78 ára með uppistand Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. september 2014 14:00 Guðrún Ásmundsdóttir verður með uppistand á mánudagskvöld og það ekki í fyrsta sinn. vísir/gva „Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
„Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira