Þörf aðstoð fyrir ungt fólk með krabbamein 11. september 2014 11:56 Vilja standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Halldóra Víðisdóttir er formaður Krafts. Vísir/Ernir „Kostnaður getur hlaupið á hundruðum þúsunda sem ungt fólk hreinlega stendur ekki undir, er jafnvel nýkomið úr námi, með ung börn og er að byrja að fóta sig á vinnumarkaðnum. Kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur farið vaxandi síðastliðin ár, en ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar að þá stöndum við virkilega höllum fæti. Á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi þarf fólk ekki að borga krónu þegar það greinist með jafn alvarlegan sjúkdóm og krabbamein,“ segir Halldóra Víðisdóttir, formaður Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, og aðstandenda þeirra. Félagið stendur fyrir Styrktartónleikum í Norðurljósasal Hörpunnar þann 17. september næstkomandi. Í ár fagnar Kraftur 15 ára afmæli sínu og verður Neyðarsjóður Krafts stofnaður formlega á afmælisdeginum, 1. október. Hans hlutverk verður að standa við bakið á ungu fólki með krabbamein þegar kemur að kostnaði í sambandi við lyf, læknisheimsóknir og þess háttar. Það sem hefur einkennt starfsemi Krafts í gegnum árin er jafningastuðningurinn sem meðlimir félagsins veita, en Kraftur starfrækir stuðningsnet undir handleiðslu sálfræðings.Ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa því kost á að leita þangað eftir stuðningi frá aðila sem hefur verið í svipuðum sporum. Þetta þekkir Halldóra af eigin reynslu, en haustið 2011 missti hún systur sína eftir stutta en erfiða baráttu við sjúkdóminn. Mánuði áður en hún tók við sem formaður félagsins hljóp hún í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krafti. „Ég sá þarna tækifæri til að gefa til baka en eftir jafn erfiða lífsreynslu og að missa einhvern svona nákominn þá hafði ég mikla þörf fyrir það,“ segir Halldóra. Eins og áður sagði verða tónleikarnir haldnir í Norðurljósasal Hörpu þann 17. september kl. 20.00. Allir sem fram koma þetta kvöld gefa vinnu sína og er Atlantsolía sérstakur styrktaraðili tónleikanna. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur í Neyðarsjóð Krafts. Þeir sem fram koma á tónleikunum eru: Emilíana Torrini, Baggalútur, Amaba Dama, KK & Ellen og AbbaShow. Sérstakur gestur verður Ari Eldjárn og kynnir verður Sólmundur Hólm.Miðasala fer fram á midi.is og harpa.is. Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira
„Kostnaður getur hlaupið á hundruðum þúsunda sem ungt fólk hreinlega stendur ekki undir, er jafnvel nýkomið úr námi, með ung börn og er að byrja að fóta sig á vinnumarkaðnum. Kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur farið vaxandi síðastliðin ár, en ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar að þá stöndum við virkilega höllum fæti. Á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi þarf fólk ekki að borga krónu þegar það greinist með jafn alvarlegan sjúkdóm og krabbamein,“ segir Halldóra Víðisdóttir, formaður Krafts, félags ungs fólks með krabbamein, og aðstandenda þeirra. Félagið stendur fyrir Styrktartónleikum í Norðurljósasal Hörpunnar þann 17. september næstkomandi. Í ár fagnar Kraftur 15 ára afmæli sínu og verður Neyðarsjóður Krafts stofnaður formlega á afmælisdeginum, 1. október. Hans hlutverk verður að standa við bakið á ungu fólki með krabbamein þegar kemur að kostnaði í sambandi við lyf, læknisheimsóknir og þess háttar. Það sem hefur einkennt starfsemi Krafts í gegnum árin er jafningastuðningurinn sem meðlimir félagsins veita, en Kraftur starfrækir stuðningsnet undir handleiðslu sálfræðings.Ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa því kost á að leita þangað eftir stuðningi frá aðila sem hefur verið í svipuðum sporum. Þetta þekkir Halldóra af eigin reynslu, en haustið 2011 missti hún systur sína eftir stutta en erfiða baráttu við sjúkdóminn. Mánuði áður en hún tók við sem formaður félagsins hljóp hún í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krafti. „Ég sá þarna tækifæri til að gefa til baka en eftir jafn erfiða lífsreynslu og að missa einhvern svona nákominn þá hafði ég mikla þörf fyrir það,“ segir Halldóra. Eins og áður sagði verða tónleikarnir haldnir í Norðurljósasal Hörpu þann 17. september kl. 20.00. Allir sem fram koma þetta kvöld gefa vinnu sína og er Atlantsolía sérstakur styrktaraðili tónleikanna. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur í Neyðarsjóð Krafts. Þeir sem fram koma á tónleikunum eru: Emilíana Torrini, Baggalútur, Amaba Dama, KK & Ellen og AbbaShow. Sérstakur gestur verður Ari Eldjárn og kynnir verður Sólmundur Hólm.Miðasala fer fram á midi.is og harpa.is.
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira