Unnið í þágu barna Eygló Harðardóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ísland á að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem börn búa við öryggi og jöfn tækifæri og njóta lögvarinna réttinda líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Vellíðan barna og gott samspil á milli samfélags og fjölskyldu leggur grunn að heilbrigðri og farsælli samfélagsþróun. Áhersla er lögð á framangreint í stjórnarsáttmálanum. Huga þarf bæði að almennu umhverfi fjölskyldna í landinu og að þeim fjölskyldum sem mestan stuðning þurfa á að halda. Gæði óháð búsetu Þeim fjölskyldum sem eru berskjaldaðastar er sinnt af félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna í dag. Fólk á að geta treyst því að gæði þjónustunnar séu sambærileg óháð búsetu. Margir vinna gott og faglegt starf í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Framundan er því heildarendurskoðun á stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Mikilvægur þáttur í endurskoðuninni er stofnun stjórnsýslustofnunar sem mun sinna upplýsingaöflun um þjónustu og skilgreiningu gæðaviðmiða, öflun og viðhaldi bestu þekkingar á sviði félagsþjónustu og barnaverndar og ýmsum stjórnsýsluverkefnum, meðal annars þeim sem nú eru í umsjón Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs og réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Einnig verður athugað hvernig eftirliti með gæðum og öryggi þjónustunnar verði best háttað í hinni nýju stofnun, með áherslu á sjálfstæði þeirrar einingar. Sveitarfélögin hafa sýnt, með yfirtöku stórra verkefna á undanförnum árum, hvers þau eru megnug og hefur það sannfært mig enn frekar um að nærþjónustan á að vera á þeirra vegum. Þar er yfirsýnin yfir þarfir notenda og því mestar líkur á að veitt séu úrræði á viðeigandi þjónustustigi. Þannig skapast samlegð sem eflir sveitarstjórnarstigið til góðs fyrir íbúana. Þáttur ríkisins í nærþjónustu á að felast í að skilgreina gæði hennar, tryggja jafnræði og sinna eftirliti. Þessi skil hafa ekki verið nógu skýr í félagsþjónustu og barnavernd að mínu mati. Ríkið hefur sinnt verkefnum sem kunna að eiga betur heima hjá sveitarfélögunum á meðan eftirliti hefur verið áfátt. Þetta verður að laga. Vegna þessa hef ég falið nefnd að endurskoða stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, draga skýrari skil milli stjórnsýslu og þjónustuverkefna og efla eftirlit. Leitað verður til sérfræðinga bæði innanlands og erlendis í þessu skyni. Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þóroddur er með doktorspróf í félagsfræði og er þekktur af rannsóknum sínum á högum og líðan barna og ungmenna. Forvarnir gegn ofbeldi Ekkert barn á að þurfa að upplifa ofbeldi, en þegar það gerist verðum við að vera til staðar fyrir þau. Sá stuðningur á að vera óháður fjölskylduaðstæðum, efnahagslegri og félagslegri stöðu, og því hvort þau séu fötluð eða ófötluð. Barnahús er mikilvægur þáttur í þjónustu við börn sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Núverandi húsnæði var orðið of þröngt fyrir starfsemina, enda brýnt að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Við höfum því keypt nýtt og betra húsnæði sem Barnahús flyst bráðlega í. Til framtíðar litið er það draumur minn að Barnahús sinni ekki aðeins þeim börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi heldur einnig líkamlegu ofbeldi. Í fjárlögum er lagt til að tímabundin 20 m.kr. heimild, vegna aðgerða gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, verði gerð varanleg. Hef ég jafnframt lagt áherslu á að hugað verði sérstaklega að ofbeldi gegn fötluðum börnum og að fjármunir verði tryggðir til þess á fjárlögum. Til að ná árangri í forvörnum gegn ofbeldi þurfa margir að vinna saman á breiðum grundvelli. Til að efla samstarf hef ég, ásamt ráðherrum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins, unnið yfirlýsingu um markvissar aðgerðir og víðtækt samráð til að vinna gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Sérstök áhersla er þar lögð á aðgerðir gegn ofbeldi í garð fatlaðs fólks á öllum aldri og öðrum berskjölduðum hópum. Samstarfsyfirlýsing þessa efnis liggur nú fyrir og verður undirrituð á næstunni. Fjölskylduvænt samfélag Eitt af mínum fyrstu verkefnum sem ráðherra félagsmála var að skipa hóp til að móta fjölskyldustefnu fyrir Ísland með áherslu á börn og fjölskyldur þeirra. Við vinnuna hefur verkefnisstjórn átt í góðu samráði við fjölmarga hagsmunahópa og sérfræðinga og er áætlað að leggja fram þingsályktunartillögu á vori komandi. Drög verða sett á Netið til umsagnar. Í fyrirliggjandi drögum er lögð áhersla á aðgerðir til að auka félagslegan jöfnuð og réttindi, aðgerðir til að sporna gegn mismunun, leiðir til að stuðla að jafnvægi á milli fjölskyldu- og atvinnulífs og jafna ábyrgð foreldra á heimilishaldi og uppeldi barna. Í farvatninu eru því mörg stór og mikilvæg verkefni sem munu styrkja hag fjölskyldna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ísland á að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem börn búa við öryggi og jöfn tækifæri og njóta lögvarinna réttinda líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Vellíðan barna og gott samspil á milli samfélags og fjölskyldu leggur grunn að heilbrigðri og farsælli samfélagsþróun. Áhersla er lögð á framangreint í stjórnarsáttmálanum. Huga þarf bæði að almennu umhverfi fjölskyldna í landinu og að þeim fjölskyldum sem mestan stuðning þurfa á að halda. Gæði óháð búsetu Þeim fjölskyldum sem eru berskjaldaðastar er sinnt af félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna í dag. Fólk á að geta treyst því að gæði þjónustunnar séu sambærileg óháð búsetu. Margir vinna gott og faglegt starf í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Framundan er því heildarendurskoðun á stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Mikilvægur þáttur í endurskoðuninni er stofnun stjórnsýslustofnunar sem mun sinna upplýsingaöflun um þjónustu og skilgreiningu gæðaviðmiða, öflun og viðhaldi bestu þekkingar á sviði félagsþjónustu og barnaverndar og ýmsum stjórnsýsluverkefnum, meðal annars þeim sem nú eru í umsjón Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs og réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Einnig verður athugað hvernig eftirliti með gæðum og öryggi þjónustunnar verði best háttað í hinni nýju stofnun, með áherslu á sjálfstæði þeirrar einingar. Sveitarfélögin hafa sýnt, með yfirtöku stórra verkefna á undanförnum árum, hvers þau eru megnug og hefur það sannfært mig enn frekar um að nærþjónustan á að vera á þeirra vegum. Þar er yfirsýnin yfir þarfir notenda og því mestar líkur á að veitt séu úrræði á viðeigandi þjónustustigi. Þannig skapast samlegð sem eflir sveitarstjórnarstigið til góðs fyrir íbúana. Þáttur ríkisins í nærþjónustu á að felast í að skilgreina gæði hennar, tryggja jafnræði og sinna eftirliti. Þessi skil hafa ekki verið nógu skýr í félagsþjónustu og barnavernd að mínu mati. Ríkið hefur sinnt verkefnum sem kunna að eiga betur heima hjá sveitarfélögunum á meðan eftirliti hefur verið áfátt. Þetta verður að laga. Vegna þessa hef ég falið nefnd að endurskoða stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, draga skýrari skil milli stjórnsýslu og þjónustuverkefna og efla eftirlit. Leitað verður til sérfræðinga bæði innanlands og erlendis í þessu skyni. Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þóroddur er með doktorspróf í félagsfræði og er þekktur af rannsóknum sínum á högum og líðan barna og ungmenna. Forvarnir gegn ofbeldi Ekkert barn á að þurfa að upplifa ofbeldi, en þegar það gerist verðum við að vera til staðar fyrir þau. Sá stuðningur á að vera óháður fjölskylduaðstæðum, efnahagslegri og félagslegri stöðu, og því hvort þau séu fötluð eða ófötluð. Barnahús er mikilvægur þáttur í þjónustu við börn sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Núverandi húsnæði var orðið of þröngt fyrir starfsemina, enda brýnt að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Við höfum því keypt nýtt og betra húsnæði sem Barnahús flyst bráðlega í. Til framtíðar litið er það draumur minn að Barnahús sinni ekki aðeins þeim börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi heldur einnig líkamlegu ofbeldi. Í fjárlögum er lagt til að tímabundin 20 m.kr. heimild, vegna aðgerða gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, verði gerð varanleg. Hef ég jafnframt lagt áherslu á að hugað verði sérstaklega að ofbeldi gegn fötluðum börnum og að fjármunir verði tryggðir til þess á fjárlögum. Til að ná árangri í forvörnum gegn ofbeldi þurfa margir að vinna saman á breiðum grundvelli. Til að efla samstarf hef ég, ásamt ráðherrum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins, unnið yfirlýsingu um markvissar aðgerðir og víðtækt samráð til að vinna gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Sérstök áhersla er þar lögð á aðgerðir gegn ofbeldi í garð fatlaðs fólks á öllum aldri og öðrum berskjölduðum hópum. Samstarfsyfirlýsing þessa efnis liggur nú fyrir og verður undirrituð á næstunni. Fjölskylduvænt samfélag Eitt af mínum fyrstu verkefnum sem ráðherra félagsmála var að skipa hóp til að móta fjölskyldustefnu fyrir Ísland með áherslu á börn og fjölskyldur þeirra. Við vinnuna hefur verkefnisstjórn átt í góðu samráði við fjölmarga hagsmunahópa og sérfræðinga og er áætlað að leggja fram þingsályktunartillögu á vori komandi. Drög verða sett á Netið til umsagnar. Í fyrirliggjandi drögum er lögð áhersla á aðgerðir til að auka félagslegan jöfnuð og réttindi, aðgerðir til að sporna gegn mismunun, leiðir til að stuðla að jafnvægi á milli fjölskyldu- og atvinnulífs og jafna ábyrgð foreldra á heimilishaldi og uppeldi barna. Í farvatninu eru því mörg stór og mikilvæg verkefni sem munu styrkja hag fjölskyldna í landinu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun