Símaskráin 1948 opnaði mér nýja sýn á landið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2014 12:30 "Ég þurfti ekki nema að bregða mér á loft í tvær mínútur til að sjá hvað væri að gerast,“ segir Ómar sem var í nágrenni gosstöðvanna norðan Vatnajökuls í þrjár vikur. Fréttablaðið/Stefán „Það var alþýðumaður úti í bæ sem hringdi inn í síðdegisútvarpið fyrir fjórum árum og kom með uppástungu um að gera afmælisdaginn minn að degi íslenskrar náttúru og áður en varði var bara búið að ákveða að svo yrði,“ rifjar Ómar Ragnarsson upp þegar honum er óskað til hamingju með daginn. Skyldi hann ekki hafa verið stoltur? „Ég átti bara ekki orð. Mest varð ég undrandi þegar ég fór að hugsa um að við værum búin að vera með dag íslenskrar tungu í næstum áratug áður en einhverjum datt í hug að íslensk náttúra gæti kannski verðskuldað dag.“ Ómar var bara átta ára þegar hann fékk óbilandi áhuga á Íslandi og náttúru þess og man þann dag. „Það var þegar ég sá símaskrána 1948 í fyrsta skipti,“ segir hann. „Símaskráin 1948 opnað mér nýja sýn á landið. Hún er áhrifamesta bók sem ég hef séð af því þar var kort af Íslandi með neti af símalínunum og líka kort af heiminum með yfirliti yfir helstu fjarskipti innan hans. Þetta var opinberun fyrir mig sem krakka og upp frá því varð ég alger landafræðinörd.“ Ómar er nýlega kominn úr þriggja vikna dvöl á gosstöðvunum norðan Vatnajökuls, þar sem hann bjó í húsbíl á Sauðárflugvelli. „Ég vildi fylgjast með gosinu og það var miklu auðveldara að vera á Sauðárflugvelli en annars staðar. Ég þurfti ekki nema að bregða mér á loft í tvær mínútur til að sjá hvað væri að gerast,“ útskýrir hann. „Völlurinn er með fimm brautir og er sá næststærsti á landinu á eftir Keflavíkurvelli, viðurkenndur og skráður með alþjóðastimpli. Það getur komið sér vel því allar vélar sem fljúga innanlands á Íslandi geta lent þar, meira að segja Fokker,“ segir hann. Eins og flestir vita er Ómar eins og alfræðirit um íslenska náttúru. Nú efnir Bókasafn Seltjarnarness til stefnumóts við hann í dag klukkan 17 í tilefni dagsins. Hvað skyldi hann ætla að spjalla um? „Þetta verða nánast eins og tónleikar með kynningum á milli. Í fyrra frumsýndi ég sjö mínútna stuttmynd sem heitir Íslands ljóð, ég geri ráð fyrir að sýna hana. Ég hef stundum farið í skóla með tæpan klukkutíma af spjalli um íslenska náttúru, vídeómyndir og söng. Er með helstu söngvara landsins á þessum myndböndum eins og Kristin Sigmunds, Diddú og Egil og Bubba. Þau syngja um þau fyrirbæri sem ég er að kynna því að á bak við textana eru sögur. Eitt ljóðið mitt fjallar um svæðið fyrir norðan Vatnajökul sem einmitt er að láta okkur vita af sér núna og á engan sinn líka í heiminum. Það heitir Kóróna landsins og er sungið af Diddú og Agli Ólafssyni. Bubbi syngur lagið Maður og hvalur. Bak við það er sagan af enska drengnum sem kom sérstaka ferð til Íslands til að sjá hval áður en hann dæi og sagan af Fjalla-Eyvindi og Höllu er í lögunum Flökkusál og Jól útlaganna. Þannig að hvert lag hefur sitt meginstef og er myndskreytt og sungið af eins góðu fólki og hægt var að fá.“ Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
„Það var alþýðumaður úti í bæ sem hringdi inn í síðdegisútvarpið fyrir fjórum árum og kom með uppástungu um að gera afmælisdaginn minn að degi íslenskrar náttúru og áður en varði var bara búið að ákveða að svo yrði,“ rifjar Ómar Ragnarsson upp þegar honum er óskað til hamingju með daginn. Skyldi hann ekki hafa verið stoltur? „Ég átti bara ekki orð. Mest varð ég undrandi þegar ég fór að hugsa um að við værum búin að vera með dag íslenskrar tungu í næstum áratug áður en einhverjum datt í hug að íslensk náttúra gæti kannski verðskuldað dag.“ Ómar var bara átta ára þegar hann fékk óbilandi áhuga á Íslandi og náttúru þess og man þann dag. „Það var þegar ég sá símaskrána 1948 í fyrsta skipti,“ segir hann. „Símaskráin 1948 opnað mér nýja sýn á landið. Hún er áhrifamesta bók sem ég hef séð af því þar var kort af Íslandi með neti af símalínunum og líka kort af heiminum með yfirliti yfir helstu fjarskipti innan hans. Þetta var opinberun fyrir mig sem krakka og upp frá því varð ég alger landafræðinörd.“ Ómar er nýlega kominn úr þriggja vikna dvöl á gosstöðvunum norðan Vatnajökuls, þar sem hann bjó í húsbíl á Sauðárflugvelli. „Ég vildi fylgjast með gosinu og það var miklu auðveldara að vera á Sauðárflugvelli en annars staðar. Ég þurfti ekki nema að bregða mér á loft í tvær mínútur til að sjá hvað væri að gerast,“ útskýrir hann. „Völlurinn er með fimm brautir og er sá næststærsti á landinu á eftir Keflavíkurvelli, viðurkenndur og skráður með alþjóðastimpli. Það getur komið sér vel því allar vélar sem fljúga innanlands á Íslandi geta lent þar, meira að segja Fokker,“ segir hann. Eins og flestir vita er Ómar eins og alfræðirit um íslenska náttúru. Nú efnir Bókasafn Seltjarnarness til stefnumóts við hann í dag klukkan 17 í tilefni dagsins. Hvað skyldi hann ætla að spjalla um? „Þetta verða nánast eins og tónleikar með kynningum á milli. Í fyrra frumsýndi ég sjö mínútna stuttmynd sem heitir Íslands ljóð, ég geri ráð fyrir að sýna hana. Ég hef stundum farið í skóla með tæpan klukkutíma af spjalli um íslenska náttúru, vídeómyndir og söng. Er með helstu söngvara landsins á þessum myndböndum eins og Kristin Sigmunds, Diddú og Egil og Bubba. Þau syngja um þau fyrirbæri sem ég er að kynna því að á bak við textana eru sögur. Eitt ljóðið mitt fjallar um svæðið fyrir norðan Vatnajökul sem einmitt er að láta okkur vita af sér núna og á engan sinn líka í heiminum. Það heitir Kóróna landsins og er sungið af Diddú og Agli Ólafssyni. Bubbi syngur lagið Maður og hvalur. Bak við það er sagan af enska drengnum sem kom sérstaka ferð til Íslands til að sjá hval áður en hann dæi og sagan af Fjalla-Eyvindi og Höllu er í lögunum Flökkusál og Jól útlaganna. Þannig að hvert lag hefur sitt meginstef og er myndskreytt og sungið af eins góðu fólki og hægt var að fá.“
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira