Lesa hrollvekjur með hjartað í buxunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2014 11:00 Nína Snorradóttir og Elín Ýr Arnardóttir eru meðal liðsmanna Kommóðu Kalígarís. Kommóða Kalígarís, áhugafólk um hrollvekjur, hefur safnað saman sex manna liði til að taka þátt í lestrarkeppninni Allir lesa en hópurinn fer sístækkandi með degi hverjum. Hrollvekjuáhugamenn hafa skráð sig í liðakeppni sem snýst um hversu miklum tíma er varið í lestur á meðan keppni stendur. „Við erum með hóp á Facebook þar sem við spjöllum aðallega um kvikmyndir en núna ætlum við að breyta til og lesa,“ segir Nína Snorradóttir, einn liðsmanna. „Planið er að hittast einu sinni í viku meðan á keppninni stendur og spjalla um bækurnar en þess á milli mun hver og einn sitja í sínu horni og lesa eins og vindurinn.“ Nína segir áhugafélagið vera frábæran vettvang til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál. „Þetta er alls konar fólk frá sextán ára til níræðs sem hefur áhuga á hrollvekjum. Enginn í mínu nánasta umhverfi hefur gaman af hryllingsmyndum þannig að það er æðislegt að fá að tala um þær og einhver nennir að hlusta á mann. Svo skapast áhugaverðar samræður á vefnum og við höfum líka talað um að hittast og horfa saman á myndir enda er ekki alltaf gott að vera einn að horfa á hryllingsmynd.“ Nína er komin með þéttan bókalista fyrir keppnina. Þar á meðal Drakúla, Frankenstein, The Shining og fleiri klassískar hrollvekjur. Hún ætlar þó ekki eingöngu að lesa um hrylling enda er það ekki skilyrði fyrir þátttöku í liðinu. En af hverju svona mikill áhugi á hrollvekjum? „Það er misjafnt eftir fólki. Sumir spá mikið í myndatöku, hljóð og brellur. Aðrir eru meira í klassísku myndunum. Ég persónulega vil bara fá hjartað til að pumpa og verða skíthrædd,“ segir Nína hlæjandi að lokum. Allir lesa hefst á miðnætti á morgun og stendur til 16. nóvember sem er dagur íslenskrar tungu.Keppni um mestan lestur Alls kyns vinnustaðir, vinahópar, félög og fjölskyldur hafa skráð sig til leiks í liðakeppninni sem hefst á miðnætti á morgun. Meðal þátttakenda: Eignastýringarsvið ÍslandsbankaKvenréttindafélag Íslands Ungir fjárfestarFágun – félag áhugamanna um gerjunStarfsmenn bókasafna og lánþegar mynda saman liðAkureyrarstofa – sem hefur skorað á önnur sveitarfélög en sjá má samanburð eftir búsetu á síðu leiksins allirlesa.is Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Kommóða Kalígarís, áhugafólk um hrollvekjur, hefur safnað saman sex manna liði til að taka þátt í lestrarkeppninni Allir lesa en hópurinn fer sístækkandi með degi hverjum. Hrollvekjuáhugamenn hafa skráð sig í liðakeppni sem snýst um hversu miklum tíma er varið í lestur á meðan keppni stendur. „Við erum með hóp á Facebook þar sem við spjöllum aðallega um kvikmyndir en núna ætlum við að breyta til og lesa,“ segir Nína Snorradóttir, einn liðsmanna. „Planið er að hittast einu sinni í viku meðan á keppninni stendur og spjalla um bækurnar en þess á milli mun hver og einn sitja í sínu horni og lesa eins og vindurinn.“ Nína segir áhugafélagið vera frábæran vettvang til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál. „Þetta er alls konar fólk frá sextán ára til níræðs sem hefur áhuga á hrollvekjum. Enginn í mínu nánasta umhverfi hefur gaman af hryllingsmyndum þannig að það er æðislegt að fá að tala um þær og einhver nennir að hlusta á mann. Svo skapast áhugaverðar samræður á vefnum og við höfum líka talað um að hittast og horfa saman á myndir enda er ekki alltaf gott að vera einn að horfa á hryllingsmynd.“ Nína er komin með þéttan bókalista fyrir keppnina. Þar á meðal Drakúla, Frankenstein, The Shining og fleiri klassískar hrollvekjur. Hún ætlar þó ekki eingöngu að lesa um hrylling enda er það ekki skilyrði fyrir þátttöku í liðinu. En af hverju svona mikill áhugi á hrollvekjum? „Það er misjafnt eftir fólki. Sumir spá mikið í myndatöku, hljóð og brellur. Aðrir eru meira í klassísku myndunum. Ég persónulega vil bara fá hjartað til að pumpa og verða skíthrædd,“ segir Nína hlæjandi að lokum. Allir lesa hefst á miðnætti á morgun og stendur til 16. nóvember sem er dagur íslenskrar tungu.Keppni um mestan lestur Alls kyns vinnustaðir, vinahópar, félög og fjölskyldur hafa skráð sig til leiks í liðakeppninni sem hefst á miðnætti á morgun. Meðal þátttakenda: Eignastýringarsvið ÍslandsbankaKvenréttindafélag Íslands Ungir fjárfestarFágun – félag áhugamanna um gerjunStarfsmenn bókasafna og lánþegar mynda saman liðAkureyrarstofa – sem hefur skorað á önnur sveitarfélög en sjá má samanburð eftir búsetu á síðu leiksins allirlesa.is
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira