Auglýst eftir efndum og endurnýjun Hilmar Sigurðsson og Friðrik Þór Friðriksson skrifar 4. október 2014 07:00 Árið 2006 var gert samkomulag við þáverandi ríkisstjórn um stefnumörkun til að efla íslenska kvikmyndagerð 2007-2010. Aðilar voru sammála um að Kvikmyndasjóður þyrfti að vera 700 milljónir króna til að geta rækt menningarhlutverk sitt við framleiðslu á íslensku kvikmyndaefni og var sett upp áætlun hvernig því markmiði yrði náð á samningstímabilinu. 700 milljónir á verðlagi dagsins í dag samsvara tæplega 1.200 milljónum. Framlög í Kvikmyndasjóð á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aldrei náð markmiðum samkomulagsins, þótt vissulega hafi þau farið nálægt því árið 2013. Öll hin árin er munurinn sláandi og samanlagt á árunum 2010-2014 vantar 2,6 milljarða til að þetta markmið náist. Í fjárlögum fyrir árið 2014 var framlag til Kvikmyndasjóðs skorið niður um hartnær 40% milli ára, eða um 400 milljónir króna.Árið 2010 var Kvikmyndasjóður líka skorinn niður á milli ára um hartnær 30%. Þá var verið að vinna með fjárlagagat upp á 240 milljarða króna. Í slíku árferði var ekki um auðugan garð að gresja og kvikmyndagerðinni var stillt upp við vegg þegar núverandi samkomulag var endurnýjað. Í samkomulaginu sem gildir 2011-2015 var áætlað að framlag ársins 2015 yrði 700 milljónir króna. Á núvirði er sú tala 812 milljónir króna og því vantar enn þá nær 100 milljónir króna í áætlað framlag 2015 til að ná framlagi sem var í kreppusamningnum frá árslokum 2010. Á sama tíma eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar að raunvirði 17,7% hærri en 2010 á verðlagi í ágúst 2014.Ekki áhugi Af þessum tölum er fátt annað hægt að álykta annað en að vilji stjórnvalda standi ekki til þess að hér sé framleitt íslenskt kvikmyndaefni af því magni og gæðum sem þó var víðtæk sátt um árið 2006. Þrátt fyrir betri stöðu ríkissjóðs í dag og hærri framlög til mennta- og menningarmála en árið 2006, virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga á að efna samninga frá 2006 og 2010. Íslensk kvikmyndagerð er sú eina í heiminum sem talar íslensku. Innlend kvikmyndagerð endurspeglar þá menningu og samfélag sem við lifum í og sú eina í heiminum sem endurspeglar íslenskt þjóðfélag. Og þetta er staðan, þrátt fyrir að fyrir löngu sé sýnt fram á að öll opinber fjárfesting í innlendri kvikmyndamenningu skili sér margfalt til baka í ríkiskassann í krónum talið. Kvikmyndasjóður er samkeppnissjóður. Rétt eins og tveir aðrir slíkir, varð hann fyrir miklum niðurskurði á síðustu árum. Kvikmyndaframleiðendur fagna því að stjórnvöld hafi séð að sér með frekari niðurskurð á tveimur af þessum mikilvægu samkeppnissjóðum en finnst á sama tíma undarlegt að þriðji samkeppnissjóðurinn sé skilinn eftir. Þegar þróun þessara sjóða er skoðuð á sex ára tímabili sést greinilega hvernig Kvikmyndasjóður hefur verið skilinn eftir. Árið 2009 eru Tækniþróunarsjóður og Kvikmyndasjóður nær jafnir að stærð, en árið 2015 stefnir í að sá síðarnefndi sé einungis um helmingur af stærð hins fyrri, eða 1.373 m. kr. á móti 725 milljónum. Þarna munar því um 650 milljónir á framlagi til samkeppnissjóða sem voru nær jafn stórir árið 2009. Af framansögðu er kannski ekkert undarlegt að undirritaðir auglýsi eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 var gert samkomulag við þáverandi ríkisstjórn um stefnumörkun til að efla íslenska kvikmyndagerð 2007-2010. Aðilar voru sammála um að Kvikmyndasjóður þyrfti að vera 700 milljónir króna til að geta rækt menningarhlutverk sitt við framleiðslu á íslensku kvikmyndaefni og var sett upp áætlun hvernig því markmiði yrði náð á samningstímabilinu. 700 milljónir á verðlagi dagsins í dag samsvara tæplega 1.200 milljónum. Framlög í Kvikmyndasjóð á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aldrei náð markmiðum samkomulagsins, þótt vissulega hafi þau farið nálægt því árið 2013. Öll hin árin er munurinn sláandi og samanlagt á árunum 2010-2014 vantar 2,6 milljarða til að þetta markmið náist. Í fjárlögum fyrir árið 2014 var framlag til Kvikmyndasjóðs skorið niður um hartnær 40% milli ára, eða um 400 milljónir króna.Árið 2010 var Kvikmyndasjóður líka skorinn niður á milli ára um hartnær 30%. Þá var verið að vinna með fjárlagagat upp á 240 milljarða króna. Í slíku árferði var ekki um auðugan garð að gresja og kvikmyndagerðinni var stillt upp við vegg þegar núverandi samkomulag var endurnýjað. Í samkomulaginu sem gildir 2011-2015 var áætlað að framlag ársins 2015 yrði 700 milljónir króna. Á núvirði er sú tala 812 milljónir króna og því vantar enn þá nær 100 milljónir króna í áætlað framlag 2015 til að ná framlagi sem var í kreppusamningnum frá árslokum 2010. Á sama tíma eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar að raunvirði 17,7% hærri en 2010 á verðlagi í ágúst 2014.Ekki áhugi Af þessum tölum er fátt annað hægt að álykta annað en að vilji stjórnvalda standi ekki til þess að hér sé framleitt íslenskt kvikmyndaefni af því magni og gæðum sem þó var víðtæk sátt um árið 2006. Þrátt fyrir betri stöðu ríkissjóðs í dag og hærri framlög til mennta- og menningarmála en árið 2006, virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga á að efna samninga frá 2006 og 2010. Íslensk kvikmyndagerð er sú eina í heiminum sem talar íslensku. Innlend kvikmyndagerð endurspeglar þá menningu og samfélag sem við lifum í og sú eina í heiminum sem endurspeglar íslenskt þjóðfélag. Og þetta er staðan, þrátt fyrir að fyrir löngu sé sýnt fram á að öll opinber fjárfesting í innlendri kvikmyndamenningu skili sér margfalt til baka í ríkiskassann í krónum talið. Kvikmyndasjóður er samkeppnissjóður. Rétt eins og tveir aðrir slíkir, varð hann fyrir miklum niðurskurði á síðustu árum. Kvikmyndaframleiðendur fagna því að stjórnvöld hafi séð að sér með frekari niðurskurð á tveimur af þessum mikilvægu samkeppnissjóðum en finnst á sama tíma undarlegt að þriðji samkeppnissjóðurinn sé skilinn eftir. Þegar þróun þessara sjóða er skoðuð á sex ára tímabili sést greinilega hvernig Kvikmyndasjóður hefur verið skilinn eftir. Árið 2009 eru Tækniþróunarsjóður og Kvikmyndasjóður nær jafnir að stærð, en árið 2015 stefnir í að sá síðarnefndi sé einungis um helmingur af stærð hins fyrri, eða 1.373 m. kr. á móti 725 milljónum. Þarna munar því um 650 milljónir á framlagi til samkeppnissjóða sem voru nær jafn stórir árið 2009. Af framansögðu er kannski ekkert undarlegt að undirritaðir auglýsi eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun