Nakin á netinu – Myndir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Guðberg K. Jónsson skrifar 10. september 2014 07:00 Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar