Öfugsnúin aukaaðild Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Aðildin að EES veitir Íslandi aðeins takmarkaðan aðgang að nýstofnuðu bankabandalagi Evrópu, enda þótt það hafi nú þegar, og muni í framtíðinni, hafa víðtæk áhrif á fjármálastarfsemi hér á landi. Í ljósi þessa er full ástæða til þess að fjalla sérstaklega um aðra af meginstoðum bankabandalagsins – sameiginlega bankagjaldþrotskerfið – og hvernig Íslandi er skylt að innleiða Evrópulöggjöf en nýtur á sama tíma ekki góðs af þeim „verkfærum“ sem ESB-ríkin eru að þróa til að geta framkvæmt þessi nýju lög. Ísland er samningsbundið, í gegnum EES, til að innleiða tilskipun um endurheimt og gjaldþrot banka en hún á að verja skattgreiðendur gegn þeim kostnaði sem hlotist getur af bankagjaldþrotum. Tilskipunin hefur enn ekki verið leidd í lög hér á landi. Eitt þeirra verkfæra sem ESB-ríkin munu nota til að geta, í raun og reynd, framkvæmt tilskipunina er samevrópski skilasjóðurinn (e. Single Resolution Fund). Evrópski skilasjóðurinn verður fjármagnaður af u.þ.b. sex þúsund evrópskum bönkum og á þar með að tryggja að bankarnir sjálfir, en ekki skattgreiðendur, beri skaðann af mögulegum gjaldþrotum. Sjóðurinn dreifir áhættunni á bankana sex þúsund og færir þannig áhættuna af ríkissjóðum aðildarríkjanna og evrópskum skattgreiðendum. En hvað með íslenska skattgreiðendur? Í reglugerð um skilasjóðinn (806/2014) kemur hvergi fram, eins og venjan er um EES-löggjöf, að reglugerðin gildi fyrir EFTA-EES-ríkin og þar með Ísland. Það bendir því allt til þess að EES-aðildin veiti Íslandi ekki aðgang að sjóðnum. Niðurstaðan verður því ansi hreint öfugsnúin: EES-samningurinn veitir Íslandi ekki aðgang að sömu verkfærum og Evrópusambandsríkin fá til þess að geta framkvæmt tilskipun um bankagjaldþrot en Ísland er samt skuldbundið til að innleiða þessa sömu tilskipun. Ef Ísland fær ekki aðgang að evrópska skilasjóðnum þýðir það að öll áhættan af bankagjaldþrotum mun í reynd hvíla á ríkissjóði Íslands og þar með á íslenskum skattgreiðendum. Sagan sýnir að hættan á að fjármálastofnanir keyri í þrot er raunveruleg. Þarna yrðu Íslendingar því í mun verri stöðu en nágrannar okkar í ESB. Spurningin er hvort stjórnmálamennirnir okkar ætli ekki örugglega að tryggja að íslenskir skattgreiðendur séu jafn vel varðir gegn bankagjaldþrotum og nágrannar okkar í Evrópu og þá hvernig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Aðildin að EES veitir Íslandi aðeins takmarkaðan aðgang að nýstofnuðu bankabandalagi Evrópu, enda þótt það hafi nú þegar, og muni í framtíðinni, hafa víðtæk áhrif á fjármálastarfsemi hér á landi. Í ljósi þessa er full ástæða til þess að fjalla sérstaklega um aðra af meginstoðum bankabandalagsins – sameiginlega bankagjaldþrotskerfið – og hvernig Íslandi er skylt að innleiða Evrópulöggjöf en nýtur á sama tíma ekki góðs af þeim „verkfærum“ sem ESB-ríkin eru að þróa til að geta framkvæmt þessi nýju lög. Ísland er samningsbundið, í gegnum EES, til að innleiða tilskipun um endurheimt og gjaldþrot banka en hún á að verja skattgreiðendur gegn þeim kostnaði sem hlotist getur af bankagjaldþrotum. Tilskipunin hefur enn ekki verið leidd í lög hér á landi. Eitt þeirra verkfæra sem ESB-ríkin munu nota til að geta, í raun og reynd, framkvæmt tilskipunina er samevrópski skilasjóðurinn (e. Single Resolution Fund). Evrópski skilasjóðurinn verður fjármagnaður af u.þ.b. sex þúsund evrópskum bönkum og á þar með að tryggja að bankarnir sjálfir, en ekki skattgreiðendur, beri skaðann af mögulegum gjaldþrotum. Sjóðurinn dreifir áhættunni á bankana sex þúsund og færir þannig áhættuna af ríkissjóðum aðildarríkjanna og evrópskum skattgreiðendum. En hvað með íslenska skattgreiðendur? Í reglugerð um skilasjóðinn (806/2014) kemur hvergi fram, eins og venjan er um EES-löggjöf, að reglugerðin gildi fyrir EFTA-EES-ríkin og þar með Ísland. Það bendir því allt til þess að EES-aðildin veiti Íslandi ekki aðgang að sjóðnum. Niðurstaðan verður því ansi hreint öfugsnúin: EES-samningurinn veitir Íslandi ekki aðgang að sömu verkfærum og Evrópusambandsríkin fá til þess að geta framkvæmt tilskipun um bankagjaldþrot en Ísland er samt skuldbundið til að innleiða þessa sömu tilskipun. Ef Ísland fær ekki aðgang að evrópska skilasjóðnum þýðir það að öll áhættan af bankagjaldþrotum mun í reynd hvíla á ríkissjóði Íslands og þar með á íslenskum skattgreiðendum. Sagan sýnir að hættan á að fjármálastofnanir keyri í þrot er raunveruleg. Þarna yrðu Íslendingar því í mun verri stöðu en nágrannar okkar í ESB. Spurningin er hvort stjórnmálamennirnir okkar ætli ekki örugglega að tryggja að íslenskir skattgreiðendur séu jafn vel varðir gegn bankagjaldþrotum og nágrannar okkar í Evrópu og þá hvernig?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar