Myndband á jökli bjargaði hjónabandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 14. október 2014 07:15 Tignarleg - Búningurinn er eftir Fiona Cribben en hálsfestin eftir Benas Staskauskas. Mynd eftir Jeaneen Lund. „Við skutum þar til ég gat ekki líkamlega haldið áfram vegna kulda, sársauka og ógleði. Undir lokin var ég full vonar,“ segir listakonan Kitty-Von Sometime, sem skaut afar persónulegt myndband á Langjökli í seinasta mánuði. Myndbandið OPUS/YOU AGAIN var samstarf með hljómsveitinni Árstíðum sem gerði tónlistina. Það er lofgjörð til eiginkonu Kitty, bandarísku söngkonunnar Yes Alexander, sem hafði farið frá henni nokkrum mánuðum áður. Þau tóku saman aftur eftir að Alexander hafði séð myndbandið.Kitty segir aðstæður á Langjökli hafa verið viðráðanlegar þar til að sólin hvarf og hitastigið hríðféll.„Myndin var leið til að tjá eiginkonu minni ákveðna hluti um sjálfan mig. Við höfðum gengið í gegnum gríðarlega erfiðar breytingar í sambandinu sem við náðum ekki að ráða við,“ segir Kitty. „Ég komst að því að með listinni minni get ég látið meira í ljós heldur en í gegnum önnur samskipti.“ Myndbandið er ansi sláandi en þar má sjá Kitty gangandi á Langjökli íklædd kjól sem var meðal annars gerður úr eina krónum. Einnig er hún klædd hálsbandi sem er í laginu eins og kyrkjandi hendur. Í myndbandinu finnur hún ísskúlptúr af svani sem hún brýtur í lokin og endurheimtir „hjartað sitt endurfætt“ sem var fast inni í skúlptúrnum. „Ég bar með mér margra mánuða missi upp á jökul og umkringd þögn tökuliðsins leyfði ég sársaukanum að yfirtaka mig,“ segir listakonan og bætir við að þetta sé áhrifamesta verk sem hún hefur látið frá sér.Mikil vinna var lögð í myndbandið. Mynd eftir Jeaneen Lund.Kitty segir það hafa verið mikið þrekvirki að taka upp á Langjökli. „Undirbúningur fyrir tökurnar tók miklu lengri tíma en vanalega þar sem bókstaflega hvert skref þurfti að vera reiknað út vegna bráðnunarstigs jökulsins,“ segir hún. „Veðrið var óvenjulega viðráðanlegt og það varð ekki alltof kalt þangað til að sólin hvarf um eftirmiðdegi. Þá lét sársaukinn til sín taka þar sem hitinn lækkaði svo snarlega.“ Hún er nú stödd í Los Angeles þar sem hún hefur fundað stíft bæði um nýja þætti fyrir listahópinn The Weird Girls og vegna heimildarmyndarinnar I Want To Be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur sem fjallar um Kitty og störf hennar með hópnum seinustu fjögur árin. Myndin kemur út snemma á næsta ári. Þá verður samansafn af verkum Kitty sýnd í Bretlandi í næsta mánuði á kvikmyndahátíð tileinkaðri Skandinavíu.OPUS / YOU AGAIN from Kitty Von-Sometime on Vimeo. Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Við skutum þar til ég gat ekki líkamlega haldið áfram vegna kulda, sársauka og ógleði. Undir lokin var ég full vonar,“ segir listakonan Kitty-Von Sometime, sem skaut afar persónulegt myndband á Langjökli í seinasta mánuði. Myndbandið OPUS/YOU AGAIN var samstarf með hljómsveitinni Árstíðum sem gerði tónlistina. Það er lofgjörð til eiginkonu Kitty, bandarísku söngkonunnar Yes Alexander, sem hafði farið frá henni nokkrum mánuðum áður. Þau tóku saman aftur eftir að Alexander hafði séð myndbandið.Kitty segir aðstæður á Langjökli hafa verið viðráðanlegar þar til að sólin hvarf og hitastigið hríðféll.„Myndin var leið til að tjá eiginkonu minni ákveðna hluti um sjálfan mig. Við höfðum gengið í gegnum gríðarlega erfiðar breytingar í sambandinu sem við náðum ekki að ráða við,“ segir Kitty. „Ég komst að því að með listinni minni get ég látið meira í ljós heldur en í gegnum önnur samskipti.“ Myndbandið er ansi sláandi en þar má sjá Kitty gangandi á Langjökli íklædd kjól sem var meðal annars gerður úr eina krónum. Einnig er hún klædd hálsbandi sem er í laginu eins og kyrkjandi hendur. Í myndbandinu finnur hún ísskúlptúr af svani sem hún brýtur í lokin og endurheimtir „hjartað sitt endurfætt“ sem var fast inni í skúlptúrnum. „Ég bar með mér margra mánuða missi upp á jökul og umkringd þögn tökuliðsins leyfði ég sársaukanum að yfirtaka mig,“ segir listakonan og bætir við að þetta sé áhrifamesta verk sem hún hefur látið frá sér.Mikil vinna var lögð í myndbandið. Mynd eftir Jeaneen Lund.Kitty segir það hafa verið mikið þrekvirki að taka upp á Langjökli. „Undirbúningur fyrir tökurnar tók miklu lengri tíma en vanalega þar sem bókstaflega hvert skref þurfti að vera reiknað út vegna bráðnunarstigs jökulsins,“ segir hún. „Veðrið var óvenjulega viðráðanlegt og það varð ekki alltof kalt þangað til að sólin hvarf um eftirmiðdegi. Þá lét sársaukinn til sín taka þar sem hitinn lækkaði svo snarlega.“ Hún er nú stödd í Los Angeles þar sem hún hefur fundað stíft bæði um nýja þætti fyrir listahópinn The Weird Girls og vegna heimildarmyndarinnar I Want To Be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur sem fjallar um Kitty og störf hennar með hópnum seinustu fjögur árin. Myndin kemur út snemma á næsta ári. Þá verður samansafn af verkum Kitty sýnd í Bretlandi í næsta mánuði á kvikmyndahátíð tileinkaðri Skandinavíu.OPUS / YOU AGAIN from Kitty Von-Sometime on Vimeo.
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira