Raunsæ sveitasaga heillaði landann Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 24. október 2014 10:30 Bjarni Harðarson, eigandi Bókaútgáfunnar Sæmundar, er alltaf að grúska í gömlum bókum. Hann hefur mikinn hug á að endurútgefa einhverjar þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Raunsæ sveitasaga af stéttaskiptingu og baráttu lítilmagnans fyrir 100 árum heillaði landann umfram aðrar sögur í sumar og var þar til nýverið í 1. sæti á metsölulista Eymundsson. Þótt jólabækurnar streymi í bókaverslanir er Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi enn í 7. sæti, þremur mánuðum eftir útkomu bókarinnar. Eftirspurnin var slík að bókin fór þrisvar í prentun. Upplagið er 6.500 eintök, þar af 1.000 harðkiljur, sem Bjarni Harðarson, bóksali og bókaútgefandi á Selfossi, er nýbúinn að dreifa í verslanir. „Tilvalin jólagjöf,“ segir hann að hætti góðs sölumanns. En af hverju ákvað hann að gefa út Afdalabarn? „Bókin er árennileg í útgáfu. Sagan er stutt og ekki þessi klassíska ástarsaga sem Guðrún er frægust fyrir. Vinsældirnar fóru þó fram úr okkar björtustu vonum. Það kom okkur líka skemmtilega á óvart hversu ungt fólk var áhugasamt og að bókin skyldi verða svona vinsæl flugvélabók, eins og metsala í Leifsstöð sannar,“ segir Bjarni. Þegar hann talar um „okkur“ á hann við sig sjálfan og Guðjón Ragnar Jónsson, markaðsstjóra Bókaútgáfunnar Sæmundar. „Guðjón, sem er bókmenntamaður og sveitamaður, á heiðurinn af þessu verkefni og líka málþingi um Guðrúnu frá Lundi í Eymundsson í Austurstræti á laugardaginn. Spurður hvort hann ætli að fylgja Afdalabarni eftir með fleiri bókum eftir Guðrúnu játar hann hvorki né neitar, „Við erum að skoða eitt og annað varðandi útgáfu fleiri bóka eftir hana og fleiri. Mig klæjar líka í lófana að endurvekja góða höfunda, sem verðskulda að vera meiri gaumur gefinn.“Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi birtist fyrst sem framhaldssaga í Nýja kvennablaðinu á árunum 1946-1949.Bjarni nefnir nokkra sem hann hefur augastað á, til dæmis Ragnheiði Jónsdóttur og Kristmann Guðmundsson, samtímafólk Guðrúnar. „Auk Dóru-bókanna og fleiri unglingabóka skrifaði hún Arf, stórmerkilega þjóðfélagsádeilu, og Í skugga Glæsibæjar 1945 þar sem Gaulverjabær er fyrirmyndin og atburðir sem þar gerðust. Hálfgerð hvítflibbaglæpasaga. Hvorki Guðrún né Ragnheiður voru teknar alvarlega sem rithöfundar þótt bækur þeirra nytu vinsælda hjá almenningi. Konur áttu bara að skrifa barnabækur í þá tíð,“ segir Bjarni. Kristmann Guðmundsson segir hann líka rithöfund, sem ekki hafi notið sannmælis. Eins og Guðrún hafi hann verið góður í að lýsa íslenskum sveitaraunveruleika. „Svo get ég nefnt Guðmund Daníelsson, okkar skáld hér á Selfossi.“ segir Bjarni og bætir við að allt séu þetta bollaleggingar, enda sé hann ekkert farinn að athuga með útgáfurétt og annað slíkt. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Raunsæ sveitasaga af stéttaskiptingu og baráttu lítilmagnans fyrir 100 árum heillaði landann umfram aðrar sögur í sumar og var þar til nýverið í 1. sæti á metsölulista Eymundsson. Þótt jólabækurnar streymi í bókaverslanir er Afdalabarn Guðrúnar frá Lundi enn í 7. sæti, þremur mánuðum eftir útkomu bókarinnar. Eftirspurnin var slík að bókin fór þrisvar í prentun. Upplagið er 6.500 eintök, þar af 1.000 harðkiljur, sem Bjarni Harðarson, bóksali og bókaútgefandi á Selfossi, er nýbúinn að dreifa í verslanir. „Tilvalin jólagjöf,“ segir hann að hætti góðs sölumanns. En af hverju ákvað hann að gefa út Afdalabarn? „Bókin er árennileg í útgáfu. Sagan er stutt og ekki þessi klassíska ástarsaga sem Guðrún er frægust fyrir. Vinsældirnar fóru þó fram úr okkar björtustu vonum. Það kom okkur líka skemmtilega á óvart hversu ungt fólk var áhugasamt og að bókin skyldi verða svona vinsæl flugvélabók, eins og metsala í Leifsstöð sannar,“ segir Bjarni. Þegar hann talar um „okkur“ á hann við sig sjálfan og Guðjón Ragnar Jónsson, markaðsstjóra Bókaútgáfunnar Sæmundar. „Guðjón, sem er bókmenntamaður og sveitamaður, á heiðurinn af þessu verkefni og líka málþingi um Guðrúnu frá Lundi í Eymundsson í Austurstræti á laugardaginn. Spurður hvort hann ætli að fylgja Afdalabarni eftir með fleiri bókum eftir Guðrúnu játar hann hvorki né neitar, „Við erum að skoða eitt og annað varðandi útgáfu fleiri bóka eftir hana og fleiri. Mig klæjar líka í lófana að endurvekja góða höfunda, sem verðskulda að vera meiri gaumur gefinn.“Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi birtist fyrst sem framhaldssaga í Nýja kvennablaðinu á árunum 1946-1949.Bjarni nefnir nokkra sem hann hefur augastað á, til dæmis Ragnheiði Jónsdóttur og Kristmann Guðmundsson, samtímafólk Guðrúnar. „Auk Dóru-bókanna og fleiri unglingabóka skrifaði hún Arf, stórmerkilega þjóðfélagsádeilu, og Í skugga Glæsibæjar 1945 þar sem Gaulverjabær er fyrirmyndin og atburðir sem þar gerðust. Hálfgerð hvítflibbaglæpasaga. Hvorki Guðrún né Ragnheiður voru teknar alvarlega sem rithöfundar þótt bækur þeirra nytu vinsælda hjá almenningi. Konur áttu bara að skrifa barnabækur í þá tíð,“ segir Bjarni. Kristmann Guðmundsson segir hann líka rithöfund, sem ekki hafi notið sannmælis. Eins og Guðrún hafi hann verið góður í að lýsa íslenskum sveitaraunveruleika. „Svo get ég nefnt Guðmund Daníelsson, okkar skáld hér á Selfossi.“ segir Bjarni og bætir við að allt séu þetta bollaleggingar, enda sé hann ekkert farinn að athuga með útgáfurétt og annað slíkt.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira