Auglýst eftir efndum og endurnýjun Hilmar Sigurðsson og Friðrik Þór Friðriksson skrifar 4. október 2014 07:00 Árið 2006 var gert samkomulag við þáverandi ríkisstjórn um stefnumörkun til að efla íslenska kvikmyndagerð 2007-2010. Aðilar voru sammála um að Kvikmyndasjóður þyrfti að vera 700 milljónir króna til að geta rækt menningarhlutverk sitt við framleiðslu á íslensku kvikmyndaefni og var sett upp áætlun hvernig því markmiði yrði náð á samningstímabilinu. 700 milljónir á verðlagi dagsins í dag samsvara tæplega 1.200 milljónum. Framlög í Kvikmyndasjóð á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aldrei náð markmiðum samkomulagsins, þótt vissulega hafi þau farið nálægt því árið 2013. Öll hin árin er munurinn sláandi og samanlagt á árunum 2010-2014 vantar 2,6 milljarða til að þetta markmið náist. Í fjárlögum fyrir árið 2014 var framlag til Kvikmyndasjóðs skorið niður um hartnær 40% milli ára, eða um 400 milljónir króna.Árið 2010 var Kvikmyndasjóður líka skorinn niður á milli ára um hartnær 30%. Þá var verið að vinna með fjárlagagat upp á 240 milljarða króna. Í slíku árferði var ekki um auðugan garð að gresja og kvikmyndagerðinni var stillt upp við vegg þegar núverandi samkomulag var endurnýjað. Í samkomulaginu sem gildir 2011-2015 var áætlað að framlag ársins 2015 yrði 700 milljónir króna. Á núvirði er sú tala 812 milljónir króna og því vantar enn þá nær 100 milljónir króna í áætlað framlag 2015 til að ná framlagi sem var í kreppusamningnum frá árslokum 2010. Á sama tíma eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar að raunvirði 17,7% hærri en 2010 á verðlagi í ágúst 2014.Ekki áhugi Af þessum tölum er fátt annað hægt að álykta annað en að vilji stjórnvalda standi ekki til þess að hér sé framleitt íslenskt kvikmyndaefni af því magni og gæðum sem þó var víðtæk sátt um árið 2006. Þrátt fyrir betri stöðu ríkissjóðs í dag og hærri framlög til mennta- og menningarmála en árið 2006, virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga á að efna samninga frá 2006 og 2010. Íslensk kvikmyndagerð er sú eina í heiminum sem talar íslensku. Innlend kvikmyndagerð endurspeglar þá menningu og samfélag sem við lifum í og sú eina í heiminum sem endurspeglar íslenskt þjóðfélag. Og þetta er staðan, þrátt fyrir að fyrir löngu sé sýnt fram á að öll opinber fjárfesting í innlendri kvikmyndamenningu skili sér margfalt til baka í ríkiskassann í krónum talið. Kvikmyndasjóður er samkeppnissjóður. Rétt eins og tveir aðrir slíkir, varð hann fyrir miklum niðurskurði á síðustu árum. Kvikmyndaframleiðendur fagna því að stjórnvöld hafi séð að sér með frekari niðurskurð á tveimur af þessum mikilvægu samkeppnissjóðum en finnst á sama tíma undarlegt að þriðji samkeppnissjóðurinn sé skilinn eftir. Þegar þróun þessara sjóða er skoðuð á sex ára tímabili sést greinilega hvernig Kvikmyndasjóður hefur verið skilinn eftir. Árið 2009 eru Tækniþróunarsjóður og Kvikmyndasjóður nær jafnir að stærð, en árið 2015 stefnir í að sá síðarnefndi sé einungis um helmingur af stærð hins fyrri, eða 1.373 m. kr. á móti 725 milljónum. Þarna munar því um 650 milljónir á framlagi til samkeppnissjóða sem voru nær jafn stórir árið 2009. Af framansögðu er kannski ekkert undarlegt að undirritaðir auglýsi eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Árið 2006 var gert samkomulag við þáverandi ríkisstjórn um stefnumörkun til að efla íslenska kvikmyndagerð 2007-2010. Aðilar voru sammála um að Kvikmyndasjóður þyrfti að vera 700 milljónir króna til að geta rækt menningarhlutverk sitt við framleiðslu á íslensku kvikmyndaefni og var sett upp áætlun hvernig því markmiði yrði náð á samningstímabilinu. 700 milljónir á verðlagi dagsins í dag samsvara tæplega 1.200 milljónum. Framlög í Kvikmyndasjóð á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aldrei náð markmiðum samkomulagsins, þótt vissulega hafi þau farið nálægt því árið 2013. Öll hin árin er munurinn sláandi og samanlagt á árunum 2010-2014 vantar 2,6 milljarða til að þetta markmið náist. Í fjárlögum fyrir árið 2014 var framlag til Kvikmyndasjóðs skorið niður um hartnær 40% milli ára, eða um 400 milljónir króna.Árið 2010 var Kvikmyndasjóður líka skorinn niður á milli ára um hartnær 30%. Þá var verið að vinna með fjárlagagat upp á 240 milljarða króna. Í slíku árferði var ekki um auðugan garð að gresja og kvikmyndagerðinni var stillt upp við vegg þegar núverandi samkomulag var endurnýjað. Í samkomulaginu sem gildir 2011-2015 var áætlað að framlag ársins 2015 yrði 700 milljónir króna. Á núvirði er sú tala 812 milljónir króna og því vantar enn þá nær 100 milljónir króna í áætlað framlag 2015 til að ná framlagi sem var í kreppusamningnum frá árslokum 2010. Á sama tíma eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar að raunvirði 17,7% hærri en 2010 á verðlagi í ágúst 2014.Ekki áhugi Af þessum tölum er fátt annað hægt að álykta annað en að vilji stjórnvalda standi ekki til þess að hér sé framleitt íslenskt kvikmyndaefni af því magni og gæðum sem þó var víðtæk sátt um árið 2006. Þrátt fyrir betri stöðu ríkissjóðs í dag og hærri framlög til mennta- og menningarmála en árið 2006, virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga á að efna samninga frá 2006 og 2010. Íslensk kvikmyndagerð er sú eina í heiminum sem talar íslensku. Innlend kvikmyndagerð endurspeglar þá menningu og samfélag sem við lifum í og sú eina í heiminum sem endurspeglar íslenskt þjóðfélag. Og þetta er staðan, þrátt fyrir að fyrir löngu sé sýnt fram á að öll opinber fjárfesting í innlendri kvikmyndamenningu skili sér margfalt til baka í ríkiskassann í krónum talið. Kvikmyndasjóður er samkeppnissjóður. Rétt eins og tveir aðrir slíkir, varð hann fyrir miklum niðurskurði á síðustu árum. Kvikmyndaframleiðendur fagna því að stjórnvöld hafi séð að sér með frekari niðurskurð á tveimur af þessum mikilvægu samkeppnissjóðum en finnst á sama tíma undarlegt að þriðji samkeppnissjóðurinn sé skilinn eftir. Þegar þróun þessara sjóða er skoðuð á sex ára tímabili sést greinilega hvernig Kvikmyndasjóður hefur verið skilinn eftir. Árið 2009 eru Tækniþróunarsjóður og Kvikmyndasjóður nær jafnir að stærð, en árið 2015 stefnir í að sá síðarnefndi sé einungis um helmingur af stærð hins fyrri, eða 1.373 m. kr. á móti 725 milljónum. Þarna munar því um 650 milljónir á framlagi til samkeppnissjóða sem voru nær jafn stórir árið 2009. Af framansögðu er kannski ekkert undarlegt að undirritaðir auglýsi eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar