Íslensk stúlka í úrslit í The Voice Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2014 10:01 Hafrún segist hafa notið þess að vera á sviðinu þrátt fyrir stressið. myndir/Sat.1/ProSieben/Claudius Pflug „Ég fylgdist með síðustu seríu þegar hún var í sjónvarpinu í fyrravetur og heillaðist af keppninni og því sem hún stendur fyrir. Ég ákvað því að skrá mig til þátttöku en bjóst hins vegar aldrei við því að ná svona langt, hvað þá að koma fram í þýsku sjónvarpi,“ segir Hafrún Kolbeinsdóttir. Hún þreytti svokallaða blinda áheyrnarprufu í raunveruleikaþættinum The Voice í Þýskalandi en þátturinn með prufu Hafrúnar var sýndur fyrir rúmri viku á sjónvarpsstöðvunum ProSieben og Sat.1. Hafrún setti lag Beyoncé, Crazy in Love, í nýjan búning og heillaði dómarana upp úr skónum. Blindu áheyrnarprufurnar í The Voice fara þannig fram að dómarar hlusta á söng keppenda án þess að sjá þá. Ef þeim líkar það sem þeir heyra ýta þeir á hnapp sem snýr stól þeirra við þannig að þeir berji keppendur augum. Þetta þýðir að dómarar vilja vinna með keppandanum í sjónvarpsseríunni. Á næsta stigi keppninnar etja dómarar tveimur af sínum söngvurum saman og þurfa þeir að syngja sama lagið. Dómari velur þá annan þeirra til að halda áfram. Í lokin standa dómarar uppi með sína eftirlætissöngvara sem keppa um sigur í þáttunum. Eins og sést í myndbandi sem The Voice í Þýskalandi hefur sett á YouTube sneru tveir dómarar sér við þegar Hafrún söng, þau Stefanie Kloss og Rea Garvey. Þetta þýðir að Hafrún er komin í sjötíu manna úrslit í keppninni en ætla má að mörg hundruð manns hafi sótt um að komast í þáttinn.Hafrún ánægð með árangurinn.„Það að fá að standa á þessu sviði og syngja fyrir framan þessa dómara var sannarlega heiður. Að sjálfsögðu var ég stressuð en á sama tíma naut ég þess mikið og fannst ótrúlega gaman að finna stuðninginn frá áhorfendum. Áður en ég fór á svið var ég búin að taka þá ákvörðun að einbeita mér sem minnst að dómurunum, en reyna frekar að njóta augnabliksins og gera mitt besta, ég tók því ekki eftir því alveg strax að þau hefðu snúið sér við, en þegar ég gerði mér grein fyrir því varð ég bara ótrúlega hrærð og glöð,“ segir Hafrún. Er hún sigurviss? „Ég skráði mig í raun aldrei í keppnina með það sem markmið að vinna. Auðvitað væri það ótrúlega skemmtilegt, en ég lít líka svo á að sú reynsla og þau sambönd sem ég hef nú þegar komið mér upp í kringum keppnina séu ótrúlega dýrmæt. Því gerir það þessa lífsreynslu algjörlega þess virði.“ Hafrún hefur verið búsett í Þýskalandi síðan í ágúst í fyrra en síðastliðið ár hefur hún verið að vinna á hóteli. Hún hefur aldrei lært söng en æfði píanóleik í rúm sjö ár og byrjaði að læra á gítar fyrir nokkrum árum. Hún má ekkert gefa upp um framhaldið í The Voice þar sem hún er samningsbundin en hún er með Facebook-síðu þar sem áhugasamir geta fylgst með þátttöku hennar í The Voice. Hvernig sem fer í þáttunum ætlar Hafrún að halda áfram í tónlist. „Það að starfa við tónlist er tvímælalaust draumur minn í framtíðinni, hvort sem það verður hér á landi eða annars staðar.“Hafrún knúsar Stefanie Kloss.Fjórar milljónir horfa á hvern þátt The Voice er „format“-þáttur sem er byggður á raunveruleikaþættinum The Voice of Holland sem búinn var til af hollenska sjónvarpsframleiðandanum John de Mol. Þættirnir hófu göngu sína í Hollandi árið 2010 og slógu umsvifalaust í gegn. Ári síðar hófu þættirnir göngu sína í öðrum löndum en lönd sem hafa búið til sína eigin útgáfu af The Voice eru til að mynda Bandaríkin, Svíþjóð, Spánn, Sviss, Pólland, Filippseyjar, Noregur, Perú, Mexíkó, Írland, Indland, Danmörk, Finnland, Frakkland og Bretland. Þættirnir eru í beinni samkeppni við söngþættina Idol og X Factor. The Voice í Þýskalandi hóf göngu sína árið 2011 en serían sem Hafrún keppir í er sú fjórða. Að meðaltali hafa um fjórar milljónir manna horft á hvern þátt í hinum þremur seríunum. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Ég fylgdist með síðustu seríu þegar hún var í sjónvarpinu í fyrravetur og heillaðist af keppninni og því sem hún stendur fyrir. Ég ákvað því að skrá mig til þátttöku en bjóst hins vegar aldrei við því að ná svona langt, hvað þá að koma fram í þýsku sjónvarpi,“ segir Hafrún Kolbeinsdóttir. Hún þreytti svokallaða blinda áheyrnarprufu í raunveruleikaþættinum The Voice í Þýskalandi en þátturinn með prufu Hafrúnar var sýndur fyrir rúmri viku á sjónvarpsstöðvunum ProSieben og Sat.1. Hafrún setti lag Beyoncé, Crazy in Love, í nýjan búning og heillaði dómarana upp úr skónum. Blindu áheyrnarprufurnar í The Voice fara þannig fram að dómarar hlusta á söng keppenda án þess að sjá þá. Ef þeim líkar það sem þeir heyra ýta þeir á hnapp sem snýr stól þeirra við þannig að þeir berji keppendur augum. Þetta þýðir að dómarar vilja vinna með keppandanum í sjónvarpsseríunni. Á næsta stigi keppninnar etja dómarar tveimur af sínum söngvurum saman og þurfa þeir að syngja sama lagið. Dómari velur þá annan þeirra til að halda áfram. Í lokin standa dómarar uppi með sína eftirlætissöngvara sem keppa um sigur í þáttunum. Eins og sést í myndbandi sem The Voice í Þýskalandi hefur sett á YouTube sneru tveir dómarar sér við þegar Hafrún söng, þau Stefanie Kloss og Rea Garvey. Þetta þýðir að Hafrún er komin í sjötíu manna úrslit í keppninni en ætla má að mörg hundruð manns hafi sótt um að komast í þáttinn.Hafrún ánægð með árangurinn.„Það að fá að standa á þessu sviði og syngja fyrir framan þessa dómara var sannarlega heiður. Að sjálfsögðu var ég stressuð en á sama tíma naut ég þess mikið og fannst ótrúlega gaman að finna stuðninginn frá áhorfendum. Áður en ég fór á svið var ég búin að taka þá ákvörðun að einbeita mér sem minnst að dómurunum, en reyna frekar að njóta augnabliksins og gera mitt besta, ég tók því ekki eftir því alveg strax að þau hefðu snúið sér við, en þegar ég gerði mér grein fyrir því varð ég bara ótrúlega hrærð og glöð,“ segir Hafrún. Er hún sigurviss? „Ég skráði mig í raun aldrei í keppnina með það sem markmið að vinna. Auðvitað væri það ótrúlega skemmtilegt, en ég lít líka svo á að sú reynsla og þau sambönd sem ég hef nú þegar komið mér upp í kringum keppnina séu ótrúlega dýrmæt. Því gerir það þessa lífsreynslu algjörlega þess virði.“ Hafrún hefur verið búsett í Þýskalandi síðan í ágúst í fyrra en síðastliðið ár hefur hún verið að vinna á hóteli. Hún hefur aldrei lært söng en æfði píanóleik í rúm sjö ár og byrjaði að læra á gítar fyrir nokkrum árum. Hún má ekkert gefa upp um framhaldið í The Voice þar sem hún er samningsbundin en hún er með Facebook-síðu þar sem áhugasamir geta fylgst með þátttöku hennar í The Voice. Hvernig sem fer í þáttunum ætlar Hafrún að halda áfram í tónlist. „Það að starfa við tónlist er tvímælalaust draumur minn í framtíðinni, hvort sem það verður hér á landi eða annars staðar.“Hafrún knúsar Stefanie Kloss.Fjórar milljónir horfa á hvern þátt The Voice er „format“-þáttur sem er byggður á raunveruleikaþættinum The Voice of Holland sem búinn var til af hollenska sjónvarpsframleiðandanum John de Mol. Þættirnir hófu göngu sína í Hollandi árið 2010 og slógu umsvifalaust í gegn. Ári síðar hófu þættirnir göngu sína í öðrum löndum en lönd sem hafa búið til sína eigin útgáfu af The Voice eru til að mynda Bandaríkin, Svíþjóð, Spánn, Sviss, Pólland, Filippseyjar, Noregur, Perú, Mexíkó, Írland, Indland, Danmörk, Finnland, Frakkland og Bretland. Þættirnir eru í beinni samkeppni við söngþættina Idol og X Factor. The Voice í Þýskalandi hóf göngu sína árið 2011 en serían sem Hafrún keppir í er sú fjórða. Að meðaltali hafa um fjórar milljónir manna horft á hvern þátt í hinum þremur seríunum.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira