Menningarnótt – einnar nætur gaman? Björn Blöndal skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Menningarnótt, sem reyndar fer ekki minna fram að degi til, er haldin á morgun. Þetta er fjölsóttasta menningarhátíð landsins og hefur verið það lengi. Það er beðið eftir Menningarnótt með eftirvæntingu enda ótrúlega fjölbreytt dagskrá, allt frá íþróttum til menningar í hæstu hæðum. Menningarnótt er grasrótarhátíð. Reykjavíkurborg ásamt samstarfsaðilum býr til rammann og svo fylla þeir sem hafa áhuga og getu inn í hann. Rétt er að hafa í huga að menning er ekki einnar nætur gaman. Menning og listir eru að mínu mati undirstaða heilbrigðs og góðs samfélags. Menningin er form samskipta, kannski þróaðasta form sem til er. Ef ekki væri fyrir menningu þá værum við ekkert svo frábrugðin öðrum dýrategundum, menning og húmor er það sem gefur okkur forskot hér á jörð og þó víðar væri leitað. Þegar rætt er um fjárframlög opinberra aðila til menningar er gjarnan talað um bruðl og gæluverkefni. Fjárframlög til menningar eru jafnvel tengd við niðurskurð í heilbrigðisþjónustu eða eitthvað þaðan af verra. Þegar kemur að heilbrigði þjóðarinnar þá er sennilega fátt sem hefur eins góð áhrif og menning og listir. Íslendingar hafa brallað margt síðan land byggðist en það er þó í raun bara tvennt sem þetta land er verulega þekkt fyrir að góðu; náttúra og list. Ef það væri gerð könnun á því fyrir hvað Ísland er þekkt meðal útlendinga þá myndu sennilega flestir nefna Björk og svo náttúruna. Margir listamenn hafa getið sér gott orð erlendis og fjöldi fólks sækir landið heim á ári hverju beinlínis vegna aðdáunar á íslenskri list. Á morgun munu hundruð listamanna bjóða okkur að njóta sköpunar sinnar. Við munum í leiðinni njóta samvista við hvert annað. Vínarpylsur og bjúgu eru ekki grunnurinn að sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, það er listin. Gleðilega Menningarnótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Menningarnótt, sem reyndar fer ekki minna fram að degi til, er haldin á morgun. Þetta er fjölsóttasta menningarhátíð landsins og hefur verið það lengi. Það er beðið eftir Menningarnótt með eftirvæntingu enda ótrúlega fjölbreytt dagskrá, allt frá íþróttum til menningar í hæstu hæðum. Menningarnótt er grasrótarhátíð. Reykjavíkurborg ásamt samstarfsaðilum býr til rammann og svo fylla þeir sem hafa áhuga og getu inn í hann. Rétt er að hafa í huga að menning er ekki einnar nætur gaman. Menning og listir eru að mínu mati undirstaða heilbrigðs og góðs samfélags. Menningin er form samskipta, kannski þróaðasta form sem til er. Ef ekki væri fyrir menningu þá værum við ekkert svo frábrugðin öðrum dýrategundum, menning og húmor er það sem gefur okkur forskot hér á jörð og þó víðar væri leitað. Þegar rætt er um fjárframlög opinberra aðila til menningar er gjarnan talað um bruðl og gæluverkefni. Fjárframlög til menningar eru jafnvel tengd við niðurskurð í heilbrigðisþjónustu eða eitthvað þaðan af verra. Þegar kemur að heilbrigði þjóðarinnar þá er sennilega fátt sem hefur eins góð áhrif og menning og listir. Íslendingar hafa brallað margt síðan land byggðist en það er þó í raun bara tvennt sem þetta land er verulega þekkt fyrir að góðu; náttúra og list. Ef það væri gerð könnun á því fyrir hvað Ísland er þekkt meðal útlendinga þá myndu sennilega flestir nefna Björk og svo náttúruna. Margir listamenn hafa getið sér gott orð erlendis og fjöldi fólks sækir landið heim á ári hverju beinlínis vegna aðdáunar á íslenskri list. Á morgun munu hundruð listamanna bjóða okkur að njóta sköpunar sinnar. Við munum í leiðinni njóta samvista við hvert annað. Vínarpylsur og bjúgu eru ekki grunnurinn að sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar, það er listin. Gleðilega Menningarnótt.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar