Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Ragnheiður Gestsdóttir, kvikmyndagerðar- og myndlistarkona, stýrir ráðstefnunni en fjölmargir erlendir gestafyrirlesarar munu koma til landsins. fréttablaðið/ernir „Allar skapandi greinar koma saman og fókusinn verður á samsláttinn,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir, ráðstefnustýra YAIC, eða ráðstefnunnar You Are In Control sem verður haldin í sjöunda sinn í byrjun nóvember. Að ráðstefnunni standa allar miðstöðvar skapandi greina á íslandi ásamt Íslandsstofu. „Þemað er skapandi samsláttur, um verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina og hvaða nýju tækifæri er að finna í þessum samslætti.“ Ragnheiður segir samslátt vera áberandi í dag og sérstaklega á Íslandi. „Markaðurinn á Íslandi er lítill og fólk þarf því oft að fara úr einu hlutverki í annað. Tónlistarmenn að búa til sín eigin myndbönd og hanna albúmin. Dansarar vinna með vídeólistafólki og tónlistarmönnum, svo eitthvað sé nefnt. Það er oft í þessum núningi sem ófyrirséðir hlutir gerast í skapandi vinnu og það er oft undir skapandi fólki sjálfu að skapa sér tækifæri. Ráðstefnan fæst í rauninni við það sem er að gerast í grasrótinni og hvernig er hægt að efla samsláttinn.“ Ragnheiður segir ráðstefnuna vera fyrst og fremst fyrir listamenn og skapandi fólk, en fjölmargir erlendir fyrirlesarar munu halda erindi á ráðstefnunni. „Það eru svo margir einyrkjar í listinni og nauðsynlegt fyrir þá að komast út úr stúdíóinu og hitta fólk í sama geira eða ólíkum geirum og fá nýjar hugmyndir um samvinnu.“ Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
„Allar skapandi greinar koma saman og fókusinn verður á samsláttinn,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir, ráðstefnustýra YAIC, eða ráðstefnunnar You Are In Control sem verður haldin í sjöunda sinn í byrjun nóvember. Að ráðstefnunni standa allar miðstöðvar skapandi greina á íslandi ásamt Íslandsstofu. „Þemað er skapandi samsláttur, um verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina og hvaða nýju tækifæri er að finna í þessum samslætti.“ Ragnheiður segir samslátt vera áberandi í dag og sérstaklega á Íslandi. „Markaðurinn á Íslandi er lítill og fólk þarf því oft að fara úr einu hlutverki í annað. Tónlistarmenn að búa til sín eigin myndbönd og hanna albúmin. Dansarar vinna með vídeólistafólki og tónlistarmönnum, svo eitthvað sé nefnt. Það er oft í þessum núningi sem ófyrirséðir hlutir gerast í skapandi vinnu og það er oft undir skapandi fólki sjálfu að skapa sér tækifæri. Ráðstefnan fæst í rauninni við það sem er að gerast í grasrótinni og hvernig er hægt að efla samsláttinn.“ Ragnheiður segir ráðstefnuna vera fyrst og fremst fyrir listamenn og skapandi fólk, en fjölmargir erlendir fyrirlesarar munu halda erindi á ráðstefnunni. „Það eru svo margir einyrkjar í listinni og nauðsynlegt fyrir þá að komast út úr stúdíóinu og hitta fólk í sama geira eða ólíkum geirum og fá nýjar hugmyndir um samvinnu.“
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira