Lestur kveikir á skilningarvitum Starri Freyr Jónsson skrifar 3. október 2014 11:45 ,,Þetta verður sannarlega litríkt ævintýraland þar sem sýningargestir ganga inn í veröld bókanna,“ segja sýningarstjórar Orðaævintýris, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Davíð Stefánsson. MYNDIR/VALLI Páfuglinn sjálfur heimsækir Vatnsmýrina í Reykjavík á morgun laugardag með litskrúðugt safn barnabóka frá Norðurlöndum en þá verður sýningin Orðaævintýri sett í Norræna húsinu. Sýningin er hluti af alþjóðlegu barna- og unglingabókmenntahátíðinni Mýrinni sem hefst í næstu viku í Reykjavík. Aðstandendur Mýrarinnar hafa löngum viljað auka þátt barna- og unglingabókmennta í hátíðinni og niðurstaðan varð sjö vikna sýning sem verður opin alla daga vikunnar milli kl. 12 og 17 fram í nóvember. Sýningarstjórar Orðaævintýris eru rithöfundurinn Davíð Stefánsson og myndlistarkonan Kristín Ragna Gunnarsdóttir. „Markmiðið var að stækka þátt barna- og unglingabókmennta og búa til sannkallaða upplifunarsýningu um lestur og tungumál. Henni má eiginlega lýsa sem nýstárlegu ævintýralandi þar sem ný og gömul börn bregða á leik með tungumál, myndmál og bækur,“ segir Davíð en sýningin er sú stærsta sem sett er upp í Norræna húsinu á árinu. Innblástur sýningarinnar er sóttur til þrettán norrænna barna- og unglingabóka og hafa sýningarstjórarnir tveir sökkt sér ofan í söguheim bókanna undanfarnar vikur. „Þetta verður sannarlega litríkt ævintýraland þar sem sýningargestir ganga inn í veröld bókanna og verða um leið þátttakendur í sögum og sagnagerð,“ segir Kristín. Sýningin þekur um 380 fermetra rými í tveimur sölum í kjallara hússins og inniheldur níu stöðvar. „Búið verður að mála hvern einasta blett í líflegum og skærum litum í kjallaranum. Þetta verður mjög gagnvirk sýning þar sem hver bókanna fær sitt pláss, mismikið þó.“ Sýningin inniheldur meðal annars tveggja hæða timburkofa, segulljóðavegg, sundlaug fulla af kúlum með bókstöfum, sögutjald, spunasvið, veðurvegg, bókaísskáp og auðvitað páfuglinn sjálfan sem er tákn hátíðarinnar. „Að mörgu leyti má líkja páfuglinum við bók. Eins og margar bækur lætur hann ekki mikið fyrir sér fara út á við en þegar hann breiðir úr stélinu er eins og bókin opnist og ljúki upp öllum sínum leyndardómum. Þannig er páfuglinn að mörgu leyti svolítið tákn fyrir það hvað bókin er ríkt fyrirbæri. Þeir sem lesa mikið, og ekki síður þeir sem eiga börn, þekkja það vel hvaða töfrar geta kviknað þegar maður dettur inn í bók og lesturinn kveikir á öllum skilningarvitum.“ Að sögn Kristínar og Davíðs er sýningin ætluð öllum aldurshópum og þar eru eldri kynslóðirnar ekki undanskildar. „Við höfum fengist mikið við sköpun og það gilda alltaf sömu lögmál hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Nær öllum finnst gaman að leika, skapa og uppgötva nýja hluti. Sumir þeirra fullorðnu eru kannski búnir að gleyma því en þeir hafa þá bara gott af að kíkja á sýninguna og verða börn aftur.“ Páfugl út í mýri – Orðaævintýri stendur yfir alla daga vikunnar frá 4. október til 23. nóvember í kjallara Norræna hússins. Sýningin er opin öllum og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á www.myrin.is og á facebook undir Mýrin barnabókmenntahátíð. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Sjá meira
Páfuglinn sjálfur heimsækir Vatnsmýrina í Reykjavík á morgun laugardag með litskrúðugt safn barnabóka frá Norðurlöndum en þá verður sýningin Orðaævintýri sett í Norræna húsinu. Sýningin er hluti af alþjóðlegu barna- og unglingabókmenntahátíðinni Mýrinni sem hefst í næstu viku í Reykjavík. Aðstandendur Mýrarinnar hafa löngum viljað auka þátt barna- og unglingabókmennta í hátíðinni og niðurstaðan varð sjö vikna sýning sem verður opin alla daga vikunnar milli kl. 12 og 17 fram í nóvember. Sýningarstjórar Orðaævintýris eru rithöfundurinn Davíð Stefánsson og myndlistarkonan Kristín Ragna Gunnarsdóttir. „Markmiðið var að stækka þátt barna- og unglingabókmennta og búa til sannkallaða upplifunarsýningu um lestur og tungumál. Henni má eiginlega lýsa sem nýstárlegu ævintýralandi þar sem ný og gömul börn bregða á leik með tungumál, myndmál og bækur,“ segir Davíð en sýningin er sú stærsta sem sett er upp í Norræna húsinu á árinu. Innblástur sýningarinnar er sóttur til þrettán norrænna barna- og unglingabóka og hafa sýningarstjórarnir tveir sökkt sér ofan í söguheim bókanna undanfarnar vikur. „Þetta verður sannarlega litríkt ævintýraland þar sem sýningargestir ganga inn í veröld bókanna og verða um leið þátttakendur í sögum og sagnagerð,“ segir Kristín. Sýningin þekur um 380 fermetra rými í tveimur sölum í kjallara hússins og inniheldur níu stöðvar. „Búið verður að mála hvern einasta blett í líflegum og skærum litum í kjallaranum. Þetta verður mjög gagnvirk sýning þar sem hver bókanna fær sitt pláss, mismikið þó.“ Sýningin inniheldur meðal annars tveggja hæða timburkofa, segulljóðavegg, sundlaug fulla af kúlum með bókstöfum, sögutjald, spunasvið, veðurvegg, bókaísskáp og auðvitað páfuglinn sjálfan sem er tákn hátíðarinnar. „Að mörgu leyti má líkja páfuglinum við bók. Eins og margar bækur lætur hann ekki mikið fyrir sér fara út á við en þegar hann breiðir úr stélinu er eins og bókin opnist og ljúki upp öllum sínum leyndardómum. Þannig er páfuglinn að mörgu leyti svolítið tákn fyrir það hvað bókin er ríkt fyrirbæri. Þeir sem lesa mikið, og ekki síður þeir sem eiga börn, þekkja það vel hvaða töfrar geta kviknað þegar maður dettur inn í bók og lesturinn kveikir á öllum skilningarvitum.“ Að sögn Kristínar og Davíðs er sýningin ætluð öllum aldurshópum og þar eru eldri kynslóðirnar ekki undanskildar. „Við höfum fengist mikið við sköpun og það gilda alltaf sömu lögmál hvort sem um börn eða fullorðna er að ræða. Nær öllum finnst gaman að leika, skapa og uppgötva nýja hluti. Sumir þeirra fullorðnu eru kannski búnir að gleyma því en þeir hafa þá bara gott af að kíkja á sýninguna og verða börn aftur.“ Páfugl út í mýri – Orðaævintýri stendur yfir alla daga vikunnar frá 4. október til 23. nóvember í kjallara Norræna hússins. Sýningin er opin öllum og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á www.myrin.is og á facebook undir Mýrin barnabókmenntahátíð.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Sjá meira