Komin alla leið frá Kenía á styrktartónleika Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2014 11:30 Dóra Kristín, Lucy Odipo, Brynhildur Jónsdóttir, Janes Samua, fylgdarmaður Lucy, og Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla). Fréttablaðið/Ernir „Hún Lucy hefur aldrei farið út fyrir Kenya og aldrei farið í flugvél áður og var alveg hissa hvað það var góð reynsla. Við fórum nokkur saman út á flugvöll á föstudaginn að taka á móti henni og borðuðum svo saman hjá Margréti Kristínu (Fabúlu). Það var frábær dagur,“ segir Dóra Kristín Briem. Dóra er í stjórn samtakanna Vinir Kenía sem buðu Lucy Odipo hingað til lands en Lucy helgar líf sitt börnum í fátækrahverfi í Naíróbí í Kenía. Lucy rekur þar skóla sem kallaður er Little Bees og er orðinn eins og miðstöð vonar um framtíð og betra líf fyrir börnin. Hún er 64 ára, býr í kofa á skólalóðinni með fimmtán aukarúmum og leyfir börnum að búa hjá sér sem eiga ekki í önnur hús að venda. Í nokkur ár hafa Íslendingar styrkt börn í þessu hverfi og einnig fjármagnað að hluta nýjar skólabyggingar.Í Naíróbí Unnið að byggingu leikskólans.„Það eru 60 börn sem um 50 íslenskar fjölskyldur styrkja og sá félagsskapur hefur eiginlega safnað fyrir öllum skólabyggingunum. Þær voru bara bárujárnskofar með moldargólfum. Í sumum voru trébekkir og borð en í öðrum ekkert, engar bækur og engin skriffæri,“ lýsir Dóra. Nú segir hún tveggja hæða skólahús risið og litla hliðarbyggingu við sem hýsir leikskóla, hvorutveggja fyrir atbeina Íslendinga. Lucy Odipo verður á landinu í tíu daga og hún verður heiðursgestur á styrktartónleikum sem haldnir verða í Fríkirkjunni á miðvikudaginn 8. október. Þar koma fram Bogomil Font ásamt Tómasi R. Einarssyni, Ómari Guðjónssyni og Kjartani Hákonarsyni, Védís Hervör Árnadóttir ásamt Þórhalli Bergmann og Ásgeiri Ásgeirssyni, Unnsteinn Manúel ásamt Tómasi Jónssyni og Gylfa Sigurðssyni. Unnur Birna Björnsdóttir, Jón Ólafsson, Hildur Vala Einarsdóttir og Fabúla ásamt barnakór. „Allir listamennirnir vilja gefa vinnu sína en allt sem inn kemur rennur til Little Bees-skólans,“ segir Dóra og tekur fram að tónleikarnir í Fríkirkjunni hefjist klukkan 20 og 2.500 kall kosti inn.Lucy og SylviaStúlkan Sylvía Mwanikha er dæmi um hvað skólinn og styrktarforeldrar geta breytt miklu fyrir barn sem fæðist inn í erfiðar aðstæður fátækrahverfisins. Sylvía hætti að geta hreyft annan handlegginn eftir bólusetningu þegar hún var ungabarn. Hún var niðurlút lítil stúlka sem fannst hún ekki geta staðið jafnfætis öðrum börnum en á örfáum árum gjörbreyttist líf hennar. Íslenskir stuðningsforeldrar hennar stóðu fyrir söfnun og kostuðu aðgerð á handleggnum sem hún getur núna notað. Hún er útskrifuð úr Little Bees-skólanum og komin í framhaldsskóla þar sem henni gengur vel. Hún er hamingjusöm og stefnir á að verða læknir. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Hún Lucy hefur aldrei farið út fyrir Kenya og aldrei farið í flugvél áður og var alveg hissa hvað það var góð reynsla. Við fórum nokkur saman út á flugvöll á föstudaginn að taka á móti henni og borðuðum svo saman hjá Margréti Kristínu (Fabúlu). Það var frábær dagur,“ segir Dóra Kristín Briem. Dóra er í stjórn samtakanna Vinir Kenía sem buðu Lucy Odipo hingað til lands en Lucy helgar líf sitt börnum í fátækrahverfi í Naíróbí í Kenía. Lucy rekur þar skóla sem kallaður er Little Bees og er orðinn eins og miðstöð vonar um framtíð og betra líf fyrir börnin. Hún er 64 ára, býr í kofa á skólalóðinni með fimmtán aukarúmum og leyfir börnum að búa hjá sér sem eiga ekki í önnur hús að venda. Í nokkur ár hafa Íslendingar styrkt börn í þessu hverfi og einnig fjármagnað að hluta nýjar skólabyggingar.Í Naíróbí Unnið að byggingu leikskólans.„Það eru 60 börn sem um 50 íslenskar fjölskyldur styrkja og sá félagsskapur hefur eiginlega safnað fyrir öllum skólabyggingunum. Þær voru bara bárujárnskofar með moldargólfum. Í sumum voru trébekkir og borð en í öðrum ekkert, engar bækur og engin skriffæri,“ lýsir Dóra. Nú segir hún tveggja hæða skólahús risið og litla hliðarbyggingu við sem hýsir leikskóla, hvorutveggja fyrir atbeina Íslendinga. Lucy Odipo verður á landinu í tíu daga og hún verður heiðursgestur á styrktartónleikum sem haldnir verða í Fríkirkjunni á miðvikudaginn 8. október. Þar koma fram Bogomil Font ásamt Tómasi R. Einarssyni, Ómari Guðjónssyni og Kjartani Hákonarsyni, Védís Hervör Árnadóttir ásamt Þórhalli Bergmann og Ásgeiri Ásgeirssyni, Unnsteinn Manúel ásamt Tómasi Jónssyni og Gylfa Sigurðssyni. Unnur Birna Björnsdóttir, Jón Ólafsson, Hildur Vala Einarsdóttir og Fabúla ásamt barnakór. „Allir listamennirnir vilja gefa vinnu sína en allt sem inn kemur rennur til Little Bees-skólans,“ segir Dóra og tekur fram að tónleikarnir í Fríkirkjunni hefjist klukkan 20 og 2.500 kall kosti inn.Lucy og SylviaStúlkan Sylvía Mwanikha er dæmi um hvað skólinn og styrktarforeldrar geta breytt miklu fyrir barn sem fæðist inn í erfiðar aðstæður fátækrahverfisins. Sylvía hætti að geta hreyft annan handlegginn eftir bólusetningu þegar hún var ungabarn. Hún var niðurlút lítil stúlka sem fannst hún ekki geta staðið jafnfætis öðrum börnum en á örfáum árum gjörbreyttist líf hennar. Íslenskir stuðningsforeldrar hennar stóðu fyrir söfnun og kostuðu aðgerð á handleggnum sem hún getur núna notað. Hún er útskrifuð úr Little Bees-skólanum og komin í framhaldsskóla þar sem henni gengur vel. Hún er hamingjusöm og stefnir á að verða læknir.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira