Að beita fyrir sig bæn Sunna Dóra Möller og Sigurvin Jónsson skrifar 30. september 2014 00:00 Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar