Fólk fer glatt út og þá er tilganginum náð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 10:00 Guðmunda hóaði sönghópnum heim til sín til æfinga fyrir Alzheimerkaffið. Hún er fremst fyrir miðju með hinar umsjónarkonurnar, Kolbrúnu Sigurpálsdóttur og Pálínu Skjaldardóttur, hvora á sína hönd.Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum hluti af sönghópi sem var stofnaður í Eyjum á sínum tíma til að syngja lög við ljóð Jónasar Árnasonar. Nýlega sá ég þátt um Jónas í sjónvarpinu og datt þá í hug að reyna að dusta rykið af þessum hópi og fá hann til að syngja á Alzheimerkaffi, bæði sérstaka efnisskrá og með gestum,“ segir Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði brosandi, um hóp sem er staddur heima hjá henni þá stundina. Guðmunda er ein þriggja kvenna sem stofnuðu Alzheimerkaffi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði í Reykjavík í ársbyrjun 2013 sem tilraunaverkefni til tveggja ára og telur það hafa tekist vel. „Við erum þrjár sem höldum utan um verkefnið en fjölmargir hafa lagt okkur lið. Eiginmenn okkar, fjölskyldur og tvær konur hafa verið með okkur allan tímann og fleiri eru á hliðarlínunni, fyrirtæki hafa stutt okkur með veitingum og fyrirlesarar og skemmtikraftar hafa flestir komið fram endurgjaldslaust. Þetta er allt ómetanlegt.“ Oftast mæta um þrjátíu manns í kaffið, mest fastur kjarni. Fólk með minnissjúkdóma er aðalgestirnir, ættingjar þeirra fylgja með og einnig kemur fólk sem hefur áhuga á viðfangsefninu. Fræðsla í léttari kantinum er jafnan á dagskrá og stundum koma skemmtikraftar, að sögn Guðmundu. „Við höfum fengið lækni, sálfræðing, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, uppistandara og ljóðahóp, svo nokkuð sé nefnt. Einn maður með Alzheimergreiningu hefur haldið erindi um hvernig hann tæklar lífið, það var lærdómsríkt. Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari spilar oftast fyrir okkur, sem er dýrmætt og það er orðinn til lítill kór sem stendur við píanóið þegar kemur að söngstundinni í lokin. Stundum fær fólk sér líka snúning. Við sjáum að fólk fer mjög glatt út og þá er tilganginum náð.“ Alzheimerkaffið er annan hvern fimmtudag milli klukkan 17 og 19. Slíkur dagur er í dag. Aðgangur kostar 500 krónur og innifalin er fræðsla, skemmtun, kaffi og meðlæti. Hvort framhald verður á starfseminni eftir áramótin veit Guðmunda ekki á þessari stundu en hún vonar það. „Fólkið sem mætir þarf á þessari upplyftingu að halda. En þó við höfum fengið smá styrki og notið stuðnings á margan hátt erum við allar að vinna þetta verkefni í sjálfboðavinnu, ég veit ekki hvort við getum haldið því áfram þannig mikið lengur.“ Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Guðmunda hóaði sönghópnum heim til sín til æfinga fyrir Alzheimerkaffið. Hún er fremst fyrir miðju með hinar umsjónarkonurnar, Kolbrúnu Sigurpálsdóttur og Pálínu Skjaldardóttur, hvora á sína hönd.Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum hluti af sönghópi sem var stofnaður í Eyjum á sínum tíma til að syngja lög við ljóð Jónasar Árnasonar. Nýlega sá ég þátt um Jónas í sjónvarpinu og datt þá í hug að reyna að dusta rykið af þessum hópi og fá hann til að syngja á Alzheimerkaffi, bæði sérstaka efnisskrá og með gestum,“ segir Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði brosandi, um hóp sem er staddur heima hjá henni þá stundina. Guðmunda er ein þriggja kvenna sem stofnuðu Alzheimerkaffi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði í Reykjavík í ársbyrjun 2013 sem tilraunaverkefni til tveggja ára og telur það hafa tekist vel. „Við erum þrjár sem höldum utan um verkefnið en fjölmargir hafa lagt okkur lið. Eiginmenn okkar, fjölskyldur og tvær konur hafa verið með okkur allan tímann og fleiri eru á hliðarlínunni, fyrirtæki hafa stutt okkur með veitingum og fyrirlesarar og skemmtikraftar hafa flestir komið fram endurgjaldslaust. Þetta er allt ómetanlegt.“ Oftast mæta um þrjátíu manns í kaffið, mest fastur kjarni. Fólk með minnissjúkdóma er aðalgestirnir, ættingjar þeirra fylgja með og einnig kemur fólk sem hefur áhuga á viðfangsefninu. Fræðsla í léttari kantinum er jafnan á dagskrá og stundum koma skemmtikraftar, að sögn Guðmundu. „Við höfum fengið lækni, sálfræðing, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, uppistandara og ljóðahóp, svo nokkuð sé nefnt. Einn maður með Alzheimergreiningu hefur haldið erindi um hvernig hann tæklar lífið, það var lærdómsríkt. Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari spilar oftast fyrir okkur, sem er dýrmætt og það er orðinn til lítill kór sem stendur við píanóið þegar kemur að söngstundinni í lokin. Stundum fær fólk sér líka snúning. Við sjáum að fólk fer mjög glatt út og þá er tilganginum náð.“ Alzheimerkaffið er annan hvern fimmtudag milli klukkan 17 og 19. Slíkur dagur er í dag. Aðgangur kostar 500 krónur og innifalin er fræðsla, skemmtun, kaffi og meðlæti. Hvort framhald verður á starfseminni eftir áramótin veit Guðmunda ekki á þessari stundu en hún vonar það. „Fólkið sem mætir þarf á þessari upplyftingu að halda. En þó við höfum fengið smá styrki og notið stuðnings á margan hátt erum við allar að vinna þetta verkefni í sjálfboðavinnu, ég veit ekki hvort við getum haldið því áfram þannig mikið lengur.“
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira