Ung börn geta ekki beðið Sæunn Kjartansdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Það er með hálfum huga sem ég rita þessa grein. Daglega berast fréttir af alvarlegu ástandi Landspítalans og fjárskorti í velferðarkerfinu, hvernig á ég að gera mér vonir um að Miðstöð foreldra og barna fái náð fyrir augum ráðamanna? Fæstir hafa svo mikið sem heyrt á hana minnst. Þó er öllu verra að það er alls óvíst að þeir sem deila út fjármunum okkar átti sig á mikilvægi fyrsta æviársins. Halda þeir kannski að lítil börn séu hörð af sér og fljót að gleyma? Standa þeir í þeirri trú að það sem gleymist skipti ekki máli? Vonandi ekki því að þetta eru ranghugmyndir sem eru hættulegar ungum börnum. Á meðan orka heilbrigðisráðherra fer í að slökkva elda er hætt við að tækifæri til að fyrirbyggja alvarlegan vanda fari forgörðum. Hægt er að spara verulega fjármuni með því að grípa snemma inn í hjá fjölskyldum með ung börn, reyndar ekki á þessu kjörtímabili, heldur þarf að horfa til framtíðar. Þetta er ekki eingöngu skoðun meðferðaraðila heldur hefur bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sýnt fram á að þeir fjármunir skila langmestu til baka til samfélagsins sem varið er í að styðja við börn fyrstu 5 ár ævinnar. Það er vegna þess að bætt heilsa og aukin félagsleg færni dregur úr þörf fyrir kostnaðarsöm úrræði síðar meir í félags-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Í Bretlandi hafa þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum áttað sig á þessu en nýlega gerðu þeir með sér þverpólitískan sáttmála sem kallast The 1001 Critical Days. Í honum er kveðið á um hvaða þjónustu fjölskyldur ungra barna þurfa og eiga rétt á, þrátt fyrir vægðarlausan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Sáttmálinn tryggir að hagsmunir yngstu barnanna eru hafnir yfir dægurþras stjórnmálamanna og að fjárveitingar til faglegrar þjónustu við ung börn eru ekki háðar því hverjir sitja við stjórnvölinn hverju sinni.Viðkvæmustu einstaklingarnir Á undanförnum áratugum hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir sem sýna að fyrstu þúsund dagarnir, frá getnaði til tveggja ára aldurs, hafi meiri áhrif á framtíðarheilbrigði einstaklingsins en nokkurt annað æviskeið. Á þessu tímabili er heili barnsins í mótun en þroski hans er mjög háður daglegri umönnun barnsins. Rétt er að minna á að ung börn eru viðkvæmustu og varnarlausustu einstaklingar samfélagsins. Þau eru jafnframt sá hópur sem gerir mestar kröfur til foreldra sinna því þau þurfa næma umönnun allan sólarhringinn, án þess að geta tjáð þarfir sínar öðru vísi en með gráti. Þessi staða setur þau í margfalt meiri áhættu en eldri börn. Annar alvarlegur áhættuþáttur er vanlíðan foreldra sem dregur úr næmi þeirra á barn sitt og truflar örugga tengslamyndun. Það er því ekki eingöngu nauðsynlegt að grípa tímanlega inn í heldur felst heilbrigð skynsemi í að nýta tækifærið til að hafa varanleg áhrif á barn og foreldra þess. Auk þess er það siðferðileg skylda samfélagsins að vera vakandi fyrir líðan ungra barna og bregðast við með ábyrgum hætti þegar þau fá ekki það atlæti sem þau þarfnast. Vandi ungra barna og foreldra sem glíma við vanlíðan er brýnn. Miðstöð foreldra og barna er eina meðferðarúrræðið sem sinnir þeim sem þurfa sérhæfðari hjálp en heilsugæslan veitir en eiga þó ekki erindi á geðdeild. Vissulega kostar að veita foreldrum og börnum þeirra meðferð en ég fullyrði að það sé mun kostnaðarsamara fyrir samfélagið að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er með hálfum huga sem ég rita þessa grein. Daglega berast fréttir af alvarlegu ástandi Landspítalans og fjárskorti í velferðarkerfinu, hvernig á ég að gera mér vonir um að Miðstöð foreldra og barna fái náð fyrir augum ráðamanna? Fæstir hafa svo mikið sem heyrt á hana minnst. Þó er öllu verra að það er alls óvíst að þeir sem deila út fjármunum okkar átti sig á mikilvægi fyrsta æviársins. Halda þeir kannski að lítil börn séu hörð af sér og fljót að gleyma? Standa þeir í þeirri trú að það sem gleymist skipti ekki máli? Vonandi ekki því að þetta eru ranghugmyndir sem eru hættulegar ungum börnum. Á meðan orka heilbrigðisráðherra fer í að slökkva elda er hætt við að tækifæri til að fyrirbyggja alvarlegan vanda fari forgörðum. Hægt er að spara verulega fjármuni með því að grípa snemma inn í hjá fjölskyldum með ung börn, reyndar ekki á þessu kjörtímabili, heldur þarf að horfa til framtíðar. Þetta er ekki eingöngu skoðun meðferðaraðila heldur hefur bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sýnt fram á að þeir fjármunir skila langmestu til baka til samfélagsins sem varið er í að styðja við börn fyrstu 5 ár ævinnar. Það er vegna þess að bætt heilsa og aukin félagsleg færni dregur úr þörf fyrir kostnaðarsöm úrræði síðar meir í félags-, mennta- og heilbrigðiskerfinu. Í Bretlandi hafa þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum áttað sig á þessu en nýlega gerðu þeir með sér þverpólitískan sáttmála sem kallast The 1001 Critical Days. Í honum er kveðið á um hvaða þjónustu fjölskyldur ungra barna þurfa og eiga rétt á, þrátt fyrir vægðarlausan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Sáttmálinn tryggir að hagsmunir yngstu barnanna eru hafnir yfir dægurþras stjórnmálamanna og að fjárveitingar til faglegrar þjónustu við ung börn eru ekki háðar því hverjir sitja við stjórnvölinn hverju sinni.Viðkvæmustu einstaklingarnir Á undanförnum áratugum hafa verið gerðar ótalmargar rannsóknir sem sýna að fyrstu þúsund dagarnir, frá getnaði til tveggja ára aldurs, hafi meiri áhrif á framtíðarheilbrigði einstaklingsins en nokkurt annað æviskeið. Á þessu tímabili er heili barnsins í mótun en þroski hans er mjög háður daglegri umönnun barnsins. Rétt er að minna á að ung börn eru viðkvæmustu og varnarlausustu einstaklingar samfélagsins. Þau eru jafnframt sá hópur sem gerir mestar kröfur til foreldra sinna því þau þurfa næma umönnun allan sólarhringinn, án þess að geta tjáð þarfir sínar öðru vísi en með gráti. Þessi staða setur þau í margfalt meiri áhættu en eldri börn. Annar alvarlegur áhættuþáttur er vanlíðan foreldra sem dregur úr næmi þeirra á barn sitt og truflar örugga tengslamyndun. Það er því ekki eingöngu nauðsynlegt að grípa tímanlega inn í heldur felst heilbrigð skynsemi í að nýta tækifærið til að hafa varanleg áhrif á barn og foreldra þess. Auk þess er það siðferðileg skylda samfélagsins að vera vakandi fyrir líðan ungra barna og bregðast við með ábyrgum hætti þegar þau fá ekki það atlæti sem þau þarfnast. Vandi ungra barna og foreldra sem glíma við vanlíðan er brýnn. Miðstöð foreldra og barna er eina meðferðarúrræðið sem sinnir þeim sem þurfa sérhæfðari hjálp en heilsugæslan veitir en eiga þó ekki erindi á geðdeild. Vissulega kostar að veita foreldrum og börnum þeirra meðferð en ég fullyrði að það sé mun kostnaðarsamara fyrir samfélagið að gera það ekki.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar