Söngleikir, leyndardómar og samkynhneigð Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 5. október 2014 09:00 Leikhópur Leikfélags Verkmennaskólans á Akureyri við æfingar á 101 Reykjavík. Verkmenntaskólinn á Akureyri „Leikfélagið okkar heitir Yggdrasill og í vetur ætla þau að setja upp leikritið 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason,“ segir Stefanía Tara Þrastardóttir, formaður Þórdunu, nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, en flestir muna eftir kvikmyndinni sem gerð var eftir bók Hallgríms. „Við fáum flottan leikstjóra hann Jón Gunnar Þórðarson, en hann hefur áður sett upp Rocky Horror, Ræflavík og Lísu og Lísu hjá Leikfélagi Akureyrar. Við stefnum svo að því að frumsýna 24. október, þetta verður gaman og við hlökkum mikið til að setja upp flotta sýningu.“Menntaskólinn á Ísafirði ætlar að velja á milli þriggja verka. Beetlejuice kemur til greina.Menntaskólinn á Ísafirði „Það er ekki búið að negla niður hvaða verk við ætlum að sýna en valið stendur á milli Beetlejuice, Rock of ages eða Mamma mia!,“ segir Ísak Emanúel Róbertsson í Nemendaráði MÍ. „Við sýnum leikritð alltaf í svokallaðri Sólrisuviku, en það er menningar- og listavika sem nemendur skólans sjá um. Við tilkynnum hvaða verk verður fyrir valinu fljótlega og hefjast æfingar í nóvember. Frumsýnt er Sólrisuvikunni í mars,“ segir Ísak.Rakel Björk Björnsdóttir, formaður Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, var dularfull þegar hún var spurð út í hvaða verk yrði sett upp í vetur.Menntaskólinn í Reykjavík Rakel Björk Björnsdóttir, formaður Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, var dularfull þegar hún var spurð út í hvaða verk yrði sett upp í vetur, og gat því miður ekki ljóstrað því upp hvaða sýning hefði orðið fyrir valinu. „Þetta verður ein stærsta sýning sem við höfum sett upp, enda afmælissýning því þetta verður 170. sýningin sem Herranótt setur upp,“ segir Rakel. „Stefán Hallur Stefánsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra verkinu sem verður sýnt í Gamla bíói og við stefnum að því að frumsýna þann 27. febrúar,“ segir Rakel. „Verkið verður bæði fyndið og dramatískt, tónlistin mjög góð og skemmtileg. Þetta verður magnað!“Menntaskólinn við Hamrahlíð „Við í Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð munum setja upp sýningu næsta vor. Leikstjórinn okkar í ár er enginn annar en Dóri DNA. Núna á haustönn verður sett upp sýning eftir Helga Grím Hermannsson, nemanda í skólanum, en hann bar sigur úr býtum í handritakeppni sem haldin var í skólanum. Það er svakaleg leynd sem hvílir yfir því hvaða sýning verður síðan sett upp í vor en hún verður eflaust tilnefnd til Grímunnar sem snilld ársins,“ segir leikfélagsstjórn Menntaskólans við Hamrahlíð.Leikkonurnar ungu sem fara með aðalhlutverkið í Rómeyju og Júlíu.Verzlunarskólinn Nemendafélag Versló setur upp söngleikinn Saturday Night Fever, byggðan á samnefndri kvikmynd með John Travolta í aðalhlutverki. Leikstjóri er Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Listafélag Verslunarskólans setur svo upp nýja útgáfu af Shakespeare-leikritinu Rómeó og Júlíu, en í þessari útgáfu verða elskhugarnir tvær stúlkur, þær Rómeyja og Júlía. Með aðalhlutverk fara þær Agnes Gísladóttir og Rannveig Eva Snorradóttir. Frumsýnt verður þann 7. nóvember. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri „Leikfélagið okkar heitir Yggdrasill og í vetur ætla þau að setja upp leikritið 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason,“ segir Stefanía Tara Þrastardóttir, formaður Þórdunu, nemendafélags Verkmenntaskólans á Akureyri, en flestir muna eftir kvikmyndinni sem gerð var eftir bók Hallgríms. „Við fáum flottan leikstjóra hann Jón Gunnar Þórðarson, en hann hefur áður sett upp Rocky Horror, Ræflavík og Lísu og Lísu hjá Leikfélagi Akureyrar. Við stefnum svo að því að frumsýna 24. október, þetta verður gaman og við hlökkum mikið til að setja upp flotta sýningu.“Menntaskólinn á Ísafirði ætlar að velja á milli þriggja verka. Beetlejuice kemur til greina.Menntaskólinn á Ísafirði „Það er ekki búið að negla niður hvaða verk við ætlum að sýna en valið stendur á milli Beetlejuice, Rock of ages eða Mamma mia!,“ segir Ísak Emanúel Róbertsson í Nemendaráði MÍ. „Við sýnum leikritð alltaf í svokallaðri Sólrisuviku, en það er menningar- og listavika sem nemendur skólans sjá um. Við tilkynnum hvaða verk verður fyrir valinu fljótlega og hefjast æfingar í nóvember. Frumsýnt er Sólrisuvikunni í mars,“ segir Ísak.Rakel Björk Björnsdóttir, formaður Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, var dularfull þegar hún var spurð út í hvaða verk yrði sett upp í vetur.Menntaskólinn í Reykjavík Rakel Björk Björnsdóttir, formaður Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík, var dularfull þegar hún var spurð út í hvaða verk yrði sett upp í vetur, og gat því miður ekki ljóstrað því upp hvaða sýning hefði orðið fyrir valinu. „Þetta verður ein stærsta sýning sem við höfum sett upp, enda afmælissýning því þetta verður 170. sýningin sem Herranótt setur upp,“ segir Rakel. „Stefán Hallur Stefánsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra verkinu sem verður sýnt í Gamla bíói og við stefnum að því að frumsýna þann 27. febrúar,“ segir Rakel. „Verkið verður bæði fyndið og dramatískt, tónlistin mjög góð og skemmtileg. Þetta verður magnað!“Menntaskólinn við Hamrahlíð „Við í Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð munum setja upp sýningu næsta vor. Leikstjórinn okkar í ár er enginn annar en Dóri DNA. Núna á haustönn verður sett upp sýning eftir Helga Grím Hermannsson, nemanda í skólanum, en hann bar sigur úr býtum í handritakeppni sem haldin var í skólanum. Það er svakaleg leynd sem hvílir yfir því hvaða sýning verður síðan sett upp í vor en hún verður eflaust tilnefnd til Grímunnar sem snilld ársins,“ segir leikfélagsstjórn Menntaskólans við Hamrahlíð.Leikkonurnar ungu sem fara með aðalhlutverkið í Rómeyju og Júlíu.Verzlunarskólinn Nemendafélag Versló setur upp söngleikinn Saturday Night Fever, byggðan á samnefndri kvikmynd með John Travolta í aðalhlutverki. Leikstjóri er Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Listafélag Verslunarskólans setur svo upp nýja útgáfu af Shakespeare-leikritinu Rómeó og Júlíu, en í þessari útgáfu verða elskhugarnir tvær stúlkur, þær Rómeyja og Júlía. Með aðalhlutverk fara þær Agnes Gísladóttir og Rannveig Eva Snorradóttir. Frumsýnt verður þann 7. nóvember.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira