Tónlist sem hreyfir við iðrunum Þórður Ingi Jónsson skrifar 17. september 2014 07:00 Plastic Gods spilar sérútbúið sett á föstudag. Hljómsveitin Plastic Gods hefur verið starfandi í næstum áratug og er þekkt fyrir að spila drunga- og stónerarokk með eigin blæ. Hljómsveitin hefur verið að vinna í óhefðbundnu setti fyrir tónleika á Húrra næstkomandi föstudag. Þá mun sveitin spila drunu- og hávaðatónlist með áhrifum frá raftónlist. Ásamt þeim koma fram tónlistarmennirnir AMFJ, Ultraorthodox og Döpur, betur þekktur sem Krummi í Mínus. En hvað er svona aðlaðandi við hávaða? „Við erum vön því að heyra umhverfishljóð þegar við löbbum út um dyrnar heima hjá okkur og það eru verksmiðjur í gangi, strætóar keyrandi fram hjá, fólk að tala. Hávaði er alls staðar og ég held að það sé búið að síast í undirmeðvitundina hjá fólki. Þegar það kemst að því að þetta er inni í manni þá dregur það fólk að þessari tónlistarstefnu, ef við ætlum að fara í þetta vísindalega,“ segir Krummi. „Sumir eru rosalega mikið fyrir háværa tónlist sem hreyfir við iðrunum og gefur þeim nett adrenalínkikk. Síðan getur það líka haft róandi áhrif, eins og þegar menn búa við umferðargötu og bílahávaðinn byrjar að svæfa þig á kvöldin þegar þú venst honum. Síðan er þetta einstaklingsbundið líka. Það eru margir málmhausar sem eru fyrir drunutónlist, það er oft mjög dimmt og ógnvænlegt andrúmsloft í tónlistinni. Í hávaðatónlist eru alls konar súbkúltúrar sem stangast á á skemmtilegan hátt.“ Tónleikarnir á föstudaginn hefjast klukkan 22.00 og kostar litlar 1.000 krónur inn.Krummi segir umhverfishljóð eiga stóran þátt í hávaðatónlist.Hvað er „noise“ tónlist? „Noise“ eða hávaðatónlist einkennist af notkun á hávaða í músíkölsku samhengi. Stefnan á uppruna sinn í módernisma en ítalski fútúristinn Luigi Russolo skrifaði stefnuritið The Art of Noises árið 1913 þar sem hann hélt því fram að iðnaðarbyltingin hefði hjálpað nútímamanninum að kunna að meta flóknari hljóð. Taldi hann að hefðbundin tónlist væri heftandi og að hávaðatónlist myndi taka stað hennar í framtíðinni. Hávaðatónlist hélt áfram að þróast í gegnum tuttugustu öldina og hefur alltaf haldist í hendur við þróun tilraunakenndrar tónlistar á öldinni. Frægir einstaklingar sem spila hávaðatónlist eða hafa notast við hávaða í verkum sínum eru til dæmis John Cage, Karlheinz Stockhausen, Lou Reed, Sonic Youth, Ryoji Ikeda, Merzbow, Psychic TV og margir fleiri. Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Hljómsveitin Plastic Gods hefur verið starfandi í næstum áratug og er þekkt fyrir að spila drunga- og stónerarokk með eigin blæ. Hljómsveitin hefur verið að vinna í óhefðbundnu setti fyrir tónleika á Húrra næstkomandi föstudag. Þá mun sveitin spila drunu- og hávaðatónlist með áhrifum frá raftónlist. Ásamt þeim koma fram tónlistarmennirnir AMFJ, Ultraorthodox og Döpur, betur þekktur sem Krummi í Mínus. En hvað er svona aðlaðandi við hávaða? „Við erum vön því að heyra umhverfishljóð þegar við löbbum út um dyrnar heima hjá okkur og það eru verksmiðjur í gangi, strætóar keyrandi fram hjá, fólk að tala. Hávaði er alls staðar og ég held að það sé búið að síast í undirmeðvitundina hjá fólki. Þegar það kemst að því að þetta er inni í manni þá dregur það fólk að þessari tónlistarstefnu, ef við ætlum að fara í þetta vísindalega,“ segir Krummi. „Sumir eru rosalega mikið fyrir háværa tónlist sem hreyfir við iðrunum og gefur þeim nett adrenalínkikk. Síðan getur það líka haft róandi áhrif, eins og þegar menn búa við umferðargötu og bílahávaðinn byrjar að svæfa þig á kvöldin þegar þú venst honum. Síðan er þetta einstaklingsbundið líka. Það eru margir málmhausar sem eru fyrir drunutónlist, það er oft mjög dimmt og ógnvænlegt andrúmsloft í tónlistinni. Í hávaðatónlist eru alls konar súbkúltúrar sem stangast á á skemmtilegan hátt.“ Tónleikarnir á föstudaginn hefjast klukkan 22.00 og kostar litlar 1.000 krónur inn.Krummi segir umhverfishljóð eiga stóran þátt í hávaðatónlist.Hvað er „noise“ tónlist? „Noise“ eða hávaðatónlist einkennist af notkun á hávaða í músíkölsku samhengi. Stefnan á uppruna sinn í módernisma en ítalski fútúristinn Luigi Russolo skrifaði stefnuritið The Art of Noises árið 1913 þar sem hann hélt því fram að iðnaðarbyltingin hefði hjálpað nútímamanninum að kunna að meta flóknari hljóð. Taldi hann að hefðbundin tónlist væri heftandi og að hávaðatónlist myndi taka stað hennar í framtíðinni. Hávaðatónlist hélt áfram að þróast í gegnum tuttugustu öldina og hefur alltaf haldist í hendur við þróun tilraunakenndrar tónlistar á öldinni. Frægir einstaklingar sem spila hávaðatónlist eða hafa notast við hávaða í verkum sínum eru til dæmis John Cage, Karlheinz Stockhausen, Lou Reed, Sonic Youth, Ryoji Ikeda, Merzbow, Psychic TV og margir fleiri.
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira