Ekki bara strákastarf Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 9. október 2014 10:00 Stelpurnar stilltu sér upp í Hörpunni Vísir/Vilhelm „Fólk er mjög jákvætt fyrir stelpum í þessu starfi, en þetta er samt rosalegur karlaheimur ennþá. Ætli við séum ekki að reyna að koma af stað smá byltingu með þessu,“ segir Þuríður K. Kristleifsdóttir, eða Þura Stína plötusnúður og nemi. Hún og tíu aðrar plötusnúðastelpur ætla að tileinka októbermánuð stelpum sem eru plötusnúðar. „Við ætlum að vera öll miðvikudagskvöld á Boston að spila, ein til tvær saman. Með því viljum við bara styðja við bakið á þeim stelpum sem eru í þessum geira og hvetja stelpur til þess að byrja að spila. Þetta er ekki bara strákastarf,“ segir Þura. „Þetta byrjaði með því að við stofnuðum Facebook-síðu sem hét Stelpusnúðar Íslands. Við vildum bara sjá hverjar væru í þessu og þarna vildum við bara efla hver aðra og byggja upp þennan hóp“, segir Þura. „Við gerðum þetta líka í fyrra og vorum mikið að spá hvort við ættum að gera þetta aftur, því það á ekki að þurfa að hafa heilan mánuð tileinkaðan plötusnúðastelpum. Þetta á bara að vera sjálfsagt,“ segir Þura. Hún segir að þær fái oft að heyra að þær séu ekki nógu duglegar að troða sér að og suða og að þetta sé mikið hark. „Við heyrum oft að það sé verið að leita að stelpum til að spila. Auðvitað er litla Ísland svolítið þannig að þú þarft að þekkja einhvern sem þekkir einhvern, en svo eru þetta oftast bara fasta dj-ar og það eru alltaf strákar. Við erum samt að vona að það sé að breytast,“ segir Þura. Hún hvetur þær stelpur sem hafa áhuga á starfinu að setja sig í samband við sig. „Þetta er ein skemmtilegasta vinna í heimi, þetta er svo óvænt og maður veit aldrei í hverju maður lendir.“ Sjálf byrjaði hún að spila fyrir tveimur árum. Það var fyrir algjöra tilviljun, en hún var að vinna á skemmtistað þegar yfirmenn hennar báðu hana að spila gamla íslenska tónlist eitt kvöldið. „Mér datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Það þurfti að sannfæra mig um það, en mín fyrstu dj-kvöld hétu Fjólublátt ljós við barinn. Það vatt upp á sig því áhuginn kviknaði um leið og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Þura.Á föstudagskvöldið ætla þær að spila allar saman á skemmtistaðnum Húrra. „Við erum alveg ellefu svo það má búast við fjölbreyttri tónlist, eins mismunandi og við erum margar,“ segir Þura. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Fólk er mjög jákvætt fyrir stelpum í þessu starfi, en þetta er samt rosalegur karlaheimur ennþá. Ætli við séum ekki að reyna að koma af stað smá byltingu með þessu,“ segir Þuríður K. Kristleifsdóttir, eða Þura Stína plötusnúður og nemi. Hún og tíu aðrar plötusnúðastelpur ætla að tileinka októbermánuð stelpum sem eru plötusnúðar. „Við ætlum að vera öll miðvikudagskvöld á Boston að spila, ein til tvær saman. Með því viljum við bara styðja við bakið á þeim stelpum sem eru í þessum geira og hvetja stelpur til þess að byrja að spila. Þetta er ekki bara strákastarf,“ segir Þura. „Þetta byrjaði með því að við stofnuðum Facebook-síðu sem hét Stelpusnúðar Íslands. Við vildum bara sjá hverjar væru í þessu og þarna vildum við bara efla hver aðra og byggja upp þennan hóp“, segir Þura. „Við gerðum þetta líka í fyrra og vorum mikið að spá hvort við ættum að gera þetta aftur, því það á ekki að þurfa að hafa heilan mánuð tileinkaðan plötusnúðastelpum. Þetta á bara að vera sjálfsagt,“ segir Þura. Hún segir að þær fái oft að heyra að þær séu ekki nógu duglegar að troða sér að og suða og að þetta sé mikið hark. „Við heyrum oft að það sé verið að leita að stelpum til að spila. Auðvitað er litla Ísland svolítið þannig að þú þarft að þekkja einhvern sem þekkir einhvern, en svo eru þetta oftast bara fasta dj-ar og það eru alltaf strákar. Við erum samt að vona að það sé að breytast,“ segir Þura. Hún hvetur þær stelpur sem hafa áhuga á starfinu að setja sig í samband við sig. „Þetta er ein skemmtilegasta vinna í heimi, þetta er svo óvænt og maður veit aldrei í hverju maður lendir.“ Sjálf byrjaði hún að spila fyrir tveimur árum. Það var fyrir algjöra tilviljun, en hún var að vinna á skemmtistað þegar yfirmenn hennar báðu hana að spila gamla íslenska tónlist eitt kvöldið. „Mér datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Það þurfti að sannfæra mig um það, en mín fyrstu dj-kvöld hétu Fjólublátt ljós við barinn. Það vatt upp á sig því áhuginn kviknaði um leið og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Þura.Á föstudagskvöldið ætla þær að spila allar saman á skemmtistaðnum Húrra. „Við erum alveg ellefu svo það má búast við fjölbreyttri tónlist, eins mismunandi og við erum margar,“ segir Þura.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira