Hlakkar til að komast aftur í ömurleikann Þórður Ingi Jónsson skrifar 12. september 2014 09:23 Breski grínistinn Stephen Merchant lýkur Reykjavík Comedy Festival í október. Getty „Ég er staddur hér í hinni sólríku Kaliforníu,“ segir breski grínistinn Stephen Merchant þegar blaðamaður hringir í hann. „Ég var ekki að monta mig, vel á minnst.“ Merchant mun ljúka Reykjavík Comedy Festival í október með uppistandssýningu hans Hello Ladies. Undanfarið ár hefur hann unnið að samnefndum sjónvarpsþætti sínum á HBO sjónvarpsstöðinni en Merchant er kannski best þekktur fyrir samstarf sitt við Ricky Gervais. Hann er handritshöfundur þáttanna The Office, Life‘s Too Short og Extras. Þá hefur hann einnig vakið lukku sem stjórnandi útvarpsþáttarins The Ricky Gervais Show, ásamt Ricky og vini þeirra Karl Pilkington. Merchant á heima í London en keypti sér hús nýlega í Los Angeles til að auðvelda vinnuferlið. „Þetta er klikkuð borg og stútfull af öllum þeim klisjum sem þú hefur heyrt. Hins vegar er ákveðinn drifkraftur hér, það er eitthvað mjög aðlaðandi við það að vakna og sólin skín. En ég er á leiðinni aftur til London og ég hlakka smá til að komast aftur í ömurleikann, einmitt þegar það er orðið skítkalt þar og kaldranalegt.“ Að sögn Merchants var hann að leggja lokahönd á síðasta þátt Hello Ladies sem verður 90 mínútna langur. Aðspurður um stöðu sjónvarps í dag segir Merchant að gullöld sé í gangi. „Það er svo mikið af áhugaverðum karakterstúdíum, samfélagsrýni og ögrandi efni sem er nú í sjónvarpi. Það er aftur á móti mjög erfitt og þreytandi að gera allt að tíu eða tuttugu þáttum. Þegar maður gerir kvikmynd þá er ákveðinn agi og fókus sem felst í því að segja sögu á 90 mínútum.“ Merchant segist vera byrjaður aftur með uppistand eftir langt hlé. „Uppistand er eitthvað sem ég gerði til að byrja með. Síðan þegar ég fór að vinna í sjónvarpi hætti ég því þar sem ég þoldi ekki stressið. Þegar ég byrjaði síðan aftur að fikta við uppistand þá uppgötvaði ég eitthvað mjög mikilvægt af því að mér fannst eins og ég hafi byrjað að fjarlægjast áhorfendunum örlítið. Þegar þú ert að skrifa handrit þá ferðu að hugsa öðruvísi. Þegar þú ert aftur á móti staddur á sviði og þarft að láta fólk hlægja á staðnum, þá kviknar á einhverju allt öðru í heilanum. Ég held að það hafi bætt handritsvinnuna. Það er samt aldrei skemmtilegasti hluturinn til að gera vegna kvíðans, það er afar stressandi,“ segir Merchant og bætir við að meira að segja grínmeistarinn Billy Connelly hafi oft þurft að kasta upp áður en hann fór á svið. „Ég er samt ekki svo slæmur. Ekki koma á sýninguna og halda að ég sé að þurrka æluna af mér þegar ég komi inn á svið.“ Hello Ladies sýningin fjallar aðallega um samskipti Merchants við kvenfólk. „Þegar ég byrjaði aftur í uppistandi fattaði ég að efnið sem fólk bregst best við er oftast sögur um rómantískar hrakfarir. Það er góð leið til að brjóta niður múra. Ef þú ert ekki George Clooney hefurðu líklega farið á slæmt stefnumót áður. Mér finnst þannig efni mjög fyndið – það sameinar fólk. Þetta er bakbein sýningarinnar. Ég hélt að frægðin myndi hjálpa mér í kvennamálunum en núna er mér bara hafnað af enn fallegri konum en áður.“ En hvernig lítur hann á samstarfsmenn sína Ricky Gervais og Karl Pilkington? Hegða þeir sér svona dags daglega eða eru þeir að gera grín að sjálfum sér? Lætur Ricky virkilega svona og er Karl virkilega svona vitlaus? „Ég myndi ekki segja að Karl væri lærður maður en ég held ekki að hann sé heimskur heldur. Við drullum oft yfir hann í útvarpsþættinum en stundum lætur hann út úr sér mögnuð sannleikskorn. Einu sinni vorum við til dæmis að tala um það hvernig sumt frægt fólk er aðeins frægt út af foreldrum þeirra, s.s. Nicole Richie. Þá sagði Karl: „En þú getur sagt það sama um Jesús!“ Á sérstakan hátt var þetta mjög satt hjá honum. En hann er ekki mjög menntaður maður. Ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf notið þess að vinna með Ricky er af því að hann hefur barnslegan áhuga á hlutunum. Það er enginn annar sem er jafn smitandi í áhugasemi sinni. Þessi barnslega ástríða hjá honum lætur hann eltast mjög staðfast við einhverja hugmynd ef honum líkar vel við hana. Hins vegar líður mér stundum eins og maður þurfi að láta eins og mamma hans frekar en samstarfsmaður.“ Að lokum spyr blaðamaður Merchant hvort hann vilji segja eitthvað við þjóðina. „Já, ég vil segja: hressið ykkur aðeins við, í guðanna bænum! Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Ég er staddur hér í hinni sólríku Kaliforníu,“ segir breski grínistinn Stephen Merchant þegar blaðamaður hringir í hann. „Ég var ekki að monta mig, vel á minnst.“ Merchant mun ljúka Reykjavík Comedy Festival í október með uppistandssýningu hans Hello Ladies. Undanfarið ár hefur hann unnið að samnefndum sjónvarpsþætti sínum á HBO sjónvarpsstöðinni en Merchant er kannski best þekktur fyrir samstarf sitt við Ricky Gervais. Hann er handritshöfundur þáttanna The Office, Life‘s Too Short og Extras. Þá hefur hann einnig vakið lukku sem stjórnandi útvarpsþáttarins The Ricky Gervais Show, ásamt Ricky og vini þeirra Karl Pilkington. Merchant á heima í London en keypti sér hús nýlega í Los Angeles til að auðvelda vinnuferlið. „Þetta er klikkuð borg og stútfull af öllum þeim klisjum sem þú hefur heyrt. Hins vegar er ákveðinn drifkraftur hér, það er eitthvað mjög aðlaðandi við það að vakna og sólin skín. En ég er á leiðinni aftur til London og ég hlakka smá til að komast aftur í ömurleikann, einmitt þegar það er orðið skítkalt þar og kaldranalegt.“ Að sögn Merchants var hann að leggja lokahönd á síðasta þátt Hello Ladies sem verður 90 mínútna langur. Aðspurður um stöðu sjónvarps í dag segir Merchant að gullöld sé í gangi. „Það er svo mikið af áhugaverðum karakterstúdíum, samfélagsrýni og ögrandi efni sem er nú í sjónvarpi. Það er aftur á móti mjög erfitt og þreytandi að gera allt að tíu eða tuttugu þáttum. Þegar maður gerir kvikmynd þá er ákveðinn agi og fókus sem felst í því að segja sögu á 90 mínútum.“ Merchant segist vera byrjaður aftur með uppistand eftir langt hlé. „Uppistand er eitthvað sem ég gerði til að byrja með. Síðan þegar ég fór að vinna í sjónvarpi hætti ég því þar sem ég þoldi ekki stressið. Þegar ég byrjaði síðan aftur að fikta við uppistand þá uppgötvaði ég eitthvað mjög mikilvægt af því að mér fannst eins og ég hafi byrjað að fjarlægjast áhorfendunum örlítið. Þegar þú ert að skrifa handrit þá ferðu að hugsa öðruvísi. Þegar þú ert aftur á móti staddur á sviði og þarft að láta fólk hlægja á staðnum, þá kviknar á einhverju allt öðru í heilanum. Ég held að það hafi bætt handritsvinnuna. Það er samt aldrei skemmtilegasti hluturinn til að gera vegna kvíðans, það er afar stressandi,“ segir Merchant og bætir við að meira að segja grínmeistarinn Billy Connelly hafi oft þurft að kasta upp áður en hann fór á svið. „Ég er samt ekki svo slæmur. Ekki koma á sýninguna og halda að ég sé að þurrka æluna af mér þegar ég komi inn á svið.“ Hello Ladies sýningin fjallar aðallega um samskipti Merchants við kvenfólk. „Þegar ég byrjaði aftur í uppistandi fattaði ég að efnið sem fólk bregst best við er oftast sögur um rómantískar hrakfarir. Það er góð leið til að brjóta niður múra. Ef þú ert ekki George Clooney hefurðu líklega farið á slæmt stefnumót áður. Mér finnst þannig efni mjög fyndið – það sameinar fólk. Þetta er bakbein sýningarinnar. Ég hélt að frægðin myndi hjálpa mér í kvennamálunum en núna er mér bara hafnað af enn fallegri konum en áður.“ En hvernig lítur hann á samstarfsmenn sína Ricky Gervais og Karl Pilkington? Hegða þeir sér svona dags daglega eða eru þeir að gera grín að sjálfum sér? Lætur Ricky virkilega svona og er Karl virkilega svona vitlaus? „Ég myndi ekki segja að Karl væri lærður maður en ég held ekki að hann sé heimskur heldur. Við drullum oft yfir hann í útvarpsþættinum en stundum lætur hann út úr sér mögnuð sannleikskorn. Einu sinni vorum við til dæmis að tala um það hvernig sumt frægt fólk er aðeins frægt út af foreldrum þeirra, s.s. Nicole Richie. Þá sagði Karl: „En þú getur sagt það sama um Jesús!“ Á sérstakan hátt var þetta mjög satt hjá honum. En hann er ekki mjög menntaður maður. Ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf notið þess að vinna með Ricky er af því að hann hefur barnslegan áhuga á hlutunum. Það er enginn annar sem er jafn smitandi í áhugasemi sinni. Þessi barnslega ástríða hjá honum lætur hann eltast mjög staðfast við einhverja hugmynd ef honum líkar vel við hana. Hins vegar líður mér stundum eins og maður þurfi að láta eins og mamma hans frekar en samstarfsmaður.“ Að lokum spyr blaðamaður Merchant hvort hann vilji segja eitthvað við þjóðina. „Já, ég vil segja: hressið ykkur aðeins við, í guðanna bænum!
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira