Opnuðu Botnskálann eftir 16 ár til að skjóta nýja stuttmynd Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. október 2014 11:00 Thelma fékk hugmyndina út frá yfirgefnum kaffihúsum fréttablaðið/valli „Það er franskur keimur af myndinni og dass af súrrealisma, ég vil leyfa hugtakinu „raunverulegt“ að vera svolítið teygjanlegt,“ segir Thelma Marín Jónsdóttir, leikkona og söngkona sem hefur nú leikstýrt fyrstu stuttmynd sinni, Nachtcafé. Myndin gerist á á hinu dularfulla kaffihúsi Nachtcafé sem opnar á miðnætti og er hvorki bundið við ákveðinn stað né tíma. Á þessum fáfarna stað vinnur stórskrýtin þjónustudama sem er eiginlega föst í hlutverki hinnar dæmigerðu amerísku þjónustustúlku. Eitt kvöldið kemur inn par sem á í erjum og eftir að hafa orðið vitni að því uppgötvar þjónustustúlkan eitthvað nýtt um sjálfa sig – hún uppgötvar dansinn. Thelma, sem leikur í Stelpunum á Stöð 2 í haust, lét gera upp Botnskálann í Hvalfirðinum fyrir myndina en hann hefur ekki verið starfræktur í 16 ár. „Ég bjó í Berlín í fyrra og hjólaði daglega fram hjá yfirgefnu rykföllnu kaffihúsi sem á stóð „Nachtcafé“. Þetta kaffihús sótti á mig og vakti athyglina mína, þannig að ég fór að fantasera um þetta kaffihús. Ég keyri mjög reglulega í Hvalfirðinum og Botnskálinn, eins og Nachtcafé í Berlín, hefur alltaf fangað athygli mína og orðið uppspretta að einhvers konar fantasíum og sögum. Af þessum tveimur stöðum spratt hugmyndin að myndinni,“ segir Thelma. Í myndinni leikur einvalalið íslenskra bóhema en þjónustustúlkuna leikur Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld og kærustuparið leika þau Margrét Bjarnadóttir, dansari og Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistarmaður, sem Thelma lét fljúga sérstaklega frá Frakklandi yfir til Íslands til að skjóta myndina. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
„Það er franskur keimur af myndinni og dass af súrrealisma, ég vil leyfa hugtakinu „raunverulegt“ að vera svolítið teygjanlegt,“ segir Thelma Marín Jónsdóttir, leikkona og söngkona sem hefur nú leikstýrt fyrstu stuttmynd sinni, Nachtcafé. Myndin gerist á á hinu dularfulla kaffihúsi Nachtcafé sem opnar á miðnætti og er hvorki bundið við ákveðinn stað né tíma. Á þessum fáfarna stað vinnur stórskrýtin þjónustudama sem er eiginlega föst í hlutverki hinnar dæmigerðu amerísku þjónustustúlku. Eitt kvöldið kemur inn par sem á í erjum og eftir að hafa orðið vitni að því uppgötvar þjónustustúlkan eitthvað nýtt um sjálfa sig – hún uppgötvar dansinn. Thelma, sem leikur í Stelpunum á Stöð 2 í haust, lét gera upp Botnskálann í Hvalfirðinum fyrir myndina en hann hefur ekki verið starfræktur í 16 ár. „Ég bjó í Berlín í fyrra og hjólaði daglega fram hjá yfirgefnu rykföllnu kaffihúsi sem á stóð „Nachtcafé“. Þetta kaffihús sótti á mig og vakti athyglina mína, þannig að ég fór að fantasera um þetta kaffihús. Ég keyri mjög reglulega í Hvalfirðinum og Botnskálinn, eins og Nachtcafé í Berlín, hefur alltaf fangað athygli mína og orðið uppspretta að einhvers konar fantasíum og sögum. Af þessum tveimur stöðum spratt hugmyndin að myndinni,“ segir Thelma. Í myndinni leikur einvalalið íslenskra bóhema en þjónustustúlkuna leikur Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld og kærustuparið leika þau Margrét Bjarnadóttir, dansari og Sigurður Atli Sigurðsson, myndlistarmaður, sem Thelma lét fljúga sérstaklega frá Frakklandi yfir til Íslands til að skjóta myndina.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira