Buxnahvíslarinn vekur athygli Elín Albertsdóttir skrifar 16. október 2014 10:00 Joshua veit allt um gallabuxur en líka eftir hverju viðskiptavinurinn er að leita. vísir/GVA Joshua Reuben David er mesti sérfræðingur landsins í gallabuxum og hefur einstaka hæfileika til að finna réttu buxurnar fyrir viðskiptavininn. Hann segir að konur taki of stórt númer af gallabuxum. Joshua er hress og glaðlegur. Hann tekur á móti viðskiptavinum í Levi‘s-búðinni í Kringlunni, þar sem hann starfar, og veit nákvæmlega hvernig buxur viðkomandi vill. Joshua vekur athygli þeirra sem koma í búðina og fyrir ári varð hann efni í Bakþankaspistil í Fréttablaðinu. „Nú þarf svo sem ekki ófreskan mann til að draga þá ályktun að karlmaður í gallabuxnabúð sé að leita sér að gallabuxum en allt háttalag mannsins orkaði á mig eins og hann byggi yfir sjötta skilningarvitinu. Þegar hann rétti mér pokann með nýju buxunum, sem hvað sem verðmiðanum leið kostuðu lágmarksómak, bauð hann mig velkominn aftur. „Eftir hverjum á ég að spyrja?“ spurði ég. „Þeir kalla mig buxnahvíslarann.“,“ sagði í pistlinum.Ekki sýna píparannJoshua segir það rétt að hann sé kallaður buxnahvíslarinn, enda hafi hann sextán ára reynslu í afgreiðslustörfum og sé mesti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Þegar hann er spurður hvort það sé vandi að velja gallabuxur, svarar hann: „Já, að sjálfsögðu og konum finnst það sérstaklega. Þær eru auðvitað mismunandi í vextinum en það góða við Levi‘s-gallabuxur er að þær eru hannaðar með það að leiðarljósi. Ég lít á mjaðmir og rass kvenna og finn réttu gallabuxurnar út frá vextinum. Ástæða þess að konum finnst erfitt að kaupa buxur er að þær hafa slæma reynslu af því. Ég heyri oft að strengurinn í mittið sitji illa og þegar þær beygja sig kemur píparinn í ljós. Strengurinn má ekki að vera of hár en heldur ekki of lágur. Ef buxurnar eru of háar í mittið verður rassinn dropalegur, eins og hann sé að síga niður,“ útskýrir Joshua.Gamla, góða snúran „Konur þurfa auk þess að taka einu númeri minna af gallabuxum en þær telja. Nútímagallabuxur eru þynnri en þær voru. Efnið er blandað pólýester og teygju. Þegar kona mátar buxur þarf hún að hugsa um hvernig þær verða eftir viku en þá hafa þær víkkað um heilt númer. Svo á ekki að þvo gallabuxur oft. Alltaf skal þvo þær á röngunni, nota fljótandi þvottaefni, ekkert mýkingarefni og alls ekki setja þær í þurrkara. Bara gamla, góða snúran,“ segir Joshua. Þegar hann er spurður hvaða snið séu helst í tísku, svarar hann: „Alls konar gallabuxur eru alltaf í tísku en svokallaðar „skinny“ buxur hafa verið mjög vinsælar. Í mínum huga á maður að velja gallabuxur eftir karakter og vexti. Leggjalöng stúlka á auðvitað að sýna leggina og ganga í þröngum buxum. Öðrum fer betur að vera í buxum sem eru lausari um lærin. Annars er hið klassíska snið, Levi‘s 501, mest seldu gallabuxur í heiminum. Gallabuxur eru fyrir allan aldur. Ég hef afgreitt konur yfir áttrætt sem eru flottar í gallabuxum.“Vígvöllur tungunnar Joshua segir að það taki hann 5-10 mínútur að aðstoða karlmann í buxnaleit á meðan það tekur að minnsta kosti hálftíma að sannfæra konur. „Karlmenn hafa þrennt í huga þegar þeir koma inn í búðina, lit, snið og þægilegheit. Konur eru hins vegar alltaf að pæla í rassinum á sér og hafa miklar áhyggjur af rassvösum eða hvernig þeir liggja. Maður lendir stundum á vígvelli tungunnar þegar maður reynir að sannfæra konur í gallabuxnaleit,“ segir buxnahvíslarinn hlæjandi og bætir við: „En þegar maður nálgast þær rétt er það aldrei vandamál. Það á að vera gaman að kaupa sér buxur. Mitt hlutverk er að finna réttu buxurnar og að viðskiptavinurinn gangi ánægður út.“Skemmtilegt starf Joshua starfaði lengi hjá G-Star á meðan sú verslun var starfandi hér og síðan í verslun Sævars Karls. „Ég hef farið á mörg námskeið hjá gallabuxnaframleiðendum og hef sogið í mig allar upplýsingar. Þegar ég fer í innkaupaferðir læri ég líka margt. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf og hlakka alltaf til mánudaga,“ segir Joshua sem bíður spenntur eftir jólaösinni en hann er ætíð reiðubúinn að aðstoða fólk í gallabuxnaleit. Þegar Joshua er ekki í vinnunni dansar hann samkvæmisdansa og stefnir á keppni á nýju ári. „Svo er ég með betri tölvuleikjaspilurum hér á landi,“ segir Joshua sem á íslenska móður en föður frá Filippseyjum sem skýrir nafnið hans. Tengdar fréttir Brókin sem breytti lífi mínu Fátt þykir mér hvimleiðara á þessari kringlu sem við búum á en að fara í Kringluna. Verst af öllu eru fatakaupin, því þótt vissulega sé gaman að vera nýskæddur er umstangið sem því fylgir yfirleitt til ama. 11. júní 2013 00:01 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Joshua Reuben David er mesti sérfræðingur landsins í gallabuxum og hefur einstaka hæfileika til að finna réttu buxurnar fyrir viðskiptavininn. Hann segir að konur taki of stórt númer af gallabuxum. Joshua er hress og glaðlegur. Hann tekur á móti viðskiptavinum í Levi‘s-búðinni í Kringlunni, þar sem hann starfar, og veit nákvæmlega hvernig buxur viðkomandi vill. Joshua vekur athygli þeirra sem koma í búðina og fyrir ári varð hann efni í Bakþankaspistil í Fréttablaðinu. „Nú þarf svo sem ekki ófreskan mann til að draga þá ályktun að karlmaður í gallabuxnabúð sé að leita sér að gallabuxum en allt háttalag mannsins orkaði á mig eins og hann byggi yfir sjötta skilningarvitinu. Þegar hann rétti mér pokann með nýju buxunum, sem hvað sem verðmiðanum leið kostuðu lágmarksómak, bauð hann mig velkominn aftur. „Eftir hverjum á ég að spyrja?“ spurði ég. „Þeir kalla mig buxnahvíslarann.“,“ sagði í pistlinum.Ekki sýna píparannJoshua segir það rétt að hann sé kallaður buxnahvíslarinn, enda hafi hann sextán ára reynslu í afgreiðslustörfum og sé mesti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Þegar hann er spurður hvort það sé vandi að velja gallabuxur, svarar hann: „Já, að sjálfsögðu og konum finnst það sérstaklega. Þær eru auðvitað mismunandi í vextinum en það góða við Levi‘s-gallabuxur er að þær eru hannaðar með það að leiðarljósi. Ég lít á mjaðmir og rass kvenna og finn réttu gallabuxurnar út frá vextinum. Ástæða þess að konum finnst erfitt að kaupa buxur er að þær hafa slæma reynslu af því. Ég heyri oft að strengurinn í mittið sitji illa og þegar þær beygja sig kemur píparinn í ljós. Strengurinn má ekki að vera of hár en heldur ekki of lágur. Ef buxurnar eru of háar í mittið verður rassinn dropalegur, eins og hann sé að síga niður,“ útskýrir Joshua.Gamla, góða snúran „Konur þurfa auk þess að taka einu númeri minna af gallabuxum en þær telja. Nútímagallabuxur eru þynnri en þær voru. Efnið er blandað pólýester og teygju. Þegar kona mátar buxur þarf hún að hugsa um hvernig þær verða eftir viku en þá hafa þær víkkað um heilt númer. Svo á ekki að þvo gallabuxur oft. Alltaf skal þvo þær á röngunni, nota fljótandi þvottaefni, ekkert mýkingarefni og alls ekki setja þær í þurrkara. Bara gamla, góða snúran,“ segir Joshua. Þegar hann er spurður hvaða snið séu helst í tísku, svarar hann: „Alls konar gallabuxur eru alltaf í tísku en svokallaðar „skinny“ buxur hafa verið mjög vinsælar. Í mínum huga á maður að velja gallabuxur eftir karakter og vexti. Leggjalöng stúlka á auðvitað að sýna leggina og ganga í þröngum buxum. Öðrum fer betur að vera í buxum sem eru lausari um lærin. Annars er hið klassíska snið, Levi‘s 501, mest seldu gallabuxur í heiminum. Gallabuxur eru fyrir allan aldur. Ég hef afgreitt konur yfir áttrætt sem eru flottar í gallabuxum.“Vígvöllur tungunnar Joshua segir að það taki hann 5-10 mínútur að aðstoða karlmann í buxnaleit á meðan það tekur að minnsta kosti hálftíma að sannfæra konur. „Karlmenn hafa þrennt í huga þegar þeir koma inn í búðina, lit, snið og þægilegheit. Konur eru hins vegar alltaf að pæla í rassinum á sér og hafa miklar áhyggjur af rassvösum eða hvernig þeir liggja. Maður lendir stundum á vígvelli tungunnar þegar maður reynir að sannfæra konur í gallabuxnaleit,“ segir buxnahvíslarinn hlæjandi og bætir við: „En þegar maður nálgast þær rétt er það aldrei vandamál. Það á að vera gaman að kaupa sér buxur. Mitt hlutverk er að finna réttu buxurnar og að viðskiptavinurinn gangi ánægður út.“Skemmtilegt starf Joshua starfaði lengi hjá G-Star á meðan sú verslun var starfandi hér og síðan í verslun Sævars Karls. „Ég hef farið á mörg námskeið hjá gallabuxnaframleiðendum og hef sogið í mig allar upplýsingar. Þegar ég fer í innkaupaferðir læri ég líka margt. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf og hlakka alltaf til mánudaga,“ segir Joshua sem bíður spenntur eftir jólaösinni en hann er ætíð reiðubúinn að aðstoða fólk í gallabuxnaleit. Þegar Joshua er ekki í vinnunni dansar hann samkvæmisdansa og stefnir á keppni á nýju ári. „Svo er ég með betri tölvuleikjaspilurum hér á landi,“ segir Joshua sem á íslenska móður en föður frá Filippseyjum sem skýrir nafnið hans.
Tengdar fréttir Brókin sem breytti lífi mínu Fátt þykir mér hvimleiðara á þessari kringlu sem við búum á en að fara í Kringluna. Verst af öllu eru fatakaupin, því þótt vissulega sé gaman að vera nýskæddur er umstangið sem því fylgir yfirleitt til ama. 11. júní 2013 00:01 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Brókin sem breytti lífi mínu Fátt þykir mér hvimleiðara á þessari kringlu sem við búum á en að fara í Kringluna. Verst af öllu eru fatakaupin, því þótt vissulega sé gaman að vera nýskæddur er umstangið sem því fylgir yfirleitt til ama. 11. júní 2013 00:01