Ríkið fái auknar heimildir til að halda í starfsfólk Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 2. október 2014 07:00 Umræða að undanförnu um meinta nauðsyn þess að auðvelda uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna er verulega umhugsunarverð, jafnvel varhugaverð. Umhugsunarverð vegna þess að hún endurspeglar þröngsýni, jafnvel rörsýni málshefjenda, og varhugaverð vegna þess að endurtekning fullyrðinga sem þessara getur orðið til þess að festa þær í sessi sem sannindi. Sannleikurinn er nefnilega sá að uppsagnir ríkisstarfsmanna eru býsna tíðar, enda reynir þar í fæstum tilfellum á hina svokölluðu áminningarskyldu. Svo ekki sé nú minnst á þá staðreynd að áminningar eiga ekki að vera tæki til uppsagna, heldur tæki til að aðstoða starfsmenn við að bæta frammistöðu sína. Mannauðsmál ríkisins þarfnast sannarlega endurskoðunar, en að einblína á áminningarskyldu þegar þau eru rædd felur í sér mikla smættun.Mannauðsmál ríkisins Í skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun birti árið 2011 um mannauðsmál hjá ríkinu (skýrsla nr. 2) er bent á margt sem betur má fara, eigi þeir fjármunir sem ríkið ver til starfsmannahalds að nýtast vel. Þar er meðal annars rætt um kynslóðaskipti í mannaflanum, að fjöldi starfsmanna sé að komast á aldur og að erfitt kunni að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta sé mikil í yngri hópunum. Tryggð við vinnustaðinn sé umtalsvert minni meðal ungu starfsmannanna nú en áður var. Minnst er á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu, vaxandi álag á starfsfólk, skort á tengslum milli frammistöðu og launa og síðast en ekki síst vöntun á langtímastefnu ríkisins í mannauðsmálum. Orðrétt segir í skýrslunni: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Vel færi á því að þingmenn sem telja þörf á aukinni skilvirkni við uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna tækju þessar ábendingar með í umræðuna og lýstu því hvernig þeir vilji stuðla að því að ríkið geti haldið betur í starfsfólkið sitt. Sífelldar endurráðningar og stutt stopp fólks í störfum eru samfélaginu dýrkeypt, bæði vegna þess að starfsmannavelta er dýr í krónum og aurum og eins vegna þess að erfitt er að viðhalda öflugri starfsemi þegar hlutfall „starfsmanna í þjálfun“ er hátt.Atgervisflótti Kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið hafa að undanförnu fylgt bókanir og yfirlýsingar um úrbætur í takt við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá 2011. Í inngangsorðum samninganna sem giltu frá 2011 til 2014 segir m.a. berum orðum: „Stemma þarf stigu við atgervisflótta.“ Þrátt fyrir viðurkennda og yfirlýsta þörf til að halda betur í það fólk sem ræður sig til starfa hjá ríkinu hefur hingað til verið fátt um efndir. Mjög er á brattann að sækja hvað launakjör varðar, vegið er að réttindum starfsmanna og leitast við að þyngja skyldur. Bókanir í samningum um að aðilar meti í sameiningu möguleika á úrbótum í mannauðsmálum eru innantóm orð nema kraftur verði settur í að fylgja þeim eftir. Samkvæmt heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins heyra tíu starfsmenn undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Ein af ábendingum Ríkisendurskoðunar lýtur einmitt að því að starfsmannaskrifstofan, sem nú heitir kjara- og mannauðssvið, verði efld. Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi og full ástæða er fyrir þingmenn sem vilja auka skilvirkni í starfsemi ríkisins og bæta starfsmannamál ríkisins að beita sér fyrir því að styrkja kjara- og mannauðssýsluna til framfara. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaga BHM spanna 13 mánuði og af þeim átta bókunum sem þeim fylgja kalla a.m.k. fimm á umtalsverða yfirlegu af hálfu aðila. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá kjara- og mannauðssýslunni, ekki síst í ljósi þess að viðsemjendur ríkisins eru mun fleiri og sumir enn í Karphúsinu þessa dagana. BHM hvetur alla þingmenn eindregið til að kynna sér stöðu mannauðsmála ríkisins og axla ábyrgð sína á því verkefni að tryggja starfhæfar ríkisstofnanir til frambúðar. Meint tregða við að losna við ríkisstarfsmenn úr starfi er á góðri leið að verða fortíðarvandi og mál til komið að þingmenn snúi sér að raunverulegum vandamálum og horfi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Umræða að undanförnu um meinta nauðsyn þess að auðvelda uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna er verulega umhugsunarverð, jafnvel varhugaverð. Umhugsunarverð vegna þess að hún endurspeglar þröngsýni, jafnvel rörsýni málshefjenda, og varhugaverð vegna þess að endurtekning fullyrðinga sem þessara getur orðið til þess að festa þær í sessi sem sannindi. Sannleikurinn er nefnilega sá að uppsagnir ríkisstarfsmanna eru býsna tíðar, enda reynir þar í fæstum tilfellum á hina svokölluðu áminningarskyldu. Svo ekki sé nú minnst á þá staðreynd að áminningar eiga ekki að vera tæki til uppsagna, heldur tæki til að aðstoða starfsmenn við að bæta frammistöðu sína. Mannauðsmál ríkisins þarfnast sannarlega endurskoðunar, en að einblína á áminningarskyldu þegar þau eru rædd felur í sér mikla smættun.Mannauðsmál ríkisins Í skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun birti árið 2011 um mannauðsmál hjá ríkinu (skýrsla nr. 2) er bent á margt sem betur má fara, eigi þeir fjármunir sem ríkið ver til starfsmannahalds að nýtast vel. Þar er meðal annars rætt um kynslóðaskipti í mannaflanum, að fjöldi starfsmanna sé að komast á aldur og að erfitt kunni að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta sé mikil í yngri hópunum. Tryggð við vinnustaðinn sé umtalsvert minni meðal ungu starfsmannanna nú en áður var. Minnst er á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu, vaxandi álag á starfsfólk, skort á tengslum milli frammistöðu og launa og síðast en ekki síst vöntun á langtímastefnu ríkisins í mannauðsmálum. Orðrétt segir í skýrslunni: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Vel færi á því að þingmenn sem telja þörf á aukinni skilvirkni við uppsagnir og brottrekstur ríkisstarfsmanna tækju þessar ábendingar með í umræðuna og lýstu því hvernig þeir vilji stuðla að því að ríkið geti haldið betur í starfsfólkið sitt. Sífelldar endurráðningar og stutt stopp fólks í störfum eru samfélaginu dýrkeypt, bæði vegna þess að starfsmannavelta er dýr í krónum og aurum og eins vegna þess að erfitt er að viðhalda öflugri starfsemi þegar hlutfall „starfsmanna í þjálfun“ er hátt.Atgervisflótti Kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið hafa að undanförnu fylgt bókanir og yfirlýsingar um úrbætur í takt við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá 2011. Í inngangsorðum samninganna sem giltu frá 2011 til 2014 segir m.a. berum orðum: „Stemma þarf stigu við atgervisflótta.“ Þrátt fyrir viðurkennda og yfirlýsta þörf til að halda betur í það fólk sem ræður sig til starfa hjá ríkinu hefur hingað til verið fátt um efndir. Mjög er á brattann að sækja hvað launakjör varðar, vegið er að réttindum starfsmanna og leitast við að þyngja skyldur. Bókanir í samningum um að aðilar meti í sameiningu möguleika á úrbótum í mannauðsmálum eru innantóm orð nema kraftur verði settur í að fylgja þeim eftir. Samkvæmt heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins heyra tíu starfsmenn undir kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Ein af ábendingum Ríkisendurskoðunar lýtur einmitt að því að starfsmannaskrifstofan, sem nú heitir kjara- og mannauðssvið, verði efld. Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi og full ástæða er fyrir þingmenn sem vilja auka skilvirkni í starfsemi ríkisins og bæta starfsmannamál ríkisins að beita sér fyrir því að styrkja kjara- og mannauðssýsluna til framfara. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaga BHM spanna 13 mánuði og af þeim átta bókunum sem þeim fylgja kalla a.m.k. fimm á umtalsverða yfirlegu af hálfu aðila. Það hlýtur að vera nóg að gera hjá kjara- og mannauðssýslunni, ekki síst í ljósi þess að viðsemjendur ríkisins eru mun fleiri og sumir enn í Karphúsinu þessa dagana. BHM hvetur alla þingmenn eindregið til að kynna sér stöðu mannauðsmála ríkisins og axla ábyrgð sína á því verkefni að tryggja starfhæfar ríkisstofnanir til frambúðar. Meint tregða við að losna við ríkisstarfsmenn úr starfi er á góðri leið að verða fortíðarvandi og mál til komið að þingmenn snúi sér að raunverulegum vandamálum og horfi til framtíðar.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun