Púsluspil um regnbogafjölskyldur Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 6. október 2014 13:30 Læknaparið Dirk Zehender og Martin Strange ásamt listakonunni Gunnellu. Vísir/Ernir „Okkur langaði til þess að gera eitthvað fyrir börn sem sýnir að það séu aðrir möguleikar í fjölskyldumynstri en það að eiga mömmu og pabba. Að það sé fullkomlega eðlilegt að eiga tvo pabba eða tvær mömmur,“ segir Dirk Zehender, þýskur læknir sem ásamt eiginmanni sínum, Martin Strange lækni, gerði púsluspil fyrir börn sem sýnir mynd af regnbogafjölskyldum. Myndina á púsluspilinu málaði Gunnella Ólafsdóttir, en tvær bækur hafa verið gerðar út frá myndunum hennar sem gefnar voru út í Bandaríkjunum og hér á landi. „Hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég ætlaði að kaupa bók um regnbogafjölskyldur handa dóttur okkar úti í Þýskalandi, en ég fann hvergi hvernig sem ég leitaði,“ segir Dirk, en hann segir söguna um það hvernig þeir kynntust Gunnellu mjög skondna og tilviljanakennda. Þeir Dirk og Martin eru miklir áhugamenn um íslenska hestinn og eiga 14 íslenska hesta í Þýskalandi. „Við komum fyrst til Íslands árið 1987 vegna áhuga okkar á hestunum og landinu, en fyrir nokkrum árum fékk Martin starf hér sem afleysingalæknir svo við keyptum okkur íbúð í miðbænum,“ útskýrir Dirk. Það var svo fyrir einu og hálfu ári síðan sem þeir fóru í ferð á Snæfellsnesið.Hér má sjá púslið með mynd GunnelluVísir/Ernir„Ein merin okkar er ættuð þaðan og okkur langaði svo að heimsækja bæinn og spjalla við þá sem áttu hestinn og fá upplýsingar,“ segir Dirk. En þegar að bænum var komið var enginn heima. Gripu þeir á það ráð að banka upp á næsta bæ. „Ég og maðurinn minn vorum í heimsókn þar hjá vinafólki okkar. Samkvæmt íslenskri hefð var tekið vel á móti þeim og þeim boðið til stofu,“ segir Gunnella. „Þeir sögðu okkur frá því að þeir hefðu gefið út bækur um regnbogafjölskyldur og svo komust þeir að því húsfreyjan þekkti íslenskan vin þeirra,“ segir Gunnella. Þegar þeir fóru gaf hún þeim nafnspjaldið sitt. Eftir að þeir höfðu skoðað heimasíðuna hennar komust þeir að því að hún hefði áður komið nálægt bókaútgáfu. ,,Þeir mættu síðan á myndlistarsýningu hjá mér stuttu síðar og þar báru þeir hugmyndina undir mig um að ég myndi mála mynd fyrir þá til að setja á púsluspil. Mér hefur áður verið boðið í slíkt samstarf og neitað því, en þetta er virkilega frábært og verðugt verkefni sem ég er mjög svo stolt af að taka þátt í.“ segir Gunnella. Púslið er framleitt af Ravensburger og verður fáanlegt hér á landi og á netinu í lok mánaðarins. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Okkur langaði til þess að gera eitthvað fyrir börn sem sýnir að það séu aðrir möguleikar í fjölskyldumynstri en það að eiga mömmu og pabba. Að það sé fullkomlega eðlilegt að eiga tvo pabba eða tvær mömmur,“ segir Dirk Zehender, þýskur læknir sem ásamt eiginmanni sínum, Martin Strange lækni, gerði púsluspil fyrir börn sem sýnir mynd af regnbogafjölskyldum. Myndina á púsluspilinu málaði Gunnella Ólafsdóttir, en tvær bækur hafa verið gerðar út frá myndunum hennar sem gefnar voru út í Bandaríkjunum og hér á landi. „Hugmyndin kviknaði fyrst þegar ég ætlaði að kaupa bók um regnbogafjölskyldur handa dóttur okkar úti í Þýskalandi, en ég fann hvergi hvernig sem ég leitaði,“ segir Dirk, en hann segir söguna um það hvernig þeir kynntust Gunnellu mjög skondna og tilviljanakennda. Þeir Dirk og Martin eru miklir áhugamenn um íslenska hestinn og eiga 14 íslenska hesta í Þýskalandi. „Við komum fyrst til Íslands árið 1987 vegna áhuga okkar á hestunum og landinu, en fyrir nokkrum árum fékk Martin starf hér sem afleysingalæknir svo við keyptum okkur íbúð í miðbænum,“ útskýrir Dirk. Það var svo fyrir einu og hálfu ári síðan sem þeir fóru í ferð á Snæfellsnesið.Hér má sjá púslið með mynd GunnelluVísir/Ernir„Ein merin okkar er ættuð þaðan og okkur langaði svo að heimsækja bæinn og spjalla við þá sem áttu hestinn og fá upplýsingar,“ segir Dirk. En þegar að bænum var komið var enginn heima. Gripu þeir á það ráð að banka upp á næsta bæ. „Ég og maðurinn minn vorum í heimsókn þar hjá vinafólki okkar. Samkvæmt íslenskri hefð var tekið vel á móti þeim og þeim boðið til stofu,“ segir Gunnella. „Þeir sögðu okkur frá því að þeir hefðu gefið út bækur um regnbogafjölskyldur og svo komust þeir að því húsfreyjan þekkti íslenskan vin þeirra,“ segir Gunnella. Þegar þeir fóru gaf hún þeim nafnspjaldið sitt. Eftir að þeir höfðu skoðað heimasíðuna hennar komust þeir að því að hún hefði áður komið nálægt bókaútgáfu. ,,Þeir mættu síðan á myndlistarsýningu hjá mér stuttu síðar og þar báru þeir hugmyndina undir mig um að ég myndi mála mynd fyrir þá til að setja á púsluspil. Mér hefur áður verið boðið í slíkt samstarf og neitað því, en þetta er virkilega frábært og verðugt verkefni sem ég er mjög svo stolt af að taka þátt í.“ segir Gunnella. Púslið er framleitt af Ravensburger og verður fáanlegt hér á landi og á netinu í lok mánaðarins.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira