„Alveg ótrúlega gaman að vera gamall“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 14:00 Stöllurnar við höfnina. „Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Sjá meira