Saga um að taka ábyrgð á eigin líkama Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 5. september 2014 14:30 Nanna, Margrét og Lovísa eiga framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð Vísir/GVA „Þetta byrjaði þannig að okkur langaði að segja sögu sem fjallar um að fara í gegnum gelgjuskeiðið, það að þroskast líkamlega og að þurfa allt í einu að taka ábyrgð á sínum líkama og að hafa ekki fulla stjórn yfir honum,“ segir Lovísa Lára Halldórsdóttir. Hún ásamt Margréti Buhl og Nönnu Höjgaard Grettisdóttur útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands í vor. Þær eru höfundar og framleiðendur stuttmyndarinnar Smástirnis sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði dagana 17. til 19. september. Lovísa segir það mikinn heiður fyrir þær að myndin þeirra hafi verið valin „Okkur finnst þetta mjög spennandi hátíð og vorum búnar að plana að fara hvort sem við kæmumst inn eða ekki þannig að það var bara plús að komast inn.“ Þær vildu segja sögu sem þessa frá sjónarhorni kvenna, en að þeirra mati er umfjöllun um slík mál ábótavant og mættu fleiri konur vera virkar í kvikmyndagerð því þær eiga margar sögur ósagðar. „Þó engin okkar hafi gengið í gegnum nákvæmlega það sem aðalpersónan gengur í gegnum í myndinni, þá samsömuðum við okkur allar karakternum á ákveðinn hátt og þekktum þá tilfinningu að ganga í gegnum þessar breytingar og vera skíthræddar við það sem er að gerast og ekki þora að tala við neinn um það,“ bætir Lovísa við. Myndin hlaut viðurkenningu sem besta myndin, bæði í handrits- og framleiðsludeild, hjá Kvikmyndaskólanum í vor. Í dag reka þær saman kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Anthems of Our Youth og eru með ýmislegt í pípunum. „Við erum að gera mynd fyrir vinkonu okkar, Söndru Helgadóttur leikkonu, sem heitir Litla hetjan og erum við þá að halda áfram að velta fyrir okkur mannlegu eðli og hræðilegum hlutum sem fólk gerir, líkt og í Smástirni“, bætir Lovísa við. „Svo er margt fleira skemmtilegt í vinnslu.“ Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Þetta byrjaði þannig að okkur langaði að segja sögu sem fjallar um að fara í gegnum gelgjuskeiðið, það að þroskast líkamlega og að þurfa allt í einu að taka ábyrgð á sínum líkama og að hafa ekki fulla stjórn yfir honum,“ segir Lovísa Lára Halldórsdóttir. Hún ásamt Margréti Buhl og Nönnu Höjgaard Grettisdóttur útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands í vor. Þær eru höfundar og framleiðendur stuttmyndarinnar Smástirnis sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði dagana 17. til 19. september. Lovísa segir það mikinn heiður fyrir þær að myndin þeirra hafi verið valin „Okkur finnst þetta mjög spennandi hátíð og vorum búnar að plana að fara hvort sem við kæmumst inn eða ekki þannig að það var bara plús að komast inn.“ Þær vildu segja sögu sem þessa frá sjónarhorni kvenna, en að þeirra mati er umfjöllun um slík mál ábótavant og mættu fleiri konur vera virkar í kvikmyndagerð því þær eiga margar sögur ósagðar. „Þó engin okkar hafi gengið í gegnum nákvæmlega það sem aðalpersónan gengur í gegnum í myndinni, þá samsömuðum við okkur allar karakternum á ákveðinn hátt og þekktum þá tilfinningu að ganga í gegnum þessar breytingar og vera skíthræddar við það sem er að gerast og ekki þora að tala við neinn um það,“ bætir Lovísa við. Myndin hlaut viðurkenningu sem besta myndin, bæði í handrits- og framleiðsludeild, hjá Kvikmyndaskólanum í vor. Í dag reka þær saman kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Anthems of Our Youth og eru með ýmislegt í pípunum. „Við erum að gera mynd fyrir vinkonu okkar, Söndru Helgadóttur leikkonu, sem heitir Litla hetjan og erum við þá að halda áfram að velta fyrir okkur mannlegu eðli og hræðilegum hlutum sem fólk gerir, líkt og í Smástirni“, bætir Lovísa við. „Svo er margt fleira skemmtilegt í vinnslu.“
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira