Var með neikvæðar hugsanir gagnvart móðurhlutverkinu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 5. september 2014 12:00 Thelma Einarsdóttir hannar Orð í ramma en hún starfar sem margmiðlunarfræðingur. Vísir/Valli „Ég átti alltaf erfitt með að tengjast honum frá fyrstu stundu, hafði miklar neikvæðar hugsanir gagnvart móðurhlutverkinu, lá oft bara uppi í rúmi og gat ekki hugsað mér að sinna stráknum. Ég fékk síðan svo mikið samviskubit yfir að hugsa þannig og fannst ég algerlega óhæf móðir,“ segir Thelma Einarsdóttir margmiðlunarfræðingur, bloggari á fagurkerar.is og tveggja drengja móðir sem lenti í alvarlegu fæðingarþunglyndi. Í fæðingarorlofinu fékk Thelma hugmynd sem hefur svo sannarlega undið upp á sig og hjálpaði henni að vinna á fæðingarþunglyndinu. „Hugmyndin að Orð í ramma kom þegar vinkona mín póstaði í hóp á Facebook sem heitir Barnaherbergin að hana langaði í mynd með fæðingardegi barnsins síns. Ég hugsaði að þetta væri auðvelt með mína Photoshop-kunnáttu svo ég sló til. Mér fannst þetta svo gaman að ég hannaði líka myndir fyrir strákana mína. Síðan vatt þetta upp á sig og fleiri vildu svona myndir,“ segir Thelma, en í framhaldinu stofnaði hún Orð í ramma á Facebook sem hefur notið vinsælda. Hún er sannfærð um að þessi sköpunargleði hafi eflaust átt þátt í að hjálpa henni að vinna úr fæðingarþunglyndinu. „Ég viðurkenni alveg að ég er oft þreytt með tvo litla gutta, en þegar þeir eru sofnaðir á kvöldin þá sest ég fyrir framan tölvuna og fer að vinna í þessu. Þetta gefur manni ákveðna lífsfyllingu að vera að skapa eitthvað fallegt, horfa á það stækka og sjá hvað fólk er virkilega ánægt með það sem maður gerir.“Orð í ramma hefur notið mikilla vinsælda og kjörið að hengja upp á vegg í barnaherberginu.Þegar Thelma átti eldri drenginn sinn í nóvember 2012, en hann var tekinn með bráðakeisara eftir sextán tíma hríðir, fann hún fljótlega að ekki var allt eins og það átti að vera. Það var ekki fyrr en drengurinn var orðinn sjö mánaða að Thelma viðurkenndi vandamálið fyrir sjálfri sér og leitaði sér aðstoðar á bráðamóttöku geðdeildar. „Ég fékk að tala við geðlækni, fór á viðeigandi lyf og það bjargaði mér alveg, sérstaklega að fá greininguna var rosalegur léttir og að vita að ég var ekki vond manneskja og móðir heldur lá eitthvað annað að baki.“ Í sumar eignaðist Thelma annað barn sitt og segir seinni meðgönguna hafa verið líkamlega erfiðari, en hún hafi strax leitað sér aðstoðar og fengið mikinn styrk frá teymi sem kallar sig FMB, foreldrar, meðganga, barn. Þau sérhæfa sig í að hjálpa konum sem glíma við fæðingarþunglyndi, og fjölskyldum þeirra, bæði á meðgöngu og eftir hana. Hún vonar að hennar saga geti hjálpað fleiri ungum mæðrum í sömu sporum að vinna úr sínum málum. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Sjá meira
„Ég átti alltaf erfitt með að tengjast honum frá fyrstu stundu, hafði miklar neikvæðar hugsanir gagnvart móðurhlutverkinu, lá oft bara uppi í rúmi og gat ekki hugsað mér að sinna stráknum. Ég fékk síðan svo mikið samviskubit yfir að hugsa þannig og fannst ég algerlega óhæf móðir,“ segir Thelma Einarsdóttir margmiðlunarfræðingur, bloggari á fagurkerar.is og tveggja drengja móðir sem lenti í alvarlegu fæðingarþunglyndi. Í fæðingarorlofinu fékk Thelma hugmynd sem hefur svo sannarlega undið upp á sig og hjálpaði henni að vinna á fæðingarþunglyndinu. „Hugmyndin að Orð í ramma kom þegar vinkona mín póstaði í hóp á Facebook sem heitir Barnaherbergin að hana langaði í mynd með fæðingardegi barnsins síns. Ég hugsaði að þetta væri auðvelt með mína Photoshop-kunnáttu svo ég sló til. Mér fannst þetta svo gaman að ég hannaði líka myndir fyrir strákana mína. Síðan vatt þetta upp á sig og fleiri vildu svona myndir,“ segir Thelma, en í framhaldinu stofnaði hún Orð í ramma á Facebook sem hefur notið vinsælda. Hún er sannfærð um að þessi sköpunargleði hafi eflaust átt þátt í að hjálpa henni að vinna úr fæðingarþunglyndinu. „Ég viðurkenni alveg að ég er oft þreytt með tvo litla gutta, en þegar þeir eru sofnaðir á kvöldin þá sest ég fyrir framan tölvuna og fer að vinna í þessu. Þetta gefur manni ákveðna lífsfyllingu að vera að skapa eitthvað fallegt, horfa á það stækka og sjá hvað fólk er virkilega ánægt með það sem maður gerir.“Orð í ramma hefur notið mikilla vinsælda og kjörið að hengja upp á vegg í barnaherberginu.Þegar Thelma átti eldri drenginn sinn í nóvember 2012, en hann var tekinn með bráðakeisara eftir sextán tíma hríðir, fann hún fljótlega að ekki var allt eins og það átti að vera. Það var ekki fyrr en drengurinn var orðinn sjö mánaða að Thelma viðurkenndi vandamálið fyrir sjálfri sér og leitaði sér aðstoðar á bráðamóttöku geðdeildar. „Ég fékk að tala við geðlækni, fór á viðeigandi lyf og það bjargaði mér alveg, sérstaklega að fá greininguna var rosalegur léttir og að vita að ég var ekki vond manneskja og móðir heldur lá eitthvað annað að baki.“ Í sumar eignaðist Thelma annað barn sitt og segir seinni meðgönguna hafa verið líkamlega erfiðari, en hún hafi strax leitað sér aðstoðar og fengið mikinn styrk frá teymi sem kallar sig FMB, foreldrar, meðganga, barn. Þau sérhæfa sig í að hjálpa konum sem glíma við fæðingarþunglyndi, og fjölskyldum þeirra, bæði á meðgöngu og eftir hana. Hún vonar að hennar saga geti hjálpað fleiri ungum mæðrum í sömu sporum að vinna úr sínum málum.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein