Stofna félag fyrir konur sem elska bjór Viktoría Hermannsdóttir skrifar 17. september 2014 09:30 Þær Unnur og Elín hafa mikinn áhuga á bjór. Fréttablaðið/Valli „Þetta byrjaði út frá því að það fauk í okkur einhvern tímann þegar við vorum að tala um að okkur þætti viss bjór góður. Þá heyrðist í einhverjum strák að við vissum ekkert um það, þetta væri ekki stelpubjór,“ segir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz sem ásamt Elínu Oddnýju Sigurðardóttur stendur fyrir stofnun Félags íslenskra bjóráhugakvenna. Þær Unnur og Elín eru báðar miklar bjóráhugakonur og ákváðu að stofna félagið til þess að geta deilt áhuga sínum með sem flestum kynsystrum sínum. Skilyrðin fyrir inngöngu í félagið er að vera kona og að hafa áhuga á bjór. „Það er svo oft tengt við bjór að þetta sé bara áhugamál stráka. Við höfum báðar mikinn áhuga á bjór og finnst skemmtilegt að pæla í mismunandi tegundum. Við ákváðum að þetta gæti verið skemmtilegt félagsstarf fyrir konur sem hafa áhuga á bjór,“ segir Unnur, sannfærð um að geta breytt því að bjóráhugi sé einungis tengdur við áhugasvið karla. Sjálf segir hún sinn bjóráhuga hafa kviknað þegar hún var í heimsókn hjá systur sinni í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. „Við vinur minn fórum á bar þegar systir mín var á kóræfingu. Þar fékk ég besta hveitibjór í heimi sem var bruggaður á staðnum og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Undirtektir við stofnun félagsins hafa verið vonum framan og hafa nú þegar um 60 konur boðað komu sína á stofnfundinn. Unnur segir þær ekki hafa mótað stefnu félagsins að öðru leyti en því að félagskonur þurfi að hafa áhuga á að bjór. „Planið er að hittast allavega einu sinni til tvisvar á önn. Við ætlum að byrja bara á að hittast á þessum stofnfundi, spjalla og ræða hvað við getum gert. Hið eina sem skiptir máli er að konurnar hafi áhuga á bjór.“ Stofnfundurinn verður haldinn á Microbar 2. október næstkomandi klukkan 17 en nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook-síðu viðburðarins. Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Þetta byrjaði út frá því að það fauk í okkur einhvern tímann þegar við vorum að tala um að okkur þætti viss bjór góður. Þá heyrðist í einhverjum strák að við vissum ekkert um það, þetta væri ekki stelpubjór,“ segir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz sem ásamt Elínu Oddnýju Sigurðardóttur stendur fyrir stofnun Félags íslenskra bjóráhugakvenna. Þær Unnur og Elín eru báðar miklar bjóráhugakonur og ákváðu að stofna félagið til þess að geta deilt áhuga sínum með sem flestum kynsystrum sínum. Skilyrðin fyrir inngöngu í félagið er að vera kona og að hafa áhuga á bjór. „Það er svo oft tengt við bjór að þetta sé bara áhugamál stráka. Við höfum báðar mikinn áhuga á bjór og finnst skemmtilegt að pæla í mismunandi tegundum. Við ákváðum að þetta gæti verið skemmtilegt félagsstarf fyrir konur sem hafa áhuga á bjór,“ segir Unnur, sannfærð um að geta breytt því að bjóráhugi sé einungis tengdur við áhugasvið karla. Sjálf segir hún sinn bjóráhuga hafa kviknað þegar hún var í heimsókn hjá systur sinni í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. „Við vinur minn fórum á bar þegar systir mín var á kóræfingu. Þar fékk ég besta hveitibjór í heimi sem var bruggaður á staðnum og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Undirtektir við stofnun félagsins hafa verið vonum framan og hafa nú þegar um 60 konur boðað komu sína á stofnfundinn. Unnur segir þær ekki hafa mótað stefnu félagsins að öðru leyti en því að félagskonur þurfi að hafa áhuga á að bjór. „Planið er að hittast allavega einu sinni til tvisvar á önn. Við ætlum að byrja bara á að hittast á þessum stofnfundi, spjalla og ræða hvað við getum gert. Hið eina sem skiptir máli er að konurnar hafi áhuga á bjór.“ Stofnfundurinn verður haldinn á Microbar 2. október næstkomandi klukkan 17 en nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook-síðu viðburðarins.
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira