Gerir myndbönd fyrir New York ballettinn Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. október 2014 14:30 Rebekka Bryndís Björnsdóttir á Lincoln-torgi. „Ég er rosalega ánægð með þetta, það er eiginlega algjör draumur að vera kominn hingað,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, framleiðandi og tónlistarkona en hún vinnur nú í New York balletinum við að framleiða myndbönd. „Ég framleiði öll myndbönd fyrir balletinn svo sem heimildarmyndir, kynningarmyndbönd, stiklur, auglýsingar og lítil vídeó sem þau setja á síðuna,“ segir Rebekka sem flutti til New York fyrir einu og hálfu ári. Þegar þetta er ritað hefur hún starfað í tvær vikur fyrir balletinn og tekið upp ýmis myndbönd af dönsurum fyrir fjölmiðla og heimasíðu balletsins. „Maður er bara að komast inn í ferlið og kynnast öllum,“ segir Rebekka. Rebekka segist hæstánægð með það að vinna á hinu fræga Lincoln-torgi, þar sem ballettinn, óperan og sinfoníuhljómsveit borgarinnar starfa. „Það er rosalega gaman að fara þangað á hverjum degi og vera í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á dansi þannig að það er rosalega skemmtilegt að vera í kringum ballet á hverjum degi og geta horft á heimsklassadansara. Þetta er mjög inspirerandi umhverfi.“ Rebekka hefur haft nóg á sinni könnu undanfarið en hún hefur einnig verið að framleiða tónlistarmyndbönd fyrir ýmsa heimsfræga tónlistarmenn svo sem M83, Washed Out og Liars en myndbandið fyrir lagið Amor Fati með Washed Out var skotið hér á Íslandi. Rebekka hefur unnið þessi myndbönd með kærasta hennar Yoonha Park, sem er leikstjóri. Þá hefur hún unnið meirihluta þessa árs við kvikmyndina The Nest sem framleidd er af grínustunum Tinu Fey og Amy Poehler. Hún fjallar um tvær frábitnar systur sem halda húskveðjupartí á heimili þeirra, sem foreldrarnir ætla að selja. Myndin er nú í eftirvinnslu og kemur út seint á næsta ári. Rebekka hefur verið í pásu frá hljómsveitinni Hjaltalín þar sem hún spilaði á fagott. „Það er búið að vera svo ótrúlega mikið að gera að maður er ekkert mikið að vinna í tónlist, fyrir utan nokkur „jam sessions“ með fólki sem ég hef kynnst hérna. Annars er ég hæstánægð með að vera flutt hingað og að hafa reynt á þetta.“ Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Ég er rosalega ánægð með þetta, það er eiginlega algjör draumur að vera kominn hingað,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, framleiðandi og tónlistarkona en hún vinnur nú í New York balletinum við að framleiða myndbönd. „Ég framleiði öll myndbönd fyrir balletinn svo sem heimildarmyndir, kynningarmyndbönd, stiklur, auglýsingar og lítil vídeó sem þau setja á síðuna,“ segir Rebekka sem flutti til New York fyrir einu og hálfu ári. Þegar þetta er ritað hefur hún starfað í tvær vikur fyrir balletinn og tekið upp ýmis myndbönd af dönsurum fyrir fjölmiðla og heimasíðu balletsins. „Maður er bara að komast inn í ferlið og kynnast öllum,“ segir Rebekka. Rebekka segist hæstánægð með það að vinna á hinu fræga Lincoln-torgi, þar sem ballettinn, óperan og sinfoníuhljómsveit borgarinnar starfa. „Það er rosalega gaman að fara þangað á hverjum degi og vera í þessu umhverfi. Ég hef alltaf haft áhuga á dansi þannig að það er rosalega skemmtilegt að vera í kringum ballet á hverjum degi og geta horft á heimsklassadansara. Þetta er mjög inspirerandi umhverfi.“ Rebekka hefur haft nóg á sinni könnu undanfarið en hún hefur einnig verið að framleiða tónlistarmyndbönd fyrir ýmsa heimsfræga tónlistarmenn svo sem M83, Washed Out og Liars en myndbandið fyrir lagið Amor Fati með Washed Out var skotið hér á Íslandi. Rebekka hefur unnið þessi myndbönd með kærasta hennar Yoonha Park, sem er leikstjóri. Þá hefur hún unnið meirihluta þessa árs við kvikmyndina The Nest sem framleidd er af grínustunum Tinu Fey og Amy Poehler. Hún fjallar um tvær frábitnar systur sem halda húskveðjupartí á heimili þeirra, sem foreldrarnir ætla að selja. Myndin er nú í eftirvinnslu og kemur út seint á næsta ári. Rebekka hefur verið í pásu frá hljómsveitinni Hjaltalín þar sem hún spilaði á fagott. „Það er búið að vera svo ótrúlega mikið að gera að maður er ekkert mikið að vinna í tónlist, fyrir utan nokkur „jam sessions“ með fólki sem ég hef kynnst hérna. Annars er ég hæstánægð með að vera flutt hingað og að hafa reynt á þetta.“
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira