Stofna félag fyrir konur sem elska bjór Viktoría Hermannsdóttir skrifar 17. september 2014 09:30 Þær Unnur og Elín hafa mikinn áhuga á bjór. Fréttablaðið/Valli „Þetta byrjaði út frá því að það fauk í okkur einhvern tímann þegar við vorum að tala um að okkur þætti viss bjór góður. Þá heyrðist í einhverjum strák að við vissum ekkert um það, þetta væri ekki stelpubjór,“ segir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz sem ásamt Elínu Oddnýju Sigurðardóttur stendur fyrir stofnun Félags íslenskra bjóráhugakvenna. Þær Unnur og Elín eru báðar miklar bjóráhugakonur og ákváðu að stofna félagið til þess að geta deilt áhuga sínum með sem flestum kynsystrum sínum. Skilyrðin fyrir inngöngu í félagið er að vera kona og að hafa áhuga á bjór. „Það er svo oft tengt við bjór að þetta sé bara áhugamál stráka. Við höfum báðar mikinn áhuga á bjór og finnst skemmtilegt að pæla í mismunandi tegundum. Við ákváðum að þetta gæti verið skemmtilegt félagsstarf fyrir konur sem hafa áhuga á bjór,“ segir Unnur, sannfærð um að geta breytt því að bjóráhugi sé einungis tengdur við áhugasvið karla. Sjálf segir hún sinn bjóráhuga hafa kviknað þegar hún var í heimsókn hjá systur sinni í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. „Við vinur minn fórum á bar þegar systir mín var á kóræfingu. Þar fékk ég besta hveitibjór í heimi sem var bruggaður á staðnum og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Undirtektir við stofnun félagsins hafa verið vonum framan og hafa nú þegar um 60 konur boðað komu sína á stofnfundinn. Unnur segir þær ekki hafa mótað stefnu félagsins að öðru leyti en því að félagskonur þurfi að hafa áhuga á að bjór. „Planið er að hittast allavega einu sinni til tvisvar á önn. Við ætlum að byrja bara á að hittast á þessum stofnfundi, spjalla og ræða hvað við getum gert. Hið eina sem skiptir máli er að konurnar hafi áhuga á bjór.“ Stofnfundurinn verður haldinn á Microbar 2. október næstkomandi klukkan 17 en nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook-síðu viðburðarins. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira
„Þetta byrjaði út frá því að það fauk í okkur einhvern tímann þegar við vorum að tala um að okkur þætti viss bjór góður. Þá heyrðist í einhverjum strák að við vissum ekkert um það, þetta væri ekki stelpubjór,“ segir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz sem ásamt Elínu Oddnýju Sigurðardóttur stendur fyrir stofnun Félags íslenskra bjóráhugakvenna. Þær Unnur og Elín eru báðar miklar bjóráhugakonur og ákváðu að stofna félagið til þess að geta deilt áhuga sínum með sem flestum kynsystrum sínum. Skilyrðin fyrir inngöngu í félagið er að vera kona og að hafa áhuga á bjór. „Það er svo oft tengt við bjór að þetta sé bara áhugamál stráka. Við höfum báðar mikinn áhuga á bjór og finnst skemmtilegt að pæla í mismunandi tegundum. Við ákváðum að þetta gæti verið skemmtilegt félagsstarf fyrir konur sem hafa áhuga á bjór,“ segir Unnur, sannfærð um að geta breytt því að bjóráhugi sé einungis tengdur við áhugasvið karla. Sjálf segir hún sinn bjóráhuga hafa kviknað þegar hún var í heimsókn hjá systur sinni í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. „Við vinur minn fórum á bar þegar systir mín var á kóræfingu. Þar fékk ég besta hveitibjór í heimi sem var bruggaður á staðnum og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Undirtektir við stofnun félagsins hafa verið vonum framan og hafa nú þegar um 60 konur boðað komu sína á stofnfundinn. Unnur segir þær ekki hafa mótað stefnu félagsins að öðru leyti en því að félagskonur þurfi að hafa áhuga á að bjór. „Planið er að hittast allavega einu sinni til tvisvar á önn. Við ætlum að byrja bara á að hittast á þessum stofnfundi, spjalla og ræða hvað við getum gert. Hið eina sem skiptir máli er að konurnar hafi áhuga á bjór.“ Stofnfundurinn verður haldinn á Microbar 2. október næstkomandi klukkan 17 en nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook-síðu viðburðarins.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira