Viljum við að óhollusta lækki og hollusta hækki? Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 2. október 2014 07:00 Þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram voru samhliða lagðar fram tillögur um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og niðurfellingu vörugjalda. Megin breytingin er að virðisaukaskattur á matvæli hækkar úr 7% í 12% en efra þrepið lækkar úr 25,5% í 24%. Jafnframt á að afnema vörugjöld, þar með talin þau sem í dag leggjast á sykruð matvæli. Ef þessar tillögur ná fram að ganga þá munu hollustuvörur á borð við ávexti og grænmeti hækka í verði sem nemur um 5%. Kíló af tómötum sem kostar í dag 459 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, kemur til með að hækka í a.m.k. 480 krónur eftir breytingarnar, endanlegt verð fer eftir álagningu vörunnar. Kíló af gulrótum myndi fara úr 718 krónum í 752 krónur. Samhliða þessu koma gosdrykkir til með að lækka í verði við afnám vörugjalda, þó mismikið eftir stærð pakkninga og álagningu, þrátt fyrir að virðisaukaskattur á þeim hækki. Tveggja lítra gosflaska sem í dag kostar 295 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, gæti lækkað um a.m.k. 11%. Kolsýrt vatn myndi hins vegar hækka um 5% eins og ávextir og grænmeti. Hvað sælgæti varðar eru áhrifin mismunandi en þau fara m.a. eftir núverandi vörugjöldum sem leggjast á eftir sykurinnihaldi. Embætti landlæknis telur það ekki farsælt út frá sjónarmiðum heilsueflingar að lækka álögur á óhollustu eins og gosdrykki og sælgæti því það getur haft í för með sér aukna neyslu á þessum vörum sem er þó mikil fyrir. Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Hækkun á verði grænmetis og ávaxta getur hins vegar dregið úr neyslu þeirra sem er nú þegar of lítil, aðeins um helmingur af því sem ráðlagt er. Það hefur sýnt sig að verðbreytingar á grænmeti hafa haft áhrif á neyslu en við lækkun innflutningstolla og síðar afnám jókst grænmetisneyslan en við efnahagsþrengingarnar 2008 dró úr henni. Fyrirhugaðar breytingar eru því í andstöðu við það sem Embætti landlæknis leggur til og í andstöðu við tillögur sem vinnuhópur á vegum velferðarráðuneytis setti fram í aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu en þar var í fyrsta sæti að hækka álögur á óhollustu og nýta þá til skattalækkunar á hollari vörum. Áhrifaríkasta leiðin Niðurstöður rannsóknar sem birtist í New England Journal of Medicine 2009 sýndu að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gosdrykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu. Áhrifin yrðu mest þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og þeim sem drekka mest af gosdrykkjum. Í grein sem birtist 2011 í The Lancet var lagt mat á hvaða aðgerðir stjórnavalda í Ástralíu skiluðu mestum ávinningi og árangri til að bæta heilsu og draga úr útgjöldum vegna offitu. Niðurstaðan var sú að skattar á óhollustu væru áhrifaríkasta leiðin. Embætti landlæknis hvetur eindregið til að við fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu og vörugjöldum verði gætt að því að gosdrykkir og sælgæti lækki ekki í verði. Leiðir til þess væru annars vegar að leggja áþreifanlegan skatt á gosdrykki og sælgæti beint til að draga úr sykurneyslu landsmanna, það er almennilegan sykurskatt. Önnur leið væri að færa gosdrykki og sælgæti í efra þrep virðisaukaskatts, þ.e. í 24% þrepið. Jafnframt er mælt með að nýta fjármuni sem koma inn við álagningu á óhollustu til að standa straum af afnámi virðisaukaskatts á grænmeti og ávöxtum. Slíkt myndi skapa aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta með því að auðvelda aðgengi að hollum matvælum en takmarka aðgengi að þeim óhollari. Höfundar starfa hjá Embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram voru samhliða lagðar fram tillögur um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og niðurfellingu vörugjalda. Megin breytingin er að virðisaukaskattur á matvæli hækkar úr 7% í 12% en efra þrepið lækkar úr 25,5% í 24%. Jafnframt á að afnema vörugjöld, þar með talin þau sem í dag leggjast á sykruð matvæli. Ef þessar tillögur ná fram að ganga þá munu hollustuvörur á borð við ávexti og grænmeti hækka í verði sem nemur um 5%. Kíló af tómötum sem kostar í dag 459 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, kemur til með að hækka í a.m.k. 480 krónur eftir breytingarnar, endanlegt verð fer eftir álagningu vörunnar. Kíló af gulrótum myndi fara úr 718 krónum í 752 krónur. Samhliða þessu koma gosdrykkir til með að lækka í verði við afnám vörugjalda, þó mismikið eftir stærð pakkninga og álagningu, þrátt fyrir að virðisaukaskattur á þeim hækki. Tveggja lítra gosflaska sem í dag kostar 295 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, gæti lækkað um a.m.k. 11%. Kolsýrt vatn myndi hins vegar hækka um 5% eins og ávextir og grænmeti. Hvað sælgæti varðar eru áhrifin mismunandi en þau fara m.a. eftir núverandi vörugjöldum sem leggjast á eftir sykurinnihaldi. Embætti landlæknis telur það ekki farsælt út frá sjónarmiðum heilsueflingar að lækka álögur á óhollustu eins og gosdrykki og sælgæti því það getur haft í för með sér aukna neyslu á þessum vörum sem er þó mikil fyrir. Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Hækkun á verði grænmetis og ávaxta getur hins vegar dregið úr neyslu þeirra sem er nú þegar of lítil, aðeins um helmingur af því sem ráðlagt er. Það hefur sýnt sig að verðbreytingar á grænmeti hafa haft áhrif á neyslu en við lækkun innflutningstolla og síðar afnám jókst grænmetisneyslan en við efnahagsþrengingarnar 2008 dró úr henni. Fyrirhugaðar breytingar eru því í andstöðu við það sem Embætti landlæknis leggur til og í andstöðu við tillögur sem vinnuhópur á vegum velferðarráðuneytis setti fram í aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu en þar var í fyrsta sæti að hækka álögur á óhollustu og nýta þá til skattalækkunar á hollari vörum. Áhrifaríkasta leiðin Niðurstöður rannsóknar sem birtist í New England Journal of Medicine 2009 sýndu að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gosdrykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu. Áhrifin yrðu mest þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og þeim sem drekka mest af gosdrykkjum. Í grein sem birtist 2011 í The Lancet var lagt mat á hvaða aðgerðir stjórnavalda í Ástralíu skiluðu mestum ávinningi og árangri til að bæta heilsu og draga úr útgjöldum vegna offitu. Niðurstaðan var sú að skattar á óhollustu væru áhrifaríkasta leiðin. Embætti landlæknis hvetur eindregið til að við fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu og vörugjöldum verði gætt að því að gosdrykkir og sælgæti lækki ekki í verði. Leiðir til þess væru annars vegar að leggja áþreifanlegan skatt á gosdrykki og sælgæti beint til að draga úr sykurneyslu landsmanna, það er almennilegan sykurskatt. Önnur leið væri að færa gosdrykki og sælgæti í efra þrep virðisaukaskatts, þ.e. í 24% þrepið. Jafnframt er mælt með að nýta fjármuni sem koma inn við álagningu á óhollustu til að standa straum af afnámi virðisaukaskatts á grænmeti og ávöxtum. Slíkt myndi skapa aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta með því að auðvelda aðgengi að hollum matvælum en takmarka aðgengi að þeim óhollari. Höfundar starfa hjá Embætti landlæknis.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar