Amma dreki og vaskurinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. október 2014 00:30 Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun