Viljum við að óhollusta lækki og hollusta hækki? Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 2. október 2014 07:00 Þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram voru samhliða lagðar fram tillögur um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og niðurfellingu vörugjalda. Megin breytingin er að virðisaukaskattur á matvæli hækkar úr 7% í 12% en efra þrepið lækkar úr 25,5% í 24%. Jafnframt á að afnema vörugjöld, þar með talin þau sem í dag leggjast á sykruð matvæli. Ef þessar tillögur ná fram að ganga þá munu hollustuvörur á borð við ávexti og grænmeti hækka í verði sem nemur um 5%. Kíló af tómötum sem kostar í dag 459 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, kemur til með að hækka í a.m.k. 480 krónur eftir breytingarnar, endanlegt verð fer eftir álagningu vörunnar. Kíló af gulrótum myndi fara úr 718 krónum í 752 krónur. Samhliða þessu koma gosdrykkir til með að lækka í verði við afnám vörugjalda, þó mismikið eftir stærð pakkninga og álagningu, þrátt fyrir að virðisaukaskattur á þeim hækki. Tveggja lítra gosflaska sem í dag kostar 295 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, gæti lækkað um a.m.k. 11%. Kolsýrt vatn myndi hins vegar hækka um 5% eins og ávextir og grænmeti. Hvað sælgæti varðar eru áhrifin mismunandi en þau fara m.a. eftir núverandi vörugjöldum sem leggjast á eftir sykurinnihaldi. Embætti landlæknis telur það ekki farsælt út frá sjónarmiðum heilsueflingar að lækka álögur á óhollustu eins og gosdrykki og sælgæti því það getur haft í för með sér aukna neyslu á þessum vörum sem er þó mikil fyrir. Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Hækkun á verði grænmetis og ávaxta getur hins vegar dregið úr neyslu þeirra sem er nú þegar of lítil, aðeins um helmingur af því sem ráðlagt er. Það hefur sýnt sig að verðbreytingar á grænmeti hafa haft áhrif á neyslu en við lækkun innflutningstolla og síðar afnám jókst grænmetisneyslan en við efnahagsþrengingarnar 2008 dró úr henni. Fyrirhugaðar breytingar eru því í andstöðu við það sem Embætti landlæknis leggur til og í andstöðu við tillögur sem vinnuhópur á vegum velferðarráðuneytis setti fram í aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu en þar var í fyrsta sæti að hækka álögur á óhollustu og nýta þá til skattalækkunar á hollari vörum. Áhrifaríkasta leiðin Niðurstöður rannsóknar sem birtist í New England Journal of Medicine 2009 sýndu að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gosdrykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu. Áhrifin yrðu mest þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og þeim sem drekka mest af gosdrykkjum. Í grein sem birtist 2011 í The Lancet var lagt mat á hvaða aðgerðir stjórnavalda í Ástralíu skiluðu mestum ávinningi og árangri til að bæta heilsu og draga úr útgjöldum vegna offitu. Niðurstaðan var sú að skattar á óhollustu væru áhrifaríkasta leiðin. Embætti landlæknis hvetur eindregið til að við fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu og vörugjöldum verði gætt að því að gosdrykkir og sælgæti lækki ekki í verði. Leiðir til þess væru annars vegar að leggja áþreifanlegan skatt á gosdrykki og sælgæti beint til að draga úr sykurneyslu landsmanna, það er almennilegan sykurskatt. Önnur leið væri að færa gosdrykki og sælgæti í efra þrep virðisaukaskatts, þ.e. í 24% þrepið. Jafnframt er mælt með að nýta fjármuni sem koma inn við álagningu á óhollustu til að standa straum af afnámi virðisaukaskatts á grænmeti og ávöxtum. Slíkt myndi skapa aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta með því að auðvelda aðgengi að hollum matvælum en takmarka aðgengi að þeim óhollari. Höfundar starfa hjá Embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Þegar fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015 var lagt fram voru samhliða lagðar fram tillögur um breytingar á virðisaukaskattskerfinu og niðurfellingu vörugjalda. Megin breytingin er að virðisaukaskattur á matvæli hækkar úr 7% í 12% en efra þrepið lækkar úr 25,5% í 24%. Jafnframt á að afnema vörugjöld, þar með talin þau sem í dag leggjast á sykruð matvæli. Ef þessar tillögur ná fram að ganga þá munu hollustuvörur á borð við ávexti og grænmeti hækka í verði sem nemur um 5%. Kíló af tómötum sem kostar í dag 459 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, kemur til með að hækka í a.m.k. 480 krónur eftir breytingarnar, endanlegt verð fer eftir álagningu vörunnar. Kíló af gulrótum myndi fara úr 718 krónum í 752 krónur. Samhliða þessu koma gosdrykkir til með að lækka í verði við afnám vörugjalda, þó mismikið eftir stærð pakkninga og álagningu, þrátt fyrir að virðisaukaskattur á þeim hækki. Tveggja lítra gosflaska sem í dag kostar 295 krónur, í ákveðnum stórmarkaði, gæti lækkað um a.m.k. 11%. Kolsýrt vatn myndi hins vegar hækka um 5% eins og ávextir og grænmeti. Hvað sælgæti varðar eru áhrifin mismunandi en þau fara m.a. eftir núverandi vörugjöldum sem leggjast á eftir sykurinnihaldi. Embætti landlæknis telur það ekki farsælt út frá sjónarmiðum heilsueflingar að lækka álögur á óhollustu eins og gosdrykki og sælgæti því það getur haft í för með sér aukna neyslu á þessum vörum sem er þó mikil fyrir. Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Hækkun á verði grænmetis og ávaxta getur hins vegar dregið úr neyslu þeirra sem er nú þegar of lítil, aðeins um helmingur af því sem ráðlagt er. Það hefur sýnt sig að verðbreytingar á grænmeti hafa haft áhrif á neyslu en við lækkun innflutningstolla og síðar afnám jókst grænmetisneyslan en við efnahagsþrengingarnar 2008 dró úr henni. Fyrirhugaðar breytingar eru því í andstöðu við það sem Embætti landlæknis leggur til og í andstöðu við tillögur sem vinnuhópur á vegum velferðarráðuneytis setti fram í aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu en þar var í fyrsta sæti að hækka álögur á óhollustu og nýta þá til skattalækkunar á hollari vörum. Áhrifaríkasta leiðin Niðurstöður rannsóknar sem birtist í New England Journal of Medicine 2009 sýndu að verðstýring með sköttum eða vörugjöldum á sykraða gosdrykki geti verið áhrifarík leið til að minnka neyslu. Áhrifin yrðu mest þar sem þörfin er brýnust, þ.e. hjá börnum og ungmennum og þeim sem drekka mest af gosdrykkjum. Í grein sem birtist 2011 í The Lancet var lagt mat á hvaða aðgerðir stjórnavalda í Ástralíu skiluðu mestum ávinningi og árangri til að bæta heilsu og draga úr útgjöldum vegna offitu. Niðurstaðan var sú að skattar á óhollustu væru áhrifaríkasta leiðin. Embætti landlæknis hvetur eindregið til að við fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu og vörugjöldum verði gætt að því að gosdrykkir og sælgæti lækki ekki í verði. Leiðir til þess væru annars vegar að leggja áþreifanlegan skatt á gosdrykki og sælgæti beint til að draga úr sykurneyslu landsmanna, það er almennilegan sykurskatt. Önnur leið væri að færa gosdrykki og sælgæti í efra þrep virðisaukaskatts, þ.e. í 24% þrepið. Jafnframt er mælt með að nýta fjármuni sem koma inn við álagningu á óhollustu til að standa straum af afnámi virðisaukaskatts á grænmeti og ávöxtum. Slíkt myndi skapa aðstæður sem hvetja til heilbrigðari lifnaðarhátta með því að auðvelda aðgengi að hollum matvælum en takmarka aðgengi að þeim óhollari. Höfundar starfa hjá Embætti landlæknis.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar