ég er mjög hrifinn af gömlu Disney-myndunum, eins og Lísu í Undralandi og Fantasíu, og dularfullu verunum og dýrunum í þeim. Síðan þegar ég var í Montana og horfði á stórkostlegt landslagið þar fór ég að hugsa um hversu mörg falin vötn og sléttur eru í skógunum, sem enginn veit af. Það þótti mér ótrúlega heillandi og ég ímyndaði mér að alls kyns dýr byggju á felustaðnum og hugsaði um hvernig þau myndu haga sér, berjast, elskast og leika.“Meadow eftir Brian GerkeÚt frá hugmyndum um gleði, Disney-verur og felustaði í skóginum fór Brian að sjá fyrir sér dansara dansflokksins á hreyfingu sem tjáði þessar tilfinningar. „Meadow er í raun blanda af minningu og fantasíu. Ég myndi lýsa verkinu sem lostafullu, gleðilegu, fullu af gáska og fallega saklausu.“ Brian talar fallega um samstarfsfólk sitt í Íslenska dansflokknum og segist hafa viljað vinna verkið með þeim vegna ótrúlegra hæfileika þeirra. „Allir dansararnir eru svo hæfileikaríkir og hver og einn dansari er einstakur. Þau eru eins og ofurhetjulið, hver og einn með sinn einstaka ofurkraft.“ Brian líður vel á Íslandi og heillast af því hversu duglegir Íslendingar eru að sækja listviðburði. „Íslendingar fara í leikhús eins og Bandaríkjamenn fara í bíó. Það er yndislegt og ég vona að yngri kynslóðir haldi þessu áfram. Vonandi munu fleiri Íslendingar sækja sýningar dansflokksins. Ég held að fæstir átti sig á því að hér á landi starfar dansflokkur á heimsmælikvarða, sem er þekktur og virtur úti í heimi. Það er fyndið en Íslenski dansflokkurinn er í raun frægari erlendis en hér heima.“ Sýningin Emotional samanstendur af tveimur dansverkum, Meadow og EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Verk Brians verður frumsýnt í kvöld ásamt verkinu EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Verk Brians Gerke, Meadow, er fyrsta dansverkið sem hann semur einn síns liðs fyrir Íslenska dansflokkinn og verður það frumsýnt í kvöld á sýningunni Emotional. Gleðin var helsti innblástur Brians. „Þegar ég samdi verkið var ég á þeim stað í lífi mínu að ég þurfti virkilega á því að halda að muna eftir gleðinni, skynjun líkama míns, svita og svo framvegis. Ég hafði upplifað erfiðan tíma og mér fannst ég þurfa að vera meðvitaður um að muna eftir því góða og fallega í lífi mínu,“ segir Brian, sem flutti til Íslands fyrir sjö árum. Þegar hann fór í heimsókn til foreldra sinna á æskuslóðirnar í Montana í Bandaríkjunum fékk hann innblástur fyrir verkið. „Ég er mjög hrifinn af gömlu Disney-myndunum, eins og Lísu í Undralandi og Fantasíu, og dularfullu verunum og dýrunum í þeim. Síðan þegar ég var í Montana og horfði á stórkostlegt landslagið þar fór ég að hugsa um hversu mörg falin vötn og sléttur eru í skógunum, sem enginn veit af. Það þótti mér ótrúlega heillandi og ég ímyndaði mér að alls kyns dýr byggju á felustaðnum og hugsaði um hvernig þau myndu haga sér, berjast, elskast og leika.“Meadow eftir Brian GerkeÚt frá hugmyndum um gleði, Disney-verur og felustaði í skóginum fór Brian að sjá fyrir sér dansara dansflokksins á hreyfingu sem tjáði þessar tilfinningar. „Meadow er í raun blanda af minningu og fantasíu. Ég myndi lýsa verkinu sem lostafullu, gleðilegu, fullu af gáska og fallega saklausu.“ Brian talar fallega um samstarfsfólk sitt í Íslenska dansflokknum og segist hafa viljað vinna verkið með þeim vegna ótrúlegra hæfileika þeirra. „Allir dansararnir eru svo hæfileikaríkir og hver og einn dansari er einstakur. Þau eru eins og ofurhetjulið, hver og einn með sinn einstaka ofurkraft.“ Brian líður vel á Íslandi og heillast af því hversu duglegir Íslendingar eru að sækja listviðburði. „Íslendingar fara í leikhús eins og Bandaríkjamenn fara í bíó. Það er yndislegt og ég vona að yngri kynslóðir haldi þessu áfram. Vonandi munu fleiri Íslendingar sækja sýningar dansflokksins. Ég held að fæstir átti sig á því að hér á landi starfar dansflokkur á heimsmælikvarða, sem er þekktur og virtur úti í heimi. Það er fyndið en Íslenski dansflokkurinn er í raun frægari erlendis en hér heima.“ Sýningin Emotional samanstendur af tveimur dansverkum, Meadow og EMO1994 eftir Ole Martin Meland. Verk Brians verður frumsýnt í kvöld ásamt verkinu EMO1994 eftir Ole Martin Meland.
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira