Unnið í þágu barna Eygló Harðardóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ísland á að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem börn búa við öryggi og jöfn tækifæri og njóta lögvarinna réttinda líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Vellíðan barna og gott samspil á milli samfélags og fjölskyldu leggur grunn að heilbrigðri og farsælli samfélagsþróun. Áhersla er lögð á framangreint í stjórnarsáttmálanum. Huga þarf bæði að almennu umhverfi fjölskyldna í landinu og að þeim fjölskyldum sem mestan stuðning þurfa á að halda. Gæði óháð búsetu Þeim fjölskyldum sem eru berskjaldaðastar er sinnt af félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna í dag. Fólk á að geta treyst því að gæði þjónustunnar séu sambærileg óháð búsetu. Margir vinna gott og faglegt starf í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Framundan er því heildarendurskoðun á stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Mikilvægur þáttur í endurskoðuninni er stofnun stjórnsýslustofnunar sem mun sinna upplýsingaöflun um þjónustu og skilgreiningu gæðaviðmiða, öflun og viðhaldi bestu þekkingar á sviði félagsþjónustu og barnaverndar og ýmsum stjórnsýsluverkefnum, meðal annars þeim sem nú eru í umsjón Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs og réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Einnig verður athugað hvernig eftirliti með gæðum og öryggi þjónustunnar verði best háttað í hinni nýju stofnun, með áherslu á sjálfstæði þeirrar einingar. Sveitarfélögin hafa sýnt, með yfirtöku stórra verkefna á undanförnum árum, hvers þau eru megnug og hefur það sannfært mig enn frekar um að nærþjónustan á að vera á þeirra vegum. Þar er yfirsýnin yfir þarfir notenda og því mestar líkur á að veitt séu úrræði á viðeigandi þjónustustigi. Þannig skapast samlegð sem eflir sveitarstjórnarstigið til góðs fyrir íbúana. Þáttur ríkisins í nærþjónustu á að felast í að skilgreina gæði hennar, tryggja jafnræði og sinna eftirliti. Þessi skil hafa ekki verið nógu skýr í félagsþjónustu og barnavernd að mínu mati. Ríkið hefur sinnt verkefnum sem kunna að eiga betur heima hjá sveitarfélögunum á meðan eftirliti hefur verið áfátt. Þetta verður að laga. Vegna þessa hef ég falið nefnd að endurskoða stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, draga skýrari skil milli stjórnsýslu og þjónustuverkefna og efla eftirlit. Leitað verður til sérfræðinga bæði innanlands og erlendis í þessu skyni. Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þóroddur er með doktorspróf í félagsfræði og er þekktur af rannsóknum sínum á högum og líðan barna og ungmenna. Forvarnir gegn ofbeldi Ekkert barn á að þurfa að upplifa ofbeldi, en þegar það gerist verðum við að vera til staðar fyrir þau. Sá stuðningur á að vera óháður fjölskylduaðstæðum, efnahagslegri og félagslegri stöðu, og því hvort þau séu fötluð eða ófötluð. Barnahús er mikilvægur þáttur í þjónustu við börn sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Núverandi húsnæði var orðið of þröngt fyrir starfsemina, enda brýnt að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Við höfum því keypt nýtt og betra húsnæði sem Barnahús flyst bráðlega í. Til framtíðar litið er það draumur minn að Barnahús sinni ekki aðeins þeim börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi heldur einnig líkamlegu ofbeldi. Í fjárlögum er lagt til að tímabundin 20 m.kr. heimild, vegna aðgerða gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, verði gerð varanleg. Hef ég jafnframt lagt áherslu á að hugað verði sérstaklega að ofbeldi gegn fötluðum börnum og að fjármunir verði tryggðir til þess á fjárlögum. Til að ná árangri í forvörnum gegn ofbeldi þurfa margir að vinna saman á breiðum grundvelli. Til að efla samstarf hef ég, ásamt ráðherrum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins, unnið yfirlýsingu um markvissar aðgerðir og víðtækt samráð til að vinna gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Sérstök áhersla er þar lögð á aðgerðir gegn ofbeldi í garð fatlaðs fólks á öllum aldri og öðrum berskjölduðum hópum. Samstarfsyfirlýsing þessa efnis liggur nú fyrir og verður undirrituð á næstunni. Fjölskylduvænt samfélag Eitt af mínum fyrstu verkefnum sem ráðherra félagsmála var að skipa hóp til að móta fjölskyldustefnu fyrir Ísland með áherslu á börn og fjölskyldur þeirra. Við vinnuna hefur verkefnisstjórn átt í góðu samráði við fjölmarga hagsmunahópa og sérfræðinga og er áætlað að leggja fram þingsályktunartillögu á vori komandi. Drög verða sett á Netið til umsagnar. Í fyrirliggjandi drögum er lögð áhersla á aðgerðir til að auka félagslegan jöfnuð og réttindi, aðgerðir til að sporna gegn mismunun, leiðir til að stuðla að jafnvægi á milli fjölskyldu- og atvinnulífs og jafna ábyrgð foreldra á heimilishaldi og uppeldi barna. Í farvatninu eru því mörg stór og mikilvæg verkefni sem munu styrkja hag fjölskyldna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ísland á að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem börn búa við öryggi og jöfn tækifæri og njóta lögvarinna réttinda líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Vellíðan barna og gott samspil á milli samfélags og fjölskyldu leggur grunn að heilbrigðri og farsælli samfélagsþróun. Áhersla er lögð á framangreint í stjórnarsáttmálanum. Huga þarf bæði að almennu umhverfi fjölskyldna í landinu og að þeim fjölskyldum sem mestan stuðning þurfa á að halda. Gæði óháð búsetu Þeim fjölskyldum sem eru berskjaldaðastar er sinnt af félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaganna í dag. Fólk á að geta treyst því að gæði þjónustunnar séu sambærileg óháð búsetu. Margir vinna gott og faglegt starf í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Framundan er því heildarendurskoðun á stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Mikilvægur þáttur í endurskoðuninni er stofnun stjórnsýslustofnunar sem mun sinna upplýsingaöflun um þjónustu og skilgreiningu gæðaviðmiða, öflun og viðhaldi bestu þekkingar á sviði félagsþjónustu og barnaverndar og ýmsum stjórnsýsluverkefnum, meðal annars þeim sem nú eru í umsjón Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs og réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Einnig verður athugað hvernig eftirliti með gæðum og öryggi þjónustunnar verði best háttað í hinni nýju stofnun, með áherslu á sjálfstæði þeirrar einingar. Sveitarfélögin hafa sýnt, með yfirtöku stórra verkefna á undanförnum árum, hvers þau eru megnug og hefur það sannfært mig enn frekar um að nærþjónustan á að vera á þeirra vegum. Þar er yfirsýnin yfir þarfir notenda og því mestar líkur á að veitt séu úrræði á viðeigandi þjónustustigi. Þannig skapast samlegð sem eflir sveitarstjórnarstigið til góðs fyrir íbúana. Þáttur ríkisins í nærþjónustu á að felast í að skilgreina gæði hennar, tryggja jafnræði og sinna eftirliti. Þessi skil hafa ekki verið nógu skýr í félagsþjónustu og barnavernd að mínu mati. Ríkið hefur sinnt verkefnum sem kunna að eiga betur heima hjá sveitarfélögunum á meðan eftirliti hefur verið áfátt. Þetta verður að laga. Vegna þessa hef ég falið nefnd að endurskoða stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar, draga skýrari skil milli stjórnsýslu og þjónustuverkefna og efla eftirlit. Leitað verður til sérfræðinga bæði innanlands og erlendis í þessu skyni. Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þóroddur er með doktorspróf í félagsfræði og er þekktur af rannsóknum sínum á högum og líðan barna og ungmenna. Forvarnir gegn ofbeldi Ekkert barn á að þurfa að upplifa ofbeldi, en þegar það gerist verðum við að vera til staðar fyrir þau. Sá stuðningur á að vera óháður fjölskylduaðstæðum, efnahagslegri og félagslegri stöðu, og því hvort þau séu fötluð eða ófötluð. Barnahús er mikilvægur þáttur í þjónustu við börn sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Núverandi húsnæði var orðið of þröngt fyrir starfsemina, enda brýnt að fjölga starfsfólki og bæta aðstæður. Við höfum því keypt nýtt og betra húsnæði sem Barnahús flyst bráðlega í. Til framtíðar litið er það draumur minn að Barnahús sinni ekki aðeins þeim börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi heldur einnig líkamlegu ofbeldi. Í fjárlögum er lagt til að tímabundin 20 m.kr. heimild, vegna aðgerða gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, verði gerð varanleg. Hef ég jafnframt lagt áherslu á að hugað verði sérstaklega að ofbeldi gegn fötluðum börnum og að fjármunir verði tryggðir til þess á fjárlögum. Til að ná árangri í forvörnum gegn ofbeldi þurfa margir að vinna saman á breiðum grundvelli. Til að efla samstarf hef ég, ásamt ráðherrum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins, unnið yfirlýsingu um markvissar aðgerðir og víðtækt samráð til að vinna gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Sérstök áhersla er þar lögð á aðgerðir gegn ofbeldi í garð fatlaðs fólks á öllum aldri og öðrum berskjölduðum hópum. Samstarfsyfirlýsing þessa efnis liggur nú fyrir og verður undirrituð á næstunni. Fjölskylduvænt samfélag Eitt af mínum fyrstu verkefnum sem ráðherra félagsmála var að skipa hóp til að móta fjölskyldustefnu fyrir Ísland með áherslu á börn og fjölskyldur þeirra. Við vinnuna hefur verkefnisstjórn átt í góðu samráði við fjölmarga hagsmunahópa og sérfræðinga og er áætlað að leggja fram þingsályktunartillögu á vori komandi. Drög verða sett á Netið til umsagnar. Í fyrirliggjandi drögum er lögð áhersla á aðgerðir til að auka félagslegan jöfnuð og réttindi, aðgerðir til að sporna gegn mismunun, leiðir til að stuðla að jafnvægi á milli fjölskyldu- og atvinnulífs og jafna ábyrgð foreldra á heimilishaldi og uppeldi barna. Í farvatninu eru því mörg stór og mikilvæg verkefni sem munu styrkja hag fjölskyldna í landinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar