Myndband á jökli bjargaði hjónabandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 14. október 2014 07:15 Tignarleg - Búningurinn er eftir Fiona Cribben en hálsfestin eftir Benas Staskauskas. Mynd eftir Jeaneen Lund. „Við skutum þar til ég gat ekki líkamlega haldið áfram vegna kulda, sársauka og ógleði. Undir lokin var ég full vonar,“ segir listakonan Kitty-Von Sometime, sem skaut afar persónulegt myndband á Langjökli í seinasta mánuði. Myndbandið OPUS/YOU AGAIN var samstarf með hljómsveitinni Árstíðum sem gerði tónlistina. Það er lofgjörð til eiginkonu Kitty, bandarísku söngkonunnar Yes Alexander, sem hafði farið frá henni nokkrum mánuðum áður. Þau tóku saman aftur eftir að Alexander hafði séð myndbandið.Kitty segir aðstæður á Langjökli hafa verið viðráðanlegar þar til að sólin hvarf og hitastigið hríðféll.„Myndin var leið til að tjá eiginkonu minni ákveðna hluti um sjálfan mig. Við höfðum gengið í gegnum gríðarlega erfiðar breytingar í sambandinu sem við náðum ekki að ráða við,“ segir Kitty. „Ég komst að því að með listinni minni get ég látið meira í ljós heldur en í gegnum önnur samskipti.“ Myndbandið er ansi sláandi en þar má sjá Kitty gangandi á Langjökli íklædd kjól sem var meðal annars gerður úr eina krónum. Einnig er hún klædd hálsbandi sem er í laginu eins og kyrkjandi hendur. Í myndbandinu finnur hún ísskúlptúr af svani sem hún brýtur í lokin og endurheimtir „hjartað sitt endurfætt“ sem var fast inni í skúlptúrnum. „Ég bar með mér margra mánuða missi upp á jökul og umkringd þögn tökuliðsins leyfði ég sársaukanum að yfirtaka mig,“ segir listakonan og bætir við að þetta sé áhrifamesta verk sem hún hefur látið frá sér.Mikil vinna var lögð í myndbandið. Mynd eftir Jeaneen Lund.Kitty segir það hafa verið mikið þrekvirki að taka upp á Langjökli. „Undirbúningur fyrir tökurnar tók miklu lengri tíma en vanalega þar sem bókstaflega hvert skref þurfti að vera reiknað út vegna bráðnunarstigs jökulsins,“ segir hún. „Veðrið var óvenjulega viðráðanlegt og það varð ekki alltof kalt þangað til að sólin hvarf um eftirmiðdegi. Þá lét sársaukinn til sín taka þar sem hitinn lækkaði svo snarlega.“ Hún er nú stödd í Los Angeles þar sem hún hefur fundað stíft bæði um nýja þætti fyrir listahópinn The Weird Girls og vegna heimildarmyndarinnar I Want To Be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur sem fjallar um Kitty og störf hennar með hópnum seinustu fjögur árin. Myndin kemur út snemma á næsta ári. Þá verður samansafn af verkum Kitty sýnd í Bretlandi í næsta mánuði á kvikmyndahátíð tileinkaðri Skandinavíu.OPUS / YOU AGAIN from Kitty Von-Sometime on Vimeo. Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
„Við skutum þar til ég gat ekki líkamlega haldið áfram vegna kulda, sársauka og ógleði. Undir lokin var ég full vonar,“ segir listakonan Kitty-Von Sometime, sem skaut afar persónulegt myndband á Langjökli í seinasta mánuði. Myndbandið OPUS/YOU AGAIN var samstarf með hljómsveitinni Árstíðum sem gerði tónlistina. Það er lofgjörð til eiginkonu Kitty, bandarísku söngkonunnar Yes Alexander, sem hafði farið frá henni nokkrum mánuðum áður. Þau tóku saman aftur eftir að Alexander hafði séð myndbandið.Kitty segir aðstæður á Langjökli hafa verið viðráðanlegar þar til að sólin hvarf og hitastigið hríðféll.„Myndin var leið til að tjá eiginkonu minni ákveðna hluti um sjálfan mig. Við höfðum gengið í gegnum gríðarlega erfiðar breytingar í sambandinu sem við náðum ekki að ráða við,“ segir Kitty. „Ég komst að því að með listinni minni get ég látið meira í ljós heldur en í gegnum önnur samskipti.“ Myndbandið er ansi sláandi en þar má sjá Kitty gangandi á Langjökli íklædd kjól sem var meðal annars gerður úr eina krónum. Einnig er hún klædd hálsbandi sem er í laginu eins og kyrkjandi hendur. Í myndbandinu finnur hún ísskúlptúr af svani sem hún brýtur í lokin og endurheimtir „hjartað sitt endurfætt“ sem var fast inni í skúlptúrnum. „Ég bar með mér margra mánuða missi upp á jökul og umkringd þögn tökuliðsins leyfði ég sársaukanum að yfirtaka mig,“ segir listakonan og bætir við að þetta sé áhrifamesta verk sem hún hefur látið frá sér.Mikil vinna var lögð í myndbandið. Mynd eftir Jeaneen Lund.Kitty segir það hafa verið mikið þrekvirki að taka upp á Langjökli. „Undirbúningur fyrir tökurnar tók miklu lengri tíma en vanalega þar sem bókstaflega hvert skref þurfti að vera reiknað út vegna bráðnunarstigs jökulsins,“ segir hún. „Veðrið var óvenjulega viðráðanlegt og það varð ekki alltof kalt þangað til að sólin hvarf um eftirmiðdegi. Þá lét sársaukinn til sín taka þar sem hitinn lækkaði svo snarlega.“ Hún er nú stödd í Los Angeles þar sem hún hefur fundað stíft bæði um nýja þætti fyrir listahópinn The Weird Girls og vegna heimildarmyndarinnar I Want To Be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur sem fjallar um Kitty og störf hennar með hópnum seinustu fjögur árin. Myndin kemur út snemma á næsta ári. Þá verður samansafn af verkum Kitty sýnd í Bretlandi í næsta mánuði á kvikmyndahátíð tileinkaðri Skandinavíu.OPUS / YOU AGAIN from Kitty Von-Sometime on Vimeo.
Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein