„Alveg ótrúlega gaman að vera gamall“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 14:00 Stöllurnar við höfnina. „Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður. Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að fólk var að segja við okkur: „Djöfull eruð þið orðnar gamlar,“ þegar við ætluðum ekki niður í bæ að djamma. Við hugsuðum þá með okkur að við værum þá bara gamlar fyrir allan peninginn og tókum þetta alla leið,“ segir Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Hún hefur ásamt vinkonu sinni, Sæbjörgu Snædal Logadóttur, vakið athygli fyrir skemmtilega myndaröð á Facebook. Stöllurnar, sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru fimm ára, hafa klætt sig upp sem gamlar konur í alls konar kostulegum múnderingum og sett inn myndir á samskiptasíðuna. Myndunum fylgja textar um hvað gömlu konurnar á myndinni séu að gera og hefur þetta vakið mikla kátínu meðal vina þeirra. Til dæmis hafa þær skellt sér í lautarferð við Tjörnina, heilsað upp á gamla vini í kirkjugarðinum og svo skelltu þær sér til Spánar. Allt í gervi gamalla kvenna. „Þegar við tvær komum saman þá er yfirleitt mikið glens og drykkir í boði. Sæbjörg kom í heimsókn til mín í bæinn eina helgina og við settum inn stöðuuppfærslu á Facebook um að við ætluðum ekki að djamma þessa helgina. Kommentin voru á þann veginn að enginn trúði því,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr, en þær vinkonurnar eru þekktar meðal vina fyrir uppátæki sín. Til þess að leggja áherslu á hversu rólegar þær ætluðu sér að vera þessa helgina klæddu þær sig upp sem gamlar konur og birtu myndir af sér á Facebook. „Við vorum edrú þessa helgi og skemmtum okkur konunglega við að klæða okkur upp eins og aldraðar konur. Samtölin sem við áttum voru líka á sömu nótum. Alveg að verða áttræðar og búnar að lifa tímana tvenna. Með troðfullan bakpoka af reynslusögum eftir öll þessi ár,“ segir hún hlæjandi „Hugmyndin þróaðist síðan hjá okkur og við höfum komist að því að það er alveg ótrúlega gaman að vera gamall og „gömlurnar“ eru búnar að gera helling síðan þær urðu til. Okkur Sæbjörgu finnst eldra fólk mjög skemmtilegt og við ætlum að vera fjörug gamalmenni ef við njótum þeirra forréttinda að fá að verða gamlar.“Spáð í spilin í sólinni Rommí eða Ólsen Ólsen? Grín vinkvennanna vatt upp á sig og nú hafa þær ákveðið að láta gott af sér leiða. Þær eru nú að safna fleiri myndum til þess að búa til dagatal til styrktar góðu málefni í sínum heimabæ, Vestmannaeyjum. „Við erum núna að safna myndum því við ætlum að gefa út dagatal til styrktar góðu málefni. Við ætlum að gefa út dagatal til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Pabbi dó fimmtugur úr krabba og bróðir Sæbjargar var 41 árs þegar hann dó úr krabbameini,“ segir hún en vinkonurnar eru báðar úr Vestmannaeyjum. „Við erum líka með myndunum að leggja áherslu á það hversu mikil forréttindi það eru eldast. Textarnir við myndirnar eru til marks um það að lífið er núna og augnablikið er ekki sjálfgefið,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Sjá meira