78 ára með uppistand Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. september 2014 14:00 Guðrún Ásmundsdóttir verður með uppistand á mánudagskvöld og það ekki í fyrsta sinn. vísir/gva „Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira
„Mér leist svo vel á þetta hjá þeim að ég vildi endilega vera með í þessu,“ segir leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir en hún verður með uppistand ásamt fleiri leikurum á mánudagskvöld. Guðrún, sem er 78 ára gömul og hefur verið ein af okkar ástsælustu leikkonum undanfarna áratugi er þó ekki að fara að grína ein upp á sviði í fyrsta sinn. „Ég hef gert þetta áður og var til að mynda með uppistand í Nesstofu um liðna helgi undir nafninu Nærkonur á Nesinu. Fyrir það hafði ég safnað sögum um ljósmæður á Nesinu í gegnum tíðina,“ segir Guðrún. Fyrir sex árum hélt hún upp á fimmtíu ára leikafmæli sitt í Iðnó og sló þar á létta strengi. „Ég var með uppistand þá og var einnig með píanista og söng nokkur lög. Mig langar að hafa píanista með mér á mánudagskvöldið og taka eins og tvö lög í bland við grínið,“ bætir Guðrún við. Leikhópurinn Brynjurnar standa að viðburðinum á mánudagskvöldið þar sem leikara stíga á svið og leika, syngja, verða með uppistand og sitthvað fleira. Brynjurnar skipa leikarar sem lært hafa leiklist á erlendis. „Þær verða allar með eitthvað skemmtilegt en ég held að við eigum eftir að rífast um það hver á að fara upp á svið. Við viljum allar vera á sviðinu og erum alveg til í þetta,“ segir Guðrún og hlær. Leikkonurnar verða þó hver í sínu lagi uppi á sviði með sín atriði. Guðrún hóf leiklistarnám fimmtán ára gömul með því að svindla sér inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar sem vildi ekki nemendur yngri en nítján ára, síðan fór hún í Þjóðleikhússkólann og þaðan lá leiðin til Lundúna í enn frekara nám. Hún hefur undanfarin ár lítið leikið á sviði enda komin á eftirlaun. „Þegar maður lítur til baka þá finnst manni frábært að hafa verið á leiksviðinu en svo finnst mér líka gaman að stjórna þessu alveg sjálf eins og maður gerir í þessum uppistöndum,“ segir Guðrún spurð út í muninn á leiklistinni og uppistandinu. Undanfarið hefur hún verið í því að semja og setja saman dagskrár almennt og þess vegna er það létt verk og skemmtilegt að aðstoða Brynjurnar. „Það er gaman að halda sér við. Þegar maður er komin á efri ár gerir maður bara það sem maður hefur gaman af. Þegar ég er hætt að geta klifrað upp á leiksvið þá fer ég í það að mála postulín eða hvað svo sem gamalt fólk gerir,“ segir Guðrún og hlær. Viðburðurinn fer fram á Café Rosenberg á mánudagskvöldið og hefst klukkan 21.00.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira