Rísandi stjarna í raftónlist á landinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. október 2014 09:16 Nostalgísk fagurfræði - Pye Corner Audio er dulræn raftónlist. Í kvöld mun breski raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio troða upp í Mengi ásamt Good Moon Dear og DEEP PEAK en hann kemur aftur fram á Paloma Bar á morgun. „Þetta er hugarfóstur Martin Jenkins, sem hefur skapað einhverja áhrifaríkustu raftónlist seinni ára,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur Pye Corner Audio inn. Tónlistin hefur vakið töluverða athygli og tónlistarmiðlar á borð við The Quietus, Mojo, The Wire, Drowned in Sound og BBC hafa talað um hann sem einn af mest spennandi breskum tónlistarmönnum nútímans.Bob Cluness.„Pye Corner Audio er byggt á þeirri hugmynd að tónlistin sé endurútgáfa á gömlum snældum sem búnar voru til af dularfullum einstaklingi sem kallaði sig The Head Technician. Martin lýsir þessu sem leið til að firra sig ábyrgð frá tónlistinni,“ segir Bob en tónlistin er undir áhrifum frá hinni nostalgísku fagurfræði í kringum VHS spólur. Aðalhugtakið í þessum hljóðheimi er „hauntological“ sem kemur upprunalega frá franska heimspekingnum Jacques Derrida. „Fólk á áttunda áratugnum hugsaði mjög mikið um framtíðina. Þetta skín í gegnum tónlist og sjónvarpsþætti tímans með framsýnni raftónlist eins og Vangelis og radíófónískri vinnustofu BBC, sem gerði tónlist fyrir vísindaskáldskap eins og Dr. Who. Stórskrýtin og tilraunakennd tónlist var semsagt notuð í meginstraumssjónvarpi, sem þú upplifir ekki mikið í dag,“ segir Bob. Hugmyndin í kringum Pye Corner Audio er því eiginlega hugmynd um framtíð sem hefði getað orðið. „Þetta hljómar eins og ef Delia Derbyshire hefði haft meiri áhrif á teknó og diskó heldur en Kraftwerk. Tónlistin skírskotar aftur í þessa sérstöku tegund módernisma sem lét sig dreyma um framtíðina og fljúgandi bíla.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Í kvöld mun breski raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio troða upp í Mengi ásamt Good Moon Dear og DEEP PEAK en hann kemur aftur fram á Paloma Bar á morgun. „Þetta er hugarfóstur Martin Jenkins, sem hefur skapað einhverja áhrifaríkustu raftónlist seinni ára,“ segir Bob Cluness, tónlistarblaðamaður og meðlimur FALK-hópsins sem flytur Pye Corner Audio inn. Tónlistin hefur vakið töluverða athygli og tónlistarmiðlar á borð við The Quietus, Mojo, The Wire, Drowned in Sound og BBC hafa talað um hann sem einn af mest spennandi breskum tónlistarmönnum nútímans.Bob Cluness.„Pye Corner Audio er byggt á þeirri hugmynd að tónlistin sé endurútgáfa á gömlum snældum sem búnar voru til af dularfullum einstaklingi sem kallaði sig The Head Technician. Martin lýsir þessu sem leið til að firra sig ábyrgð frá tónlistinni,“ segir Bob en tónlistin er undir áhrifum frá hinni nostalgísku fagurfræði í kringum VHS spólur. Aðalhugtakið í þessum hljóðheimi er „hauntological“ sem kemur upprunalega frá franska heimspekingnum Jacques Derrida. „Fólk á áttunda áratugnum hugsaði mjög mikið um framtíðina. Þetta skín í gegnum tónlist og sjónvarpsþætti tímans með framsýnni raftónlist eins og Vangelis og radíófónískri vinnustofu BBC, sem gerði tónlist fyrir vísindaskáldskap eins og Dr. Who. Stórskrýtin og tilraunakennd tónlist var semsagt notuð í meginstraumssjónvarpi, sem þú upplifir ekki mikið í dag,“ segir Bob. Hugmyndin í kringum Pye Corner Audio er því eiginlega hugmynd um framtíð sem hefði getað orðið. „Þetta hljómar eins og ef Delia Derbyshire hefði haft meiri áhrif á teknó og diskó heldur en Kraftwerk. Tónlistin skírskotar aftur í þessa sérstöku tegund módernisma sem lét sig dreyma um framtíðina og fljúgandi bíla.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira