Saga um að taka ábyrgð á eigin líkama Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 5. september 2014 14:30 Nanna, Margrét og Lovísa eiga framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð Vísir/GVA „Þetta byrjaði þannig að okkur langaði að segja sögu sem fjallar um að fara í gegnum gelgjuskeiðið, það að þroskast líkamlega og að þurfa allt í einu að taka ábyrgð á sínum líkama og að hafa ekki fulla stjórn yfir honum,“ segir Lovísa Lára Halldórsdóttir. Hún ásamt Margréti Buhl og Nönnu Höjgaard Grettisdóttur útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands í vor. Þær eru höfundar og framleiðendur stuttmyndarinnar Smástirnis sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði dagana 17. til 19. september. Lovísa segir það mikinn heiður fyrir þær að myndin þeirra hafi verið valin „Okkur finnst þetta mjög spennandi hátíð og vorum búnar að plana að fara hvort sem við kæmumst inn eða ekki þannig að það var bara plús að komast inn.“ Þær vildu segja sögu sem þessa frá sjónarhorni kvenna, en að þeirra mati er umfjöllun um slík mál ábótavant og mættu fleiri konur vera virkar í kvikmyndagerð því þær eiga margar sögur ósagðar. „Þó engin okkar hafi gengið í gegnum nákvæmlega það sem aðalpersónan gengur í gegnum í myndinni, þá samsömuðum við okkur allar karakternum á ákveðinn hátt og þekktum þá tilfinningu að ganga í gegnum þessar breytingar og vera skíthræddar við það sem er að gerast og ekki þora að tala við neinn um það,“ bætir Lovísa við. Myndin hlaut viðurkenningu sem besta myndin, bæði í handrits- og framleiðsludeild, hjá Kvikmyndaskólanum í vor. Í dag reka þær saman kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Anthems of Our Youth og eru með ýmislegt í pípunum. „Við erum að gera mynd fyrir vinkonu okkar, Söndru Helgadóttur leikkonu, sem heitir Litla hetjan og erum við þá að halda áfram að velta fyrir okkur mannlegu eðli og hræðilegum hlutum sem fólk gerir, líkt og í Smástirni“, bætir Lovísa við. „Svo er margt fleira skemmtilegt í vinnslu.“ Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að okkur langaði að segja sögu sem fjallar um að fara í gegnum gelgjuskeiðið, það að þroskast líkamlega og að þurfa allt í einu að taka ábyrgð á sínum líkama og að hafa ekki fulla stjórn yfir honum,“ segir Lovísa Lára Halldórsdóttir. Hún ásamt Margréti Buhl og Nönnu Höjgaard Grettisdóttur útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands í vor. Þær eru höfundar og framleiðendur stuttmyndarinnar Smástirnis sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði dagana 17. til 19. september. Lovísa segir það mikinn heiður fyrir þær að myndin þeirra hafi verið valin „Okkur finnst þetta mjög spennandi hátíð og vorum búnar að plana að fara hvort sem við kæmumst inn eða ekki þannig að það var bara plús að komast inn.“ Þær vildu segja sögu sem þessa frá sjónarhorni kvenna, en að þeirra mati er umfjöllun um slík mál ábótavant og mættu fleiri konur vera virkar í kvikmyndagerð því þær eiga margar sögur ósagðar. „Þó engin okkar hafi gengið í gegnum nákvæmlega það sem aðalpersónan gengur í gegnum í myndinni, þá samsömuðum við okkur allar karakternum á ákveðinn hátt og þekktum þá tilfinningu að ganga í gegnum þessar breytingar og vera skíthræddar við það sem er að gerast og ekki þora að tala við neinn um það,“ bætir Lovísa við. Myndin hlaut viðurkenningu sem besta myndin, bæði í handrits- og framleiðsludeild, hjá Kvikmyndaskólanum í vor. Í dag reka þær saman kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Anthems of Our Youth og eru með ýmislegt í pípunum. „Við erum að gera mynd fyrir vinkonu okkar, Söndru Helgadóttur leikkonu, sem heitir Litla hetjan og erum við þá að halda áfram að velta fyrir okkur mannlegu eðli og hræðilegum hlutum sem fólk gerir, líkt og í Smástirni“, bætir Lovísa við. „Svo er margt fleira skemmtilegt í vinnslu.“
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira