Öfugsnúin aukaaðild Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Aðildin að EES veitir Íslandi aðeins takmarkaðan aðgang að nýstofnuðu bankabandalagi Evrópu, enda þótt það hafi nú þegar, og muni í framtíðinni, hafa víðtæk áhrif á fjármálastarfsemi hér á landi. Í ljósi þessa er full ástæða til þess að fjalla sérstaklega um aðra af meginstoðum bankabandalagsins – sameiginlega bankagjaldþrotskerfið – og hvernig Íslandi er skylt að innleiða Evrópulöggjöf en nýtur á sama tíma ekki góðs af þeim „verkfærum“ sem ESB-ríkin eru að þróa til að geta framkvæmt þessi nýju lög. Ísland er samningsbundið, í gegnum EES, til að innleiða tilskipun um endurheimt og gjaldþrot banka en hún á að verja skattgreiðendur gegn þeim kostnaði sem hlotist getur af bankagjaldþrotum. Tilskipunin hefur enn ekki verið leidd í lög hér á landi. Eitt þeirra verkfæra sem ESB-ríkin munu nota til að geta, í raun og reynd, framkvæmt tilskipunina er samevrópski skilasjóðurinn (e. Single Resolution Fund). Evrópski skilasjóðurinn verður fjármagnaður af u.þ.b. sex þúsund evrópskum bönkum og á þar með að tryggja að bankarnir sjálfir, en ekki skattgreiðendur, beri skaðann af mögulegum gjaldþrotum. Sjóðurinn dreifir áhættunni á bankana sex þúsund og færir þannig áhættuna af ríkissjóðum aðildarríkjanna og evrópskum skattgreiðendum. En hvað með íslenska skattgreiðendur? Í reglugerð um skilasjóðinn (806/2014) kemur hvergi fram, eins og venjan er um EES-löggjöf, að reglugerðin gildi fyrir EFTA-EES-ríkin og þar með Ísland. Það bendir því allt til þess að EES-aðildin veiti Íslandi ekki aðgang að sjóðnum. Niðurstaðan verður því ansi hreint öfugsnúin: EES-samningurinn veitir Íslandi ekki aðgang að sömu verkfærum og Evrópusambandsríkin fá til þess að geta framkvæmt tilskipun um bankagjaldþrot en Ísland er samt skuldbundið til að innleiða þessa sömu tilskipun. Ef Ísland fær ekki aðgang að evrópska skilasjóðnum þýðir það að öll áhættan af bankagjaldþrotum mun í reynd hvíla á ríkissjóði Íslands og þar með á íslenskum skattgreiðendum. Sagan sýnir að hættan á að fjármálastofnanir keyri í þrot er raunveruleg. Þarna yrðu Íslendingar því í mun verri stöðu en nágrannar okkar í ESB. Spurningin er hvort stjórnmálamennirnir okkar ætli ekki örugglega að tryggja að íslenskir skattgreiðendur séu jafn vel varðir gegn bankagjaldþrotum og nágrannar okkar í Evrópu og þá hvernig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Aðildin að EES veitir Íslandi aðeins takmarkaðan aðgang að nýstofnuðu bankabandalagi Evrópu, enda þótt það hafi nú þegar, og muni í framtíðinni, hafa víðtæk áhrif á fjármálastarfsemi hér á landi. Í ljósi þessa er full ástæða til þess að fjalla sérstaklega um aðra af meginstoðum bankabandalagsins – sameiginlega bankagjaldþrotskerfið – og hvernig Íslandi er skylt að innleiða Evrópulöggjöf en nýtur á sama tíma ekki góðs af þeim „verkfærum“ sem ESB-ríkin eru að þróa til að geta framkvæmt þessi nýju lög. Ísland er samningsbundið, í gegnum EES, til að innleiða tilskipun um endurheimt og gjaldþrot banka en hún á að verja skattgreiðendur gegn þeim kostnaði sem hlotist getur af bankagjaldþrotum. Tilskipunin hefur enn ekki verið leidd í lög hér á landi. Eitt þeirra verkfæra sem ESB-ríkin munu nota til að geta, í raun og reynd, framkvæmt tilskipunina er samevrópski skilasjóðurinn (e. Single Resolution Fund). Evrópski skilasjóðurinn verður fjármagnaður af u.þ.b. sex þúsund evrópskum bönkum og á þar með að tryggja að bankarnir sjálfir, en ekki skattgreiðendur, beri skaðann af mögulegum gjaldþrotum. Sjóðurinn dreifir áhættunni á bankana sex þúsund og færir þannig áhættuna af ríkissjóðum aðildarríkjanna og evrópskum skattgreiðendum. En hvað með íslenska skattgreiðendur? Í reglugerð um skilasjóðinn (806/2014) kemur hvergi fram, eins og venjan er um EES-löggjöf, að reglugerðin gildi fyrir EFTA-EES-ríkin og þar með Ísland. Það bendir því allt til þess að EES-aðildin veiti Íslandi ekki aðgang að sjóðnum. Niðurstaðan verður því ansi hreint öfugsnúin: EES-samningurinn veitir Íslandi ekki aðgang að sömu verkfærum og Evrópusambandsríkin fá til þess að geta framkvæmt tilskipun um bankagjaldþrot en Ísland er samt skuldbundið til að innleiða þessa sömu tilskipun. Ef Ísland fær ekki aðgang að evrópska skilasjóðnum þýðir það að öll áhættan af bankagjaldþrotum mun í reynd hvíla á ríkissjóði Íslands og þar með á íslenskum skattgreiðendum. Sagan sýnir að hættan á að fjármálastofnanir keyri í þrot er raunveruleg. Þarna yrðu Íslendingar því í mun verri stöðu en nágrannar okkar í ESB. Spurningin er hvort stjórnmálamennirnir okkar ætli ekki örugglega að tryggja að íslenskir skattgreiðendur séu jafn vel varðir gegn bankagjaldþrotum og nágrannar okkar í Evrópu og þá hvernig?
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun