Andstæður við skyndimyndir hörmunganna í fréttatímum Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 9. október 2014 14:00 Skrifaði bókina hér heima - Stefán Jón Hafstein fjallar um daglegt líf Afríkubúa eins og það kom honum fyrir sjónir þegar hann bjó og starfaði þar ytra. Þegar Stefán Jón Hafstein kvaddi samstarfsmenn sína í Malaví sagði hann að gæti hann tekið eitthvað eitt með sér frá Afríku þá væri það brosið. Það gerði hann því fyrsti kaflinn í bók, sem hann skrifaði eftir að heim var komið, Afríka – ást við aðra sýn, nefnist Bros og er helgaður brosi fólksins í sunnanverðri álfunni í máli og myndum. Eða eins og hann skrifar: „Ég tók með mér öll þessi bros og vildi geta endurgoldið þau.“ Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem hann tók þegar hann var verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu í eitt ár og síðan umdæmisstjóri sömu stofnunar í Malaví frá 2008-2012. „Ég þurfti að fá meiri fjarlægð frá Afríku og tækifæri til að melta ýmislegt sem ég sá og upplifði þar og fannst því gott að skrifa bókina hérna heima,“ segir Stefán Jón. Hann kveðst hafa gert sér far um að skoða Afríku með augum Íslendingsins og horfa jafnframt á Ísland úr suðri. „Þetta eru oft persónulegar pælingar, ég ber saman lífskjör og náttúru frá báðum sjónarhornum, skyggnist undir yfirborðið í daglegu lífi fólksins og býð upp á aðra sýn en þessa fréttatímasýn, sem er bara skyndimyndir af hörmungum. Í bókinni eru frásagnir af lífi fólks sem býr við hlutskipti svo gjörólíkt okkar hérna á Íslandi,“ segir Stefán Jón og nefnir dæmi um hugleiðingar sínar í bókinni um börn í heyrnleysingjaskóla í Namibíu: „Börnin lifa í svartnætti, eiga sér hvorki tungumál, sögu, söngva né menningu. Varla er hægt að ímynda sér meiri einsemd. Samt er alltaf stutt í brosið. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju við Íslendingar brosum svona lítið. Hvar týndum við brosinu? Var það í öllu tímahrakinu eða af því að hér er alltaf svo kalt? Ef svona útskúfuð börn geta brosað hljótum við að geta brosað meira.“ Að þessu sögðu er Stefán Jón spurður hvort sjálfur sé hann orðinn brosmildari eftir dvölina í Afríku. „Já, ég brosi meira, kannski ekki nóg, en ég reyni að halda brosinu við. Vera glaðlegri og minna pirraður,“ segir hann – brosandi. Enda rík ástæða til í ljósi þess að honum gengur vel að safna fyrir prentkostnaði bókarinnar gegnum söfnunarsíðuna Karolinafund. „Sjóðurinn býður upp á mjög áhugaverða leið, sem gefur rithöfundum og öllu skapandi fólki kost á að gefa sjálft út verk sín með því að safna áheitum eða styrkjum gegnum síðuna. Úr þessu verður mjög skemmtilegt samfélag því margir hafa samband og afla sér upplýsinga áður en þeir ákveða að styrkja verkefnin. Ég hef fengið rúmlega 130 styrktaraðila á stuttum tíma, sem hver um sig borgar tiltekna lágmarksupphæð gegn því að fá bókina senda þegar hún kemur út. Markmiðið um að ná upp í allan prentkostnaðinn gæti náðst á næstu tíu dögum. Með þessum hætti losnaði ég við að leita að útgefanda og þurfti ekki að fara í bankann og biðja um yfirdráttarlán. Bókin er gefin út milliliðalaust. Ég tók myndirnar og skrifaði textann og konan mín, Guðrún Kristín Sigurðardóttir, sem er grafískur hönnuður, hafði hönnunina á sinni könnu,“ segir Stefán Jón. Hann hyggst ekki aðeins efna til hófs í tilefni af útkomu bókarinnar um aðra helgi heldur líka ljósmyndasýningar á myndum sínum frá Afríku. Spurður í lokin hvort ekki hafi verið erfitt fyrir hann að sjá alla þungbúnu Íslendinganna við heimkomuna fyrir tveimur árum svarar hann: „Þeir eru ekki það versta sem ég hef séð, því miður.“Um brosið sem týndist á norðurslóð Týndum við brosinu í neytendafrekjunni sem okkur er innrætt? Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og þarf ekki að brosa, hann borgar og má heimta. Er þetta brosleysi sölumenningarmótun eða sá náttúran um að setja okkur í vinsemdarkæli? Fraus brosið fast í munnherkjum þennan níu mánaða vetur sem við þraukum á norðurslóð eða formyrkvaðist það í skammdegisdrunganum sem ekkert undir Afríkusól þekkir? Eða var það tíminn sem við týndum? Hvarf brosið í svartan svelg tímahraks og klukkuþrældóms? Þið eigið klukkur, við eigum tíma, segja Afríkumenn. Hvert fór brosið? Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Þegar Stefán Jón Hafstein kvaddi samstarfsmenn sína í Malaví sagði hann að gæti hann tekið eitthvað eitt með sér frá Afríku þá væri það brosið. Það gerði hann því fyrsti kaflinn í bók, sem hann skrifaði eftir að heim var komið, Afríka – ást við aðra sýn, nefnist Bros og er helgaður brosi fólksins í sunnanverðri álfunni í máli og myndum. Eða eins og hann skrifar: „Ég tók með mér öll þessi bros og vildi geta endurgoldið þau.“ Bókin er prýdd fjölda ljósmynda, sem hann tók þegar hann var verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu í eitt ár og síðan umdæmisstjóri sömu stofnunar í Malaví frá 2008-2012. „Ég þurfti að fá meiri fjarlægð frá Afríku og tækifæri til að melta ýmislegt sem ég sá og upplifði þar og fannst því gott að skrifa bókina hérna heima,“ segir Stefán Jón. Hann kveðst hafa gert sér far um að skoða Afríku með augum Íslendingsins og horfa jafnframt á Ísland úr suðri. „Þetta eru oft persónulegar pælingar, ég ber saman lífskjör og náttúru frá báðum sjónarhornum, skyggnist undir yfirborðið í daglegu lífi fólksins og býð upp á aðra sýn en þessa fréttatímasýn, sem er bara skyndimyndir af hörmungum. Í bókinni eru frásagnir af lífi fólks sem býr við hlutskipti svo gjörólíkt okkar hérna á Íslandi,“ segir Stefán Jón og nefnir dæmi um hugleiðingar sínar í bókinni um börn í heyrnleysingjaskóla í Namibíu: „Börnin lifa í svartnætti, eiga sér hvorki tungumál, sögu, söngva né menningu. Varla er hægt að ímynda sér meiri einsemd. Samt er alltaf stutt í brosið. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju við Íslendingar brosum svona lítið. Hvar týndum við brosinu? Var það í öllu tímahrakinu eða af því að hér er alltaf svo kalt? Ef svona útskúfuð börn geta brosað hljótum við að geta brosað meira.“ Að þessu sögðu er Stefán Jón spurður hvort sjálfur sé hann orðinn brosmildari eftir dvölina í Afríku. „Já, ég brosi meira, kannski ekki nóg, en ég reyni að halda brosinu við. Vera glaðlegri og minna pirraður,“ segir hann – brosandi. Enda rík ástæða til í ljósi þess að honum gengur vel að safna fyrir prentkostnaði bókarinnar gegnum söfnunarsíðuna Karolinafund. „Sjóðurinn býður upp á mjög áhugaverða leið, sem gefur rithöfundum og öllu skapandi fólki kost á að gefa sjálft út verk sín með því að safna áheitum eða styrkjum gegnum síðuna. Úr þessu verður mjög skemmtilegt samfélag því margir hafa samband og afla sér upplýsinga áður en þeir ákveða að styrkja verkefnin. Ég hef fengið rúmlega 130 styrktaraðila á stuttum tíma, sem hver um sig borgar tiltekna lágmarksupphæð gegn því að fá bókina senda þegar hún kemur út. Markmiðið um að ná upp í allan prentkostnaðinn gæti náðst á næstu tíu dögum. Með þessum hætti losnaði ég við að leita að útgefanda og þurfti ekki að fara í bankann og biðja um yfirdráttarlán. Bókin er gefin út milliliðalaust. Ég tók myndirnar og skrifaði textann og konan mín, Guðrún Kristín Sigurðardóttir, sem er grafískur hönnuður, hafði hönnunina á sinni könnu,“ segir Stefán Jón. Hann hyggst ekki aðeins efna til hófs í tilefni af útkomu bókarinnar um aðra helgi heldur líka ljósmyndasýningar á myndum sínum frá Afríku. Spurður í lokin hvort ekki hafi verið erfitt fyrir hann að sjá alla þungbúnu Íslendinganna við heimkomuna fyrir tveimur árum svarar hann: „Þeir eru ekki það versta sem ég hef séð, því miður.“Um brosið sem týndist á norðurslóð Týndum við brosinu í neytendafrekjunni sem okkur er innrætt? Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og þarf ekki að brosa, hann borgar og má heimta. Er þetta brosleysi sölumenningarmótun eða sá náttúran um að setja okkur í vinsemdarkæli? Fraus brosið fast í munnherkjum þennan níu mánaða vetur sem við þraukum á norðurslóð eða formyrkvaðist það í skammdegisdrunganum sem ekkert undir Afríkusól þekkir? Eða var það tíminn sem við týndum? Hvarf brosið í svartan svelg tímahraks og klukkuþrældóms? Þið eigið klukkur, við eigum tíma, segja Afríkumenn. Hvert fór brosið?
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein