Fyrir hverja er HPV-bólusetning? Kristján Oddsson skrifar 12. september 2014 07:00 HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna!
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar