Nakin á netinu – Myndir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Guðberg K. Jónsson skrifar 10. september 2014 07:00 Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Veistu hver Audrie Pott var? En Amanda Todd? Hvað með Hope Witsell? Þær voru heilbrigðir unglingar sem áttu framtíðina fyrir sér, þangað til nektarmyndir af þeim fóru í dreifingu á netinu gegn vilja þeirra. Þessu fylgdi niðurlæging, mannorðsmissir og vægðarlaust einelti sem olli því að þær fyrirfóru sér. Sú elsta var fimmtán ára þegar hún lést, sú yngsta þrettán. Þótt áðurnefndar stúlkur hafi verið erlendar er vandinn það ekki. Á síðasta ári biðlaði íslensk móðir til foreldra í sama bæjarfélagi að eyða nektarmynd af þrettán ára dóttur hennar úr símum og tölvum barna sinna. Óprúttnir aðilar dreifa nektarmyndum af íslenskum börnum, allt niður í tólf ára gömlum, á netinu. Lögreglan er vanmáttug eins og fram kom í ummælum yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu 8. september: „Við getum ekki stjórnað internetinu.“ Kynþroskanum fylgir forvitni um kynferðismál og unglingum er eðlislægt að gera tilraunir með sjálfsmynd sína, þar á meðal kynverundina. Ný tækni gefur þeim önnur tækifæri en fyrri kynslóðum bauðst. Sumir hrista höfuðið og finnst fólk sem tekur af sér nektarmyndir geta sjálfu sér um kennt ef þær enda á netinu. Hér ber að staldra við áður en skuldinni er skellt á brotaþolann. Fæstir ætla sér að berhátta sig fyrir alheiminn. Þó gætu það orðið örlög margra sem ætluðu sér það ekki – ekki síst ef forvörnum er ábótavant. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að meirihluti unglinga tekur þátt í sexting (að senda og móttaka kynferðisleg smáskilaboð, oft nektarmyndir). Þótt slíkar sendingar útheimti trúnað er þetta mikið hættuspil, því rannsóknin sýndi líka að 26% áframsendi skilaboðin á þriðja aðila. Það er rétt hjá yfirlögregluþjóninum, við getum ekki stjórnað netinu. Við getum hinsvegar haldið uppi öflugri fræðslu fyrir börn og foreldra um virðingu og ábyrga hegðun á tímum snjallsíma, leitarvéla og klámvæðingar. Undirrituð bjóða upp á slíka fræðslu í vetur. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu SAFT verkefnisins, saft.is/fraedsla.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun