Endurfæddist við að eignast barn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2014 09:00 Marta segist vera þannig gerð að hún hugsi að hún geti allt, þar til það kemur í ljós að hún getur það ekki. vísir/valli Marta Jónsson var fengin til að leysa af í skóbúðinni Stínu fínu þegar hún var 18 ára gömul og þá varð ekki aftur snúið. Hún flutti til London til að gerast skóhönnuður 24 ára gömul og ári síðar var hún búin að stofna sitt eigið fyrirtæki. Nú tuttugu árum síðar selur hún hönnun sína til stóru risanna eins og Topshop og Debenhams en hjartað slær í tólf verslunum hennar sem heita eftir henni, tvær í Reykjavík og tíu í London.Svo kröftug orka á Íslandi Marta býr enn í London, er með tæplega sextíu starfsmenn á sínum snærum, fer reglulega í verksmiðjuna í Portúgal til að fylgjast með framleiðslunni, er yfirhönnuður og fjármálastjóri fyrirtækisins en best þykir henni að standa á búðargólfinu og selja skó. „Ég fer reglulega af skrifstofunni og á búðargólfið, þá man ég af hverju ég fór í þetta. Maður hittir svo marga skemmtilega kúnna og verður svo ánægður að mæta óskum þeirra. Þótt það geti verið erfitt að standa tíu tíma á gólfinu þá leggst ég brosandi á koddann eftir daginn,“ segir Marta hlæjandi og hún geislar af orku þrátt fyrir að vinna dag og nótt við að koma nýrri búð í Kringlunni í gang. „Hérna á Íslandi er bara sérlega mikil orka, hún er ekki mjúk en hún er svakalega kröftug. Hún er eiginlega bara eins og veðrið. Þess vegna er svo gaman að opna búð á Íslandi, svo einfalt að fá hlutina gerða strax og fólk er svo öflugt. Í Bretlandi pantar maður pípara með þriggja vikna fyrirvara og allt er í rosa kerfi. Hér er bara kraftur og minna um kerfi.“Á búðargólfinu í einni af verslun sinni í London.Bransinn er harður Þegar Marta ákvað að gerast skóhönnuður vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í en henni finnst almennt fínt að svamla í djúpu lauginni. „Ég hoppaði út í og synti eins hratt og ég gat. Þetta var mun flóknara en ég gerði mér grein fyrir. Það geta nefnilega allir fengið góða hugmynd, en það að fylgja henni eftir, berjast með henni og klára hana er stóra kúnstin. Svo kostar allt mun meira en maður heldur. Þremur mánuðum eftir að ég fór að vinna sjálfstætt fékk ég alla reikningana og fékk sjokk. Þannig að maður þarf að hafa köggla í þetta. Ég er sem betur fer þannig gerð að ég hugsa bara að ég geti allt, þar til það kemur í ljós að ég get það ekki. Ætli ég sé ekki meiri nagli en ég held sjálf og svo hefur reynslan skilað mér ansi háum þröskuldi gagnvart hörkunni sem getur verið í bransanum.“ Með eiginmanni sínum, Úlfari Inga Jónssyni, og dóttur, Ragnhildi Mörtu Lolitu.Væri til í 10 daga vinnuviku Uppbygging fyrirtækisins tók vissulega á en Marta hefur líka ávaxtað vel. Merki hennar er vel þekkt og fyrirtækið blómstrar. Það þýðir þó ekki að nú sé kominn tími til að slaka á og láta aðra um vinnuna. Mörtu finnst einfaldlega of gaman að vinna til þess og viðurkennir að hún væri alveg til í tíu daga vinnuviku. „Það væri alveg fullkomið fyrir mig. Það, eða vera með 78 tíma sólarhring. Ég hef alltaf elskað mánudaga því það er byrjunin á einhverju og þá hef ég alla vikuna til að vinna. Svona hef ég verið frá því ég var stelpa og þá fannst mér sunnudagar mjög langdregnir og leiðinlegir. Núna fær fjölskyldan að eiga mig á sunnudögum þannig að núna er ég ánægð með sunnudagana.“ Tók langan tíma að eignast barn Eiginmaður Mörtu til 26 ára býr með henni í London og sér um að reka búðirnar þar úti og hér heima. Marta segir þau hjónin hljóta að fara að fá fálkaorðuna fyrir langlíft hjónaband. Fyrir fjórum árum stækkaði fjölskyldan og hjartað með, eins og Marta segir sjálf. Fyrsta ástin hennar Mörtu voru skór en stóra ástin í lífinu er litla dóttirin. „Við erum eiginlega nýbakaðir foreldrar og orðin 45 ára. Það tók okkur tíu ár að búa hana til, með allri aðstoð sem hægt var að fá. Stundum óskaði ég þess að hægt væri að klippa á þessa móðurþrá og ég gæti bara sætt mig við lífið án barns – en sem betur fer voru ekki til nógu stór skæri. Það var alltaf einhver neisti og ég bara hélt áfram, svona eins og ég er og hætti ekki fyrr en ég komst á leiðarenda. Sem betur fer.“ Lolita, fjögurra ára óskabarnTöggur í íslenskum konum Marta segir lífið hafa breyst mikið við komu dótturinnar, Ragnhildar Mörtu Lolitu. „Við að eignast hana og verða móðir fann ég gömlu orkuna mína, sem ég var smá búin að týna. Ég eiginlega endurfæddist, yngdist upp og það kviknaði nýr kraftur. Ég get eiginlega ekki lýst því, ég er bara á ljóshraða,“ segir Marta hlæjandi. Til þess að geta sinnt starfinu býr móðir Mörtu hjá þeim úti í London og hugsar um Lolitu, eins og hún er kölluð, á daginn. „Það er yndislegt að þær fái að eyða tíma saman og þannig næ ég að púsla saman deginum. Í Bretlandi hætta margar konur að vinna þegar þær eignast barn og er það aðallega út af dýrri barnagæslu. Hér á Íslandi er betur búið um hnútana og svo er bara svo mikill töggur í íslenskum konum. Sem betur fer fá þær tækifæri til að láta ljós sitt skína á vinnumarkaðnum, annað væri svo mikil synd. Það er svo fyndið, ég get þekkt íslenskar konur langar leiðir á flugvöllum erlendis. Þær eru svo töff og það skín frá þeim orkan, það sést einfaldlega á hreyfingum þeirra.“ Íslenskir kaupmenn einstakir Marta opnaði sína fyrstu búð á Íslandi fyrir ári, á Laugaveginum. Búðin hefur gengið framar öllum vonum. „Já, ég var svolítið hissa. Mörgum fannst skórnir undarlega ódýrir, svona miðað við að þeir eru gerðir úr ekta leðri. En þar sem ég framleiði skóna sjálf og flyt þá milliliðalaust til landsins þá næ ég að halda verðinu niðri. Svo er bara svo gaman að fá að vera kaupmaður á Íslandi eftir margra ára viðskipti í London. Bretar eru snillingar í smásölu en það jafnast ekkert á við íslenska kaupmanninn. Þótt íslenski kaupmaðurinn sé ekki inni í búðinni þá finnur maður fyrir honum, finnur fyrir persónunni og ástríðunni. Maður labbar ekkert inn í Topshop og finnur fyrir Philip Green,“ segir Marta að lokum, geislandi kát og full af orku. Hún hefur töffaralegt yfirbragð, er sjálfsörugg og ákveðin í hreyfingum. Eiginlega nákvæmlega eins og hún lýsir sjálf hinum kröftugu íslensku konum. Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Marta Jónsson var fengin til að leysa af í skóbúðinni Stínu fínu þegar hún var 18 ára gömul og þá varð ekki aftur snúið. Hún flutti til London til að gerast skóhönnuður 24 ára gömul og ári síðar var hún búin að stofna sitt eigið fyrirtæki. Nú tuttugu árum síðar selur hún hönnun sína til stóru risanna eins og Topshop og Debenhams en hjartað slær í tólf verslunum hennar sem heita eftir henni, tvær í Reykjavík og tíu í London.Svo kröftug orka á Íslandi Marta býr enn í London, er með tæplega sextíu starfsmenn á sínum snærum, fer reglulega í verksmiðjuna í Portúgal til að fylgjast með framleiðslunni, er yfirhönnuður og fjármálastjóri fyrirtækisins en best þykir henni að standa á búðargólfinu og selja skó. „Ég fer reglulega af skrifstofunni og á búðargólfið, þá man ég af hverju ég fór í þetta. Maður hittir svo marga skemmtilega kúnna og verður svo ánægður að mæta óskum þeirra. Þótt það geti verið erfitt að standa tíu tíma á gólfinu þá leggst ég brosandi á koddann eftir daginn,“ segir Marta hlæjandi og hún geislar af orku þrátt fyrir að vinna dag og nótt við að koma nýrri búð í Kringlunni í gang. „Hérna á Íslandi er bara sérlega mikil orka, hún er ekki mjúk en hún er svakalega kröftug. Hún er eiginlega bara eins og veðrið. Þess vegna er svo gaman að opna búð á Íslandi, svo einfalt að fá hlutina gerða strax og fólk er svo öflugt. Í Bretlandi pantar maður pípara með þriggja vikna fyrirvara og allt er í rosa kerfi. Hér er bara kraftur og minna um kerfi.“Á búðargólfinu í einni af verslun sinni í London.Bransinn er harður Þegar Marta ákvað að gerast skóhönnuður vissi hún ekkert hvað hún var að fara út í en henni finnst almennt fínt að svamla í djúpu lauginni. „Ég hoppaði út í og synti eins hratt og ég gat. Þetta var mun flóknara en ég gerði mér grein fyrir. Það geta nefnilega allir fengið góða hugmynd, en það að fylgja henni eftir, berjast með henni og klára hana er stóra kúnstin. Svo kostar allt mun meira en maður heldur. Þremur mánuðum eftir að ég fór að vinna sjálfstætt fékk ég alla reikningana og fékk sjokk. Þannig að maður þarf að hafa köggla í þetta. Ég er sem betur fer þannig gerð að ég hugsa bara að ég geti allt, þar til það kemur í ljós að ég get það ekki. Ætli ég sé ekki meiri nagli en ég held sjálf og svo hefur reynslan skilað mér ansi háum þröskuldi gagnvart hörkunni sem getur verið í bransanum.“ Með eiginmanni sínum, Úlfari Inga Jónssyni, og dóttur, Ragnhildi Mörtu Lolitu.Væri til í 10 daga vinnuviku Uppbygging fyrirtækisins tók vissulega á en Marta hefur líka ávaxtað vel. Merki hennar er vel þekkt og fyrirtækið blómstrar. Það þýðir þó ekki að nú sé kominn tími til að slaka á og láta aðra um vinnuna. Mörtu finnst einfaldlega of gaman að vinna til þess og viðurkennir að hún væri alveg til í tíu daga vinnuviku. „Það væri alveg fullkomið fyrir mig. Það, eða vera með 78 tíma sólarhring. Ég hef alltaf elskað mánudaga því það er byrjunin á einhverju og þá hef ég alla vikuna til að vinna. Svona hef ég verið frá því ég var stelpa og þá fannst mér sunnudagar mjög langdregnir og leiðinlegir. Núna fær fjölskyldan að eiga mig á sunnudögum þannig að núna er ég ánægð með sunnudagana.“ Tók langan tíma að eignast barn Eiginmaður Mörtu til 26 ára býr með henni í London og sér um að reka búðirnar þar úti og hér heima. Marta segir þau hjónin hljóta að fara að fá fálkaorðuna fyrir langlíft hjónaband. Fyrir fjórum árum stækkaði fjölskyldan og hjartað með, eins og Marta segir sjálf. Fyrsta ástin hennar Mörtu voru skór en stóra ástin í lífinu er litla dóttirin. „Við erum eiginlega nýbakaðir foreldrar og orðin 45 ára. Það tók okkur tíu ár að búa hana til, með allri aðstoð sem hægt var að fá. Stundum óskaði ég þess að hægt væri að klippa á þessa móðurþrá og ég gæti bara sætt mig við lífið án barns – en sem betur fer voru ekki til nógu stór skæri. Það var alltaf einhver neisti og ég bara hélt áfram, svona eins og ég er og hætti ekki fyrr en ég komst á leiðarenda. Sem betur fer.“ Lolita, fjögurra ára óskabarnTöggur í íslenskum konum Marta segir lífið hafa breyst mikið við komu dótturinnar, Ragnhildar Mörtu Lolitu. „Við að eignast hana og verða móðir fann ég gömlu orkuna mína, sem ég var smá búin að týna. Ég eiginlega endurfæddist, yngdist upp og það kviknaði nýr kraftur. Ég get eiginlega ekki lýst því, ég er bara á ljóshraða,“ segir Marta hlæjandi. Til þess að geta sinnt starfinu býr móðir Mörtu hjá þeim úti í London og hugsar um Lolitu, eins og hún er kölluð, á daginn. „Það er yndislegt að þær fái að eyða tíma saman og þannig næ ég að púsla saman deginum. Í Bretlandi hætta margar konur að vinna þegar þær eignast barn og er það aðallega út af dýrri barnagæslu. Hér á Íslandi er betur búið um hnútana og svo er bara svo mikill töggur í íslenskum konum. Sem betur fer fá þær tækifæri til að láta ljós sitt skína á vinnumarkaðnum, annað væri svo mikil synd. Það er svo fyndið, ég get þekkt íslenskar konur langar leiðir á flugvöllum erlendis. Þær eru svo töff og það skín frá þeim orkan, það sést einfaldlega á hreyfingum þeirra.“ Íslenskir kaupmenn einstakir Marta opnaði sína fyrstu búð á Íslandi fyrir ári, á Laugaveginum. Búðin hefur gengið framar öllum vonum. „Já, ég var svolítið hissa. Mörgum fannst skórnir undarlega ódýrir, svona miðað við að þeir eru gerðir úr ekta leðri. En þar sem ég framleiði skóna sjálf og flyt þá milliliðalaust til landsins þá næ ég að halda verðinu niðri. Svo er bara svo gaman að fá að vera kaupmaður á Íslandi eftir margra ára viðskipti í London. Bretar eru snillingar í smásölu en það jafnast ekkert á við íslenska kaupmanninn. Þótt íslenski kaupmaðurinn sé ekki inni í búðinni þá finnur maður fyrir honum, finnur fyrir persónunni og ástríðunni. Maður labbar ekkert inn í Topshop og finnur fyrir Philip Green,“ segir Marta að lokum, geislandi kát og full af orku. Hún hefur töffaralegt yfirbragð, er sjálfsörugg og ákveðin í hreyfingum. Eiginlega nákvæmlega eins og hún lýsir sjálf hinum kröftugu íslensku konum.
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira