Íslensk stúlka í úrslit í The Voice Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2014 10:01 Hafrún segist hafa notið þess að vera á sviðinu þrátt fyrir stressið. myndir/Sat.1/ProSieben/Claudius Pflug „Ég fylgdist með síðustu seríu þegar hún var í sjónvarpinu í fyrravetur og heillaðist af keppninni og því sem hún stendur fyrir. Ég ákvað því að skrá mig til þátttöku en bjóst hins vegar aldrei við því að ná svona langt, hvað þá að koma fram í þýsku sjónvarpi,“ segir Hafrún Kolbeinsdóttir. Hún þreytti svokallaða blinda áheyrnarprufu í raunveruleikaþættinum The Voice í Þýskalandi en þátturinn með prufu Hafrúnar var sýndur fyrir rúmri viku á sjónvarpsstöðvunum ProSieben og Sat.1. Hafrún setti lag Beyoncé, Crazy in Love, í nýjan búning og heillaði dómarana upp úr skónum. Blindu áheyrnarprufurnar í The Voice fara þannig fram að dómarar hlusta á söng keppenda án þess að sjá þá. Ef þeim líkar það sem þeir heyra ýta þeir á hnapp sem snýr stól þeirra við þannig að þeir berji keppendur augum. Þetta þýðir að dómarar vilja vinna með keppandanum í sjónvarpsseríunni. Á næsta stigi keppninnar etja dómarar tveimur af sínum söngvurum saman og þurfa þeir að syngja sama lagið. Dómari velur þá annan þeirra til að halda áfram. Í lokin standa dómarar uppi með sína eftirlætissöngvara sem keppa um sigur í þáttunum. Eins og sést í myndbandi sem The Voice í Þýskalandi hefur sett á YouTube sneru tveir dómarar sér við þegar Hafrún söng, þau Stefanie Kloss og Rea Garvey. Þetta þýðir að Hafrún er komin í sjötíu manna úrslit í keppninni en ætla má að mörg hundruð manns hafi sótt um að komast í þáttinn.Hafrún ánægð með árangurinn.„Það að fá að standa á þessu sviði og syngja fyrir framan þessa dómara var sannarlega heiður. Að sjálfsögðu var ég stressuð en á sama tíma naut ég þess mikið og fannst ótrúlega gaman að finna stuðninginn frá áhorfendum. Áður en ég fór á svið var ég búin að taka þá ákvörðun að einbeita mér sem minnst að dómurunum, en reyna frekar að njóta augnabliksins og gera mitt besta, ég tók því ekki eftir því alveg strax að þau hefðu snúið sér við, en þegar ég gerði mér grein fyrir því varð ég bara ótrúlega hrærð og glöð,“ segir Hafrún. Er hún sigurviss? „Ég skráði mig í raun aldrei í keppnina með það sem markmið að vinna. Auðvitað væri það ótrúlega skemmtilegt, en ég lít líka svo á að sú reynsla og þau sambönd sem ég hef nú þegar komið mér upp í kringum keppnina séu ótrúlega dýrmæt. Því gerir það þessa lífsreynslu algjörlega þess virði.“ Hafrún hefur verið búsett í Þýskalandi síðan í ágúst í fyrra en síðastliðið ár hefur hún verið að vinna á hóteli. Hún hefur aldrei lært söng en æfði píanóleik í rúm sjö ár og byrjaði að læra á gítar fyrir nokkrum árum. Hún má ekkert gefa upp um framhaldið í The Voice þar sem hún er samningsbundin en hún er með Facebook-síðu þar sem áhugasamir geta fylgst með þátttöku hennar í The Voice. Hvernig sem fer í þáttunum ætlar Hafrún að halda áfram í tónlist. „Það að starfa við tónlist er tvímælalaust draumur minn í framtíðinni, hvort sem það verður hér á landi eða annars staðar.“Hafrún knúsar Stefanie Kloss.Fjórar milljónir horfa á hvern þátt The Voice er „format“-þáttur sem er byggður á raunveruleikaþættinum The Voice of Holland sem búinn var til af hollenska sjónvarpsframleiðandanum John de Mol. Þættirnir hófu göngu sína í Hollandi árið 2010 og slógu umsvifalaust í gegn. Ári síðar hófu þættirnir göngu sína í öðrum löndum en lönd sem hafa búið til sína eigin útgáfu af The Voice eru til að mynda Bandaríkin, Svíþjóð, Spánn, Sviss, Pólland, Filippseyjar, Noregur, Perú, Mexíkó, Írland, Indland, Danmörk, Finnland, Frakkland og Bretland. Þættirnir eru í beinni samkeppni við söngþættina Idol og X Factor. The Voice í Þýskalandi hóf göngu sína árið 2011 en serían sem Hafrún keppir í er sú fjórða. Að meðaltali hafa um fjórar milljónir manna horft á hvern þátt í hinum þremur seríunum. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Connie Francis er látin Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Sjá meira
„Ég fylgdist með síðustu seríu þegar hún var í sjónvarpinu í fyrravetur og heillaðist af keppninni og því sem hún stendur fyrir. Ég ákvað því að skrá mig til þátttöku en bjóst hins vegar aldrei við því að ná svona langt, hvað þá að koma fram í þýsku sjónvarpi,“ segir Hafrún Kolbeinsdóttir. Hún þreytti svokallaða blinda áheyrnarprufu í raunveruleikaþættinum The Voice í Þýskalandi en þátturinn með prufu Hafrúnar var sýndur fyrir rúmri viku á sjónvarpsstöðvunum ProSieben og Sat.1. Hafrún setti lag Beyoncé, Crazy in Love, í nýjan búning og heillaði dómarana upp úr skónum. Blindu áheyrnarprufurnar í The Voice fara þannig fram að dómarar hlusta á söng keppenda án þess að sjá þá. Ef þeim líkar það sem þeir heyra ýta þeir á hnapp sem snýr stól þeirra við þannig að þeir berji keppendur augum. Þetta þýðir að dómarar vilja vinna með keppandanum í sjónvarpsseríunni. Á næsta stigi keppninnar etja dómarar tveimur af sínum söngvurum saman og þurfa þeir að syngja sama lagið. Dómari velur þá annan þeirra til að halda áfram. Í lokin standa dómarar uppi með sína eftirlætissöngvara sem keppa um sigur í þáttunum. Eins og sést í myndbandi sem The Voice í Þýskalandi hefur sett á YouTube sneru tveir dómarar sér við þegar Hafrún söng, þau Stefanie Kloss og Rea Garvey. Þetta þýðir að Hafrún er komin í sjötíu manna úrslit í keppninni en ætla má að mörg hundruð manns hafi sótt um að komast í þáttinn.Hafrún ánægð með árangurinn.„Það að fá að standa á þessu sviði og syngja fyrir framan þessa dómara var sannarlega heiður. Að sjálfsögðu var ég stressuð en á sama tíma naut ég þess mikið og fannst ótrúlega gaman að finna stuðninginn frá áhorfendum. Áður en ég fór á svið var ég búin að taka þá ákvörðun að einbeita mér sem minnst að dómurunum, en reyna frekar að njóta augnabliksins og gera mitt besta, ég tók því ekki eftir því alveg strax að þau hefðu snúið sér við, en þegar ég gerði mér grein fyrir því varð ég bara ótrúlega hrærð og glöð,“ segir Hafrún. Er hún sigurviss? „Ég skráði mig í raun aldrei í keppnina með það sem markmið að vinna. Auðvitað væri það ótrúlega skemmtilegt, en ég lít líka svo á að sú reynsla og þau sambönd sem ég hef nú þegar komið mér upp í kringum keppnina séu ótrúlega dýrmæt. Því gerir það þessa lífsreynslu algjörlega þess virði.“ Hafrún hefur verið búsett í Þýskalandi síðan í ágúst í fyrra en síðastliðið ár hefur hún verið að vinna á hóteli. Hún hefur aldrei lært söng en æfði píanóleik í rúm sjö ár og byrjaði að læra á gítar fyrir nokkrum árum. Hún má ekkert gefa upp um framhaldið í The Voice þar sem hún er samningsbundin en hún er með Facebook-síðu þar sem áhugasamir geta fylgst með þátttöku hennar í The Voice. Hvernig sem fer í þáttunum ætlar Hafrún að halda áfram í tónlist. „Það að starfa við tónlist er tvímælalaust draumur minn í framtíðinni, hvort sem það verður hér á landi eða annars staðar.“Hafrún knúsar Stefanie Kloss.Fjórar milljónir horfa á hvern þátt The Voice er „format“-þáttur sem er byggður á raunveruleikaþættinum The Voice of Holland sem búinn var til af hollenska sjónvarpsframleiðandanum John de Mol. Þættirnir hófu göngu sína í Hollandi árið 2010 og slógu umsvifalaust í gegn. Ári síðar hófu þættirnir göngu sína í öðrum löndum en lönd sem hafa búið til sína eigin útgáfu af The Voice eru til að mynda Bandaríkin, Svíþjóð, Spánn, Sviss, Pólland, Filippseyjar, Noregur, Perú, Mexíkó, Írland, Indland, Danmörk, Finnland, Frakkland og Bretland. Þættirnir eru í beinni samkeppni við söngþættina Idol og X Factor. The Voice í Þýskalandi hóf göngu sína árið 2011 en serían sem Hafrún keppir í er sú fjórða. Að meðaltali hafa um fjórar milljónir manna horft á hvern þátt í hinum þremur seríunum.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Connie Francis er látin Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Sjá meira