„Alveg ótrúlega gaman að vera gamall“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 14:00 Stöllurnar við höfnina. „Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein