Inn um bakdyrnar Ísak Einar Rúnarsson skrifar 28. júlí 2014 07:00 Fyrir rétt rúmum tvö þúsund árum fyrirskipaði Ágústus keisari að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Meðal þeirra sem þurftu að taka sig upp vegna þessa voru María mey og Jósef. Þau héldu frá Nasaret til Betlehem þar sem sagan segir að Jesús hafi fæðst. En hvað skyldi þessi skrásetning hafa kostað þau Maríu og Jósef? María mun hafa ferðast á asna en reikna má með að ferðin hafi gengið hægt vegna þess hve langt hún var komin á leið. Samkvæmt grófum útreikningum ætti það að hafa tekið um það bil viku hvora leið. Líklega hafa þau gist í fjárhúsinu í að minnsta kosti viku. Það þýðir að greiða hefur þurft fyrir fæði í þrjár vikur og gistingu í eina en engan ferðakostnað því asnann áttu þau fyrir og Jósef ferðaðist um á tveimur jafnfljótum. Ég ætla mér ekki að finna út matar- og leiguverð árið sem Jesús fæddist. Þar sem ég er námsmaður leyfi ég mér hins vegar að miða við þann taxta sem LÍN hefur komið sér upp fyrir matar- og húsnæðiskostnað námsmanna. Það gera þá 33.841 kr. í mat og 21.478 kr. í gistingu. Í heildina er það 55.319 kr. á mann fyrir þessa miklu skrásetningarför þeirra sem spannaði þrjár vikur og 120 km. Hefðu þau hins vegar skráð sig í nám við Háskóla Íslands árið 2014 hefði það kostað þau 75.000 kr. á mann eins og stúdentar fengu að kynnast 4. júlí síðastliðinn. Kostnaður við skráningu í HÍ er því hærri en allur reisukostnaður Maríu og Jósefs; á skrásetning í Háskóla Íslands að kosta meira en skrásetning fyrir tvö þúsund árum?Ein skráning á fimm daga fresti Reiknað er með að tekjur HÍ af skrásetningu nemenda verði heill milljarður; þúsund milljónir. Milljarður ætti að nægja til að ráða tæplega 4.300 skrifstofumenn á launataxta VR í einn mánuð eða um 360 ársstörf. Ef þessir 360 starfsmenn gerðu ekkert annað en að skrá nemendur í nám við Háskóla Íslands í heilt ár myndi það þýða að hver starfsmaður skráði einn nemanda á fimm daga fresti. Fyrir þremur árum var skrásetningargjaldið ekki nema 45.000 kr. Það er þó mikið miðað við menntaskólana því MH virðist til dæmis geta skráð sína nemendur fyrir 6.000 kr. á önn. Er svo miklu meira verk að skrá nemanda í háskóla en í menntaskóla að það réttlæti 625 prósenta mun?Skólagjald eða skrásetningargjald? Í ár var gjaldið hækkað upp í 75.000 krónur en skorið var niður í fjárframlögum til HÍ á móti. Hvert rennur svo skrásetningargjaldið? Jú, stór hluti skrásetningargjaldsins fer í rekstur kennslusviðs og deildarskrifstofa, kostnað af aðstöðu og stjórnun ásamt skipulagningu kennslu og prófa. Þessir liðir eru ekki annað en almennur rekstrarkostnaður skólans og því verður að draga þá ályktun að í raun sé gjaldið skólagjald en ekki skrásetningargjald. Á Íslandi hefur lengi verið samstaða um að allir eigi að geta sótt sér menntun óháð efnahag og að ekki skuli taka gjald fyrir menntun. Ef menntamálaráðherra ætlar að breyta grundvallargildum menntastefnunnar, þá er lágmark að fram fari upplýst umræða um breytinguna í stað þess að henni sé smyglað bakdyramegin inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum tvö þúsund árum fyrirskipaði Ágústus keisari að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Meðal þeirra sem þurftu að taka sig upp vegna þessa voru María mey og Jósef. Þau héldu frá Nasaret til Betlehem þar sem sagan segir að Jesús hafi fæðst. En hvað skyldi þessi skrásetning hafa kostað þau Maríu og Jósef? María mun hafa ferðast á asna en reikna má með að ferðin hafi gengið hægt vegna þess hve langt hún var komin á leið. Samkvæmt grófum útreikningum ætti það að hafa tekið um það bil viku hvora leið. Líklega hafa þau gist í fjárhúsinu í að minnsta kosti viku. Það þýðir að greiða hefur þurft fyrir fæði í þrjár vikur og gistingu í eina en engan ferðakostnað því asnann áttu þau fyrir og Jósef ferðaðist um á tveimur jafnfljótum. Ég ætla mér ekki að finna út matar- og leiguverð árið sem Jesús fæddist. Þar sem ég er námsmaður leyfi ég mér hins vegar að miða við þann taxta sem LÍN hefur komið sér upp fyrir matar- og húsnæðiskostnað námsmanna. Það gera þá 33.841 kr. í mat og 21.478 kr. í gistingu. Í heildina er það 55.319 kr. á mann fyrir þessa miklu skrásetningarför þeirra sem spannaði þrjár vikur og 120 km. Hefðu þau hins vegar skráð sig í nám við Háskóla Íslands árið 2014 hefði það kostað þau 75.000 kr. á mann eins og stúdentar fengu að kynnast 4. júlí síðastliðinn. Kostnaður við skráningu í HÍ er því hærri en allur reisukostnaður Maríu og Jósefs; á skrásetning í Háskóla Íslands að kosta meira en skrásetning fyrir tvö þúsund árum?Ein skráning á fimm daga fresti Reiknað er með að tekjur HÍ af skrásetningu nemenda verði heill milljarður; þúsund milljónir. Milljarður ætti að nægja til að ráða tæplega 4.300 skrifstofumenn á launataxta VR í einn mánuð eða um 360 ársstörf. Ef þessir 360 starfsmenn gerðu ekkert annað en að skrá nemendur í nám við Háskóla Íslands í heilt ár myndi það þýða að hver starfsmaður skráði einn nemanda á fimm daga fresti. Fyrir þremur árum var skrásetningargjaldið ekki nema 45.000 kr. Það er þó mikið miðað við menntaskólana því MH virðist til dæmis geta skráð sína nemendur fyrir 6.000 kr. á önn. Er svo miklu meira verk að skrá nemanda í háskóla en í menntaskóla að það réttlæti 625 prósenta mun?Skólagjald eða skrásetningargjald? Í ár var gjaldið hækkað upp í 75.000 krónur en skorið var niður í fjárframlögum til HÍ á móti. Hvert rennur svo skrásetningargjaldið? Jú, stór hluti skrásetningargjaldsins fer í rekstur kennslusviðs og deildarskrifstofa, kostnað af aðstöðu og stjórnun ásamt skipulagningu kennslu og prófa. Þessir liðir eru ekki annað en almennur rekstrarkostnaður skólans og því verður að draga þá ályktun að í raun sé gjaldið skólagjald en ekki skrásetningargjald. Á Íslandi hefur lengi verið samstaða um að allir eigi að geta sótt sér menntun óháð efnahag og að ekki skuli taka gjald fyrir menntun. Ef menntamálaráðherra ætlar að breyta grundvallargildum menntastefnunnar, þá er lágmark að fram fari upplýst umræða um breytinguna í stað þess að henni sé smyglað bakdyramegin inn.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar