Vinaliðar gera frímínútur skemmtilegri Sólveig Gísladóttir skrifar 9. september 2014 15:00 Ragnheiður með flottum hópi vinaliða sem stjórna leikjum í frímínútum. Mynd/Valli Hólabrekkuskóli tók upp svokallað vinaliðaverkefni síðastliðið vor. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Þannig sjá vel valdir nemendur í 4. til 7. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra krakka á fyrstu skólastigum.Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, kennari við Hólabrekkuskóla og umsjónarmaður verkefnisins, segir verkefnið í raun þríþætt. „Fyrir utan að auka afþreyingarmöguleika verður þetta til þess að minni tími er fyrir stríðni og leiðindi í frímínútum auk þess sem krakkarnir fá meiri hreyfingu.“ Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur verið framkvæmt í mörg hundruð grunnskólum þar í landi. Árskóli á Sauðárkróki var fyrsti skólinn á Íslandi til að taka það upp en Hólabrekkuskóli var fyrsti skólinn á höfuðborgarsvæðinu sem tók þátt.Börnin eru alltaf spennt yfir að fara í frímínútur. Sérstaklega þegar vinaliðar eru að störfum.„Nokkrir kennarar skólans heyrðu af þessu verkefni á námskeiði. Þeim leist svo vel á að þeir fengu kennara úr Árskóla til að halda fyrirlestur fyrir kennara Hólabrekkuskóla. Við sáum strax að þetta myndi henta hér og ég var svo heppin að fá að stýra þessu verkefni,“ segir Ragnheiður en í framhaldinu voru tveir kennarar frá Sauðárkróki fengnir til að halda leikjanámskeið fyrir vinaliða skólans. „Vinaliðar eru valdir af bekkjarfélögum sínum, fjórir úr hverjum bekk. Börnunum var gerð mjög góð grein fyrir því að þetta væri ekki vinsældakosning heldur átti að kjósa einhvern sem þau treystu til að vera góður við alla, því annars væri ekki hægt að vera vinaliði,“ lýsir Ragnheiður og segir kosninguna hafa komið mjög vel út. Á síðustu önn voru vinaliðar 36 en í ár munu 40 vinaliðar skipta með sér verkefnum. Hópnum er skipt í tvennt og hver hópur sér um tvær frímínútur í viku en vinaliðar aðstoða í frímínútum fjórum sinnum í viku. Ragnheiður segir verkefnið hafa reynst mjög vel. „Okkur finnst miklu minni vandamál skapast í frímínútum. Þá er krakkarnir mun glaðari og fljótari út í frímínútur,“ segir hún. Verkefnið er nú fyrir krakka í 1. til 7. bekk en Ragnheiður segir stefnt að því að útfæra það fyrir unglingadeildina líka. Vinaliðaverkefnið hefur lagst vel í allt skólasamfélagið. „Foreldrafélagið styrkti okkur til dæmis vel með alls kyns dóti sem gerir starfið miklu auðveldara,“ segir hún og bendir á að aðrir skólar hafi sýnt þessu mikinn áhuga. Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Hólabrekkuskóli tók upp svokallað vinaliðaverkefni síðastliðið vor. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Þannig sjá vel valdir nemendur í 4. til 7. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra krakka á fyrstu skólastigum.Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, kennari við Hólabrekkuskóla og umsjónarmaður verkefnisins, segir verkefnið í raun þríþætt. „Fyrir utan að auka afþreyingarmöguleika verður þetta til þess að minni tími er fyrir stríðni og leiðindi í frímínútum auk þess sem krakkarnir fá meiri hreyfingu.“ Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur verið framkvæmt í mörg hundruð grunnskólum þar í landi. Árskóli á Sauðárkróki var fyrsti skólinn á Íslandi til að taka það upp en Hólabrekkuskóli var fyrsti skólinn á höfuðborgarsvæðinu sem tók þátt.Börnin eru alltaf spennt yfir að fara í frímínútur. Sérstaklega þegar vinaliðar eru að störfum.„Nokkrir kennarar skólans heyrðu af þessu verkefni á námskeiði. Þeim leist svo vel á að þeir fengu kennara úr Árskóla til að halda fyrirlestur fyrir kennara Hólabrekkuskóla. Við sáum strax að þetta myndi henta hér og ég var svo heppin að fá að stýra þessu verkefni,“ segir Ragnheiður en í framhaldinu voru tveir kennarar frá Sauðárkróki fengnir til að halda leikjanámskeið fyrir vinaliða skólans. „Vinaliðar eru valdir af bekkjarfélögum sínum, fjórir úr hverjum bekk. Börnunum var gerð mjög góð grein fyrir því að þetta væri ekki vinsældakosning heldur átti að kjósa einhvern sem þau treystu til að vera góður við alla, því annars væri ekki hægt að vera vinaliði,“ lýsir Ragnheiður og segir kosninguna hafa komið mjög vel út. Á síðustu önn voru vinaliðar 36 en í ár munu 40 vinaliðar skipta með sér verkefnum. Hópnum er skipt í tvennt og hver hópur sér um tvær frímínútur í viku en vinaliðar aðstoða í frímínútum fjórum sinnum í viku. Ragnheiður segir verkefnið hafa reynst mjög vel. „Okkur finnst miklu minni vandamál skapast í frímínútum. Þá er krakkarnir mun glaðari og fljótari út í frímínútur,“ segir hún. Verkefnið er nú fyrir krakka í 1. til 7. bekk en Ragnheiður segir stefnt að því að útfæra það fyrir unglingadeildina líka. Vinaliðaverkefnið hefur lagst vel í allt skólasamfélagið. „Foreldrafélagið styrkti okkur til dæmis vel með alls kyns dóti sem gerir starfið miklu auðveldara,“ segir hún og bendir á að aðrir skólar hafi sýnt þessu mikinn áhuga.
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira